Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 6
6 7. desember 2003 SUNNUDAGURVeistusvarið? 1Líklegt er að glasafrjóvgunardeildLandspítala - háskólasjúkrahúss verði lokað vegna niðurskurðar. Til eru samtök gegn ófrjósemi. Hvað heita þau? 2Tíu manna hópur var stöðvaður íLeifsstöð í fyrradag. Hvaða hópur var þetta? 3Stephen King hlaut nýlega virtustubókmenntaverðlaun Bandaríkjanna, National Book Award. Fyrir hvað bók hlaut hann verðlaunin? Svörin eru á bls. 46 Gagnrýnir styrki til stjórnmálaflokka: Mislukkuð tímasetning STJÓRNMÁL Aðalsteinn Árni Bald- ursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, er undrandi á þeirri ákvörðun þingmanna að sam- þykkja breytingartillögu við fjár- lögin sem felur í sér 30 milljóna króna hækkun á styrk til stjórn- málaflokkanna. Flokkarnir fá nú 295 milljóna styrk frá ríkinu. „Það vantar ekki að það er rosaleg sátt um þetta, meðan menn hafa verið með niðurskurð- arhnífinn á lofti í öðrum málum,“ segir Aðalsteinn. „Þegar boðuð er skerðing á flestum sviðum vel- ferðarmála, vekur það óneitan- lega athygli að á sama tíma skuli allt í einu vera til peningar til að setja í stjórnmálaflokkana.“ Aðalsteinn segir hefð fyrir því að læða svona viðkvæmum lögum í gegn á síðustu sekúndum fjár- lagaafgreiðslunnar. „Ef ríkissjóður stendur eins illa og þeir hafa viljað vera láta undanfarið, þá hefði átt að sleppa þessu þar til betur áraði. Mér finnst þetta afskaplega einkenni- leg ákvörðun og mislukkuð tíma- setning.“ ■ FÆREYJAR Anfinn Kallsberg, leið- togi Fólkaflokksins, hefur sagt af sér sem lögmaður Færeyinga og boðað til lögþingskosninga 20. janúar næstkomandi. Samstarfs- flokkar Fólkaflokksins í land- stjórninni eru ekki tilbúnir til að starfa áfram undir forystu Kalls- bergs og telja að það muni skaða Færeyjar ef hann verði aftur kos- inn í embætti lögmanns. Ástæðan er útkoma nýrrar bókar þar sem flett er ofan fjármálamisferli Kallsbergs. Í bókinni er Kallsberg sakaður um bókhaldssvindl þegar hann var eigandi tveggja útgerðarfyr- irtækja fyrir tuttugu árum. Þjóð- veldisflokkurinn, sem sat í land- stjórninni með Fólkaflokknum, fór fram á það að Kallsberg hreinsaði sig af þessum ásökun- um eða bæði þjóðina afsökunar. Þegar Kallsberg neitaði að verða við þessum óskum lýsti flokkur- inn vantrausti á lögmanninn og hvatti hann til að láta af embætti. Kallsberg hefur leyst fjóra landstjórnarmenn Þjóðveldis- flokksins frá störfum, þeirra á meðal varalögmanninn Högna Hoydal. Hann hefur lýst því yfir að landstjórnin muni starfa áfram fram að kosningum, án þátttöku Þjóðveldisflokksins. Í stjórninni sitja tveir smáflokkar, Miðflokk- urinn og Sjálfstjórnarflokkurinn, auk Fólkaflokksins. Hoydal, sem er formaður Þjóð- veldisflokksins, segist ekki hafa neitt á móti því að taka upp sam- starf að nýju við Fólkaflokkinn en hafnar því alfarið að starfa í land- stjórn undir forystu Kallsbergs. Hoydal er á þeirri skoðun að það muni skaða lögmannsembættið ef Kallsberg snýr aftur að afstöðn- um kosningum, að því er fram kemur á færeyska fréttavefnum Olivant. Leiðtogar Miðflokksins og Sjálfstjórnarflokksins taka í sama streng. Stjórnarslitin munu að öllum líkindum verða til þess að seinka framkvæmd nýrrar áætlunar sem færa á Færeyingum aukna sjálf- stjórn. Danska ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir þessa áætl- un. ■ Handrit Beethovens: Selt fyrir 150 milljónir LUNDÚNIR, AP Áritað handrit af tón- verki Ludwigs van Beethoven var selt fyrir sem svarar rúmum 150 milljónum íslenskra króna á upp- boði hjá Sotheby’s í Lundúnum. Um var að ræða scherzo-kafla úr strengjakvartett Opus 127 sem saminn var að beiðni Gallitzins prins í Rússlandi árið 1825. Í handritinu eru handskrifaðar leið- réttingar og athugasemdir frá höfundinum. Handritið var í eigu sjóðs sem stofnaður var í nafni sænsks tón- listaráhugamanns. Ágóðinn af söl- unni verður notaður til að efla tón- listarlíf í Stokkhólmi. Fyrr á þessu ári voru drög að Níundu sinfóníu Beethovens seld fyrir sem nemur rúmum 270 milljónum króna hjá Sotheby’s. ■ PRODI FARI Ráðherra Evrópu- mála í bresku ríkisstjórninni hef- ur hvatt Ítalann Romano Prodi til að segja af sér sem forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. Denis MacShane heldur því fram að Prodi sé með hugann heima við á Ítalíu þar sem litið sé á hann sem útlægan leiðtoga stjórnarandstöðunnar. ÓHÆTT AÐ FERÐAST TIL TYRK- LANDS Breska utanríkisráðuneyt- ið hefur aftur- kallað viðvörun þar sem Bretum er ráðið frá því að ferðast til Ist- anbul og annarra stórborga í Tyrk- landi nema þeir eigi þangað brýnt erindi. Viðvörunin var gefin út í kjölfar sprengjuárásanna og bresku ræðismannsskrifstofuna og höfuðstöðvar HSBC bankans í Istanbul. STRÍÐSGLÆPAMAÐUR DÆMDUR Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi dæmdi Bosníu-Serba í 20 ára fangelsi fyrir glæpi gegn mann- kyni. Herforinginn Stanislav Galic var fundinn sekur um að hafa haldið íbúum Sarajevo í heljargreipum í tvö ár með því að skipa undirmönnum sínum að skjóta á múslima í borginni þegar þeir voru að sinna daglegum störfum sínum. Hundruð manna féllu í þessum árásum og þúsund- ir særðust. GEORG LÁRUSSON Vonast til að gengið verði frá samningum á næstu dögum. Umönnun hælisleitenda: Liggur ekki enn fyrir FLÓTTAMENN Samningar um vistun og umönnun hælisleitenda hafa ekki náðst enn. „Við erum í við- ræðum við þrjá aðila,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Útlend- ingastofnunar, sem fundaði með dómsmálaráðuneytinu um málið í fyrradag. Hann vonast til að geng- ið verði frá samningum ekki síðar en í næstu viku. Rauði krossinn hefur séð flóttamönnum fyrir fæði, hús- næði og annarri aðstoð en hættir því starfi um áramót. Sú aðstoð byggði á samningi sem gerður var þegar innan við tíu leituðu hælis árlega en þeir fóru yfir hundraðið á síðasta ári. ■ AÐALSTEINN ÁRNI BALDURSSON Undrast framlög ríkisstjórnarinnar til stjórnmálaflokkanna þegar niðurskurðar- hnífurinn er á lofti í velferðarmálum. Landspítalinn: Áratuga- vandi HEILBRIGÐISMÁL Sigurður Guð- mundsson landlæknir segir það ekkert nýtt að Landspítalinn - há- skólasjúkrahús sé í fjárþröng. Þannig hafi það verið lengi, „við teljum það ekki í árum heldur ára- tugum, því miður“. „Við vitum að heilbrigðisþjón- usta kostar fé. Hún er góð og það höfum við fengið staðfest. Það er með öðrum orðum ekki verið að eyða peningum heldur nota pen- inga. Það mun alltaf kosta fé að halda úti góðu heilbrigðiskerfi,“ segir Sigurður. „Það er alltaf vont þegar mönnum finnst niðurskurð- ur kominn að sársaukamörkum.“ ■ ■ Evrópa ■ Evrópa FÆREYJAR Ljóst er að framkvæmd nýrrar áætlunar sem færa á Færeyingum aukna sjálfstjórn mun frestast þar til ný landstjórn tekur til starfa á næsta ári. ANFINN KALLSBERG Anfinn Kallsberg sagði af sér sem lögmað- ur Færeyinga eftir að Þjóðveldisflokkurinn lýsti vantrausti á hann. Kallsberg verður ekki aftur lögmaður Kallsberg sagði af sér sem lögmaður Færeyja eftir að Þjóðveldisflokkur- inn lýsti vantrausti. Boðað til lögþingskosninga í byrjun næsta árs. Leið- togar annarra flokka vilja ekki sjá Kallsberg aftur í embætti lögmanns.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.