Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 39 Sjónvarp 44 SUNNUDAGUR LJÓSIN TENDRUÐ Á ÓSLÓAR- TRÉNU Ljósin verða tengdruð á greni- trénu á Austurvelli klukkan 16. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur dagskrána kl. 15.30 með því að leika falleg jólalög. Rúm hálf öld er síðan Norðmenn færðu Íslending- um í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG KÓLNAR Í DAG Líklega verður slydda norðanlands seinnipartinn. Kólnar áfram þegar líður á vikuna. Sjá síðu 6 7. desember 2003 – 305. tölublað – 3. árgangur SKATTUR AF BÓTA- GREIÐSLUM Auknar bótagreiðslur til öryrkja koma að fullu til skatts og því hefðu tæp 40% aldurstengdra örorkubóta skilað sér til baka í ríkis- sjóð. Það hefði því kost- að tæpan milljarð að efna samkomualagið við öryrkja að fullu. Sjá síðu 2 STANGAST Á VIÐ STJÓRNARSÁTT- MÁLANN Í frumvarpi sjávarútvegsráð- herra eru líka lagðar til breytingar á úthlut- un byggðakvóta og verða svonefndir byggðapottar lagðir af í. Skerðing byggða- kvóta stangast á við stjórnarsáttmálann, samkvæmt orðum formanns Framsóknar- flokksins frá í sumar. Sjá síðu 4 FULLIR Á JARÐÝTU OG VEGHEFLI Tveir starfsmenn undirverktaka Impregilo við Kárahnjúka voru teknir af lögreglunni á Egilsstöðum í gær grunaðir um meinta ölv- un við akstur á jarðýtu og veghefli. Líklegt er að þeir verði reknir. Sjá síðu 2 GYÐINGAHATUR Í EVRÓPU Margt bendir til þess að hatur og fordómar í garð gyðinga hafi vaxið verulega á undanförnum árum í Evrópu. Árásum gegn gyðingum hefur fjölgað og margir finna til öryggis- leysis. Sjá síðu 8 JÓLASKEMMTUN Í HÖLL SADDAMS Bandarísku hermennirnir Salvador Martinez og Steve Russell syngja jólalög í höll Saddams Hussein, fyrrum einræðisherra Íraks. Kveikt á var á jólatré í höllinni, sem er í Tíkrit, heimabæ Husseins, við hátíðlega athöfn í gær. Setur spurningarmerki við uppeldi ráðherra Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar. Hann er einkum harðorður í garð Framsóknarflokksins og segir ekki útilokað að höfðað verði dómsmál til að fullnusta gerða samninga milli ríkisvaldsins og öryrkja. ÖRYRKJAR Þessi svik eru svo ljótur leikur að það getur bara ekki verið að þessir menn geri sér grein fyrir því hvernig ástandið er í raun og veru,“ segir Garðar Sverrisson, for- maður Öryrkjabandalagsins. „Menn sem ala manninn á lúxushótelum úti í heimi eru ekki í sterkri aðstöðu til að átta sig á þeim lífskjörum sem þeir hafa ákvarðað öryrkjum. Væri svo, hvers konar uppeldi hefur það fólk þá fengið sem ákveður að ör- yrkjar skuli vera á svona lágum líf- eyri og ákveður síðan að svíkja gef- in loforð? Ég vona allavega að mér takist að ala mín eigin börn þannig upp að þau komi aldrei til með að gera neitt í líkingu við þetta.“ Garðar segir ekki útilokað að höfðað verði dómsmál. „Það liggur ljóst fyrir að samningur af þessu tagi, með öllum þeim gögnum, yfir- lýsingum og staðfestingum sem fyrir liggja í málinu er miklu meira en nægur til að hægt sé að draga ríkisstjórnina fyrir dóm. Dómsalir eru ekki skemmtilegur samráðs- vettvangur. Það er ansi hart ef við þurfum eina ferðina enn að stefna ríkisstjórninni fyrir dómstóla. En eftir alla þá gagnrýni sem ég fékk fyrir trúgirni mína get ég ekki lagst gegn því að samningurinn verði fullnustaður með tilstyrk dómstóla.“ Nánar á síðum 22 og 23. Aðalhagfræðingur Seðlabankans: Gósentíðin ekki sjálfsögð EFNAHAGSMÁL Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Ís- lands, segir aukningu á einka- neyslu á vormán- uðum, með aukn- um viðskiptahalla, benda til þess að Íslendingar hafi farið fram úr sér í væntingum um góðæri. „Það mátti merkja aukna bjartsýni í væntingavísitölu Gallups sem náði hámarki á þessum tíma. Hvort sem það var vegna kosninganna eða einhvers annars. Ég held að þarna höfum við verið að fara fram úr okkur,“ segir Már. „Þrátt fyrir stóriðjuframkvæmdir fyrir aust- an, þá er ekki þar með sagt að hér verði einhver gósentíð. Hún er heldur ekkert komin.“ Már segir Seðlabankann helst hafa áhyggjur af árinu 2006 í lang- tímaáætlunum ríkisins, þegar ann- ar áfangi í skattalækkunum kem- ur til framkvæmda. Í áætlunum skorti viðbótaraðhald á móti og því geti sigið á ógæfuhliðina þá. Nánar á síðum 16 og 17. Mikilmennin snúa aftur Alexander mikli, Akkiles og Jesús Kristur eru á meðal þeirra mikilmenna sem munu dúkka upp á hvíta tjaldinu á næstunni, í nýrri bylgju kvikmynda um stórmenni sögunnar. Svo virðist sem grískar hetjur og áhrifamenn í mannkynssögunni séu komnir í tísku í kvikmyndaheiminum. SÍÐUR 28 og 29 ▲ Það sem Guardian sagði um Kárahnjúka Breska blaðið The Guardian birti langa grein um síðustu helgi þar sem farið var gagnrýnum orðum um Kárahnjúkavirkjun. En hvað stóð í greininni? Hvað var The Guardian að segja? Svindlbréf sem upprunnin eru í Níger- íu hafa verið í gangi um árabil. Mark- mið þeirra er að hafa af fólki fé. Hóp- ur fólks skemmtir sér við það að skrif- ast á við svindlarana, eyða tíma þeirra og breyta þeim sjálfum í fórnarlömb. SÍÐUR 24 og 25 ▲ SÍÐA 18 ▲ Svindlarar gabbaðir MÁR GUÐ- MUNDSSON Ekkert sjálfsagt að hér verði gósentíð. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.