Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 4
4 7. desember 2003 SUNNUDAGUR Á Ísland möguleika á komast upp úr 8. riðli í undankeppni HM í knattspyrnu? Spurning dagsins í dag: Á að lækka veggjald í Hvalfjarðargöngum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 50% 50% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Íslendingur átti 500 milljónasta atkvæðið: Idolæði á Íslandi Löng biðröð myndaðist í Smára- lind í gær þegar keppendur úr ís- lenska Idolinu voru samankomnir til að árita geisladiska með lögum úr keppninni. Fyrsta undanúrslita- keppnin fór fram í beinni útsend- ingu á föstudaginn, 700 áhorfendur voru mættir í Smáralindina til að fylgjast með útsendingunni og 64.000 atkvæði voru send inn í keppnina. „Það voru Idol-keppnir um allan heim í gær og atkvæðin frá því að Idol fór í loftið eru rúmur hálfur milljarður,“ segir Pálmi Guð- mundsson, markaðsstjóri hjá Norðurljósum. „Það skemmtilega var að það var Íslendingur sem átti 500 milljónasta atkvæðið og það var greitt í gær.“ Pálmi segir að íslensku kepp- endurnir hafi fengið spennufall eftir keppnina. „Sterk vinátta hef- ur myndast milli krakkanna í hópnum og dramatíkin baksviðs eftir keppnina var mjög mikil. Svo tók það keppendur rúman klukku- tíma að komast út úr Smáralind- inni þar sem ágangur aðdáenda var svo mikill.“ Bubbi var eini dómarinn í keppninni í gær sem var sannspár um úrslitin. „Annaðhvort tekur fólk mark á honum eða hann hefur svona góða tilfinningu fyrir þjóð- arsálinni,“ segir Sigmar Vilhjálms- son, eða Simmi, annar aðalkynna Idolsins sem dauðsér eftir Sessý og Jóhönnu Völu úr keppninni. „Ég sagði reyndar fyrir keppnina að það væri sama hvaða tveir færu það væri eftirsjá að öllum.“ ■ LÍNUÍVILNUN „Þetta er sigur að því leyti að málið er komið fram og svarar, að hluta til, þeim kröfum sem ég hef sett fram. Ég get alveg sæst á þessa niðurstöðu, 16% ívilnun á allar tegundir, með þeim skilningi sem fram hefur komið að þetta geti aukist upp í 20%,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þ i n g m a ð u r F r a m s ó k n a r - flokks. S j á v a r ú t - v e g s r á ð h e r r a lagði í gær fram á Alþingi frum- varp um línu- ívilnun til handa dagróðrarbát- um. Samkvæmt því fá dagróðrabátar, sem landa afla innan 24 tíma frá því þeir fóru frá landi, að landa 16% um- fram aflamark í þorski, ýsu og steinbít. Línuívilnun í þorski tak- markast þó við 3.375 tonn á ári en ekkert hámark er sett á ýsu og steinbít að sinni. Ráðherra hefur þó heimild samkvæmt frumvarp- inu, til að setja hámark á þær teg- undir. Línuívilnun til veiða á þorski tekur gildi í upphafi næsta fisk- veiðiárs, 1. september 2004, en ívilnun vegna steinbíts og ýsu tek- ur gildi hinn 1. febrúar næstkom- andi. „Ég hefði viljað og tel að við eigum að ræða það, hvort ekki sé rétt að þetta taki gildi strax, sér- staklega hvað þorskinn varðar. Það eru í mínum huga engar tæknilegar hindranir í veginum. Frumvarp ráðherra staðfestir að hægt er að láta svona breytingar taka gildi hvenær sem er á fisk- veiðiárinu,“ segir Kristinn. Í frumvarpi sjávarútvegsráð- herra eru líka lagðar til breyting- ar á úthlutun byggðakvóta og verða svonefndir byggðapottar lagðir af í áföngum. Kristinn seg- ir að þar sé verið að blanda saman alls óskyldum hlutum og því hafi Framsóknarflokkurinn gert fyrir- vara við þann þátt frumvarpsins. Skerðing byggðakvóta stang- ast á við stjórnarsáttmálann, sam- kvæmt orðum formanns Fram- sóknarflokksins frá í sumar. „Það stendur skýrt í stjórnar- sáttmálanum að athuga eigi að taka upp álag vegna línuveiða minni báta og það stendur líka að það eigi að athuga mögulega aukningu á byggðakvóta. En það stendur ekkert í stjórnarsátt- mála að það eigi að leggja hann niður,“ sagði Halldór Ásgríms- son í Fréttablaðinu 10. júlí síðast- liðinn. Kristinn H. Gunnarsson segir að skerðing byggðakvóta kunni að vega upp ávinninginn af línuíviln- uninni. En framsóknarmenn séu tilbúnir að fara yfir það sjálf- stætt, hversu miklir byggðakvót- arnir eiga að vera og hvernig skuli úthluta þeim. the@frettabladid.is HOWARD OG BLAIR Michael Howard segir að stjórn Tony Blair sé á rangri leið í menntamálum. Leiðtogi Íhaldsflokksins: Stúdentar í „Mikka mús“ fögum MENNTUN Michael Howard, leið- togi breska Íhaldsflokksins, segir að of margir stúdentar stundi nám við háskóla í landinu. Margir þeir- ra sæki „Mikka mús“ fög. Tony Blair forsætisráðherra vill hækka skólagjöld í landinu til að stjórnvöld nái takmarki sínu um að fá 50% ungs fólks til að stunda háskólanám. Howard telur enga þörf fyrir þessar aðgerðir. Hann segir að fjölmargir stúdent- ar ljúki ekki þeim fögum sem þeir byrja á. Ættu þeir frekar að stunda einhvers konar starfsnám til að átta sig á hlutunum í stað þess að skrá sig í „Mikka mús“ fög sem geri þeim lítið gagn. ■ NOREGSKONUNGUR Haraldur þakkaði norsku þjóðinni þann stuðning og hlýhug sem honum hefur ver- ið sýndur á undanförnum vikum. Noregskonungur: Í aðgerð á morgun ÓSLÓ, AP „Ég vona að allt gangi vel og ég verði komin á fætur á ný áður en langt um líður,“ sagði Haraldur Noregskonungur þegar hann var lagður inn á sjúkrahús í Ósló. Á morgun gengst Haraldur undir skurðaðgerð vegna krabba- meins í þvagblöðru. Læknar eru bjartsýnir á að konungurinn muni ná sér að fullu eftir aðgerðina þar sem ekkert bendir til þess að krabbameinið hafi dreift sér um líkamann. Búist er við því að Haraldur verði á sjúkrahúsi í tvær til þrjár vikur eftir aðgerðina og síðan í veik- indaleyfi í allt að þrjá mánuði. Á meðan mun Hákon krónprins gegna skyldum föður síns. ■ JÓLATRÉ FAUK UM KOLL Fjórir slösuðust þegar snörp vindhviða felldi 30 metra hátt jólatré á torgi í miðborg Prag í Tékklandi. Þúsundir manna voru á torginu þegar atvikið átti sér stað enda nýbúið að opna þar vinsælan jóla- markað. Þrír fullorðnir og eitt barn voru flutt á sjúkrahús með minniháttar áverka. Formaðir LÍÚ um línuívilnun: Misráðið inngrip LÍNUÍVILNUN „Vitaskuld eru menn býsna svartir yfir þessu. Það eru alvarlegt þegar gripið er með þessum hætti inn í stjórnkerfi sem hefur skilað þeirri hagsæld sem raun ber vitni. Nú á enn einu sinni að færa heimildir milli út- gerðaflokka, taka frá því sem menn kalla stórútgerðir, og færa þær yfir til smærri útgerða. Mér finnst þetta afskaplega misráðið,“ segir Björgólfur Jóhannsson, for- maður Landssambands íslenskra útvegsmanna, um 16% línuívilnun til handa dagróðrabátum. Hann segir að inngripið veiki stjórnkerfi fiskveiða og gæti fært greinina áratugi aftur í tímann. „Það er vonandi ekki tilgangur stjórnvalda að sjávarútvegur byggist upp á dagróðrabátum sem beita línu í landi, að allar byggðir landsins fyllist af beitningar- mönnum. Mér óar við þeirri fram- tíðarsýn,“ segir formaður LÍÚ. ■ Sprenging í Kandahar: Tuttugu særðust AFGANISTAN,AP Um tuttugu manns særðust, þar af að minnsta kosti þrír alvarlega, þegar sprengja sprakk á útimarkaði í borginni Kandahar í Afganistan. Að sögn lögreglunnar í borginni stóðu talibanar og liðsmenn al- Kaída samtakanna að verknaðin- um. Leit stendur yfir að þeim seku. Svo virðist sem sprengjunni hafi verið komið fyrir á mótorhjóli sem hafði verið lagt á milli tveggja bíla skömmu fyrir sprenginguna. Á miðvikudag særðust tveir bandarískir hermenn þegar fleygt var handsprengju að bíl þeirra á fjölförnu torgi í Kandahar. ■ FJÖLMENNI Í SMÁRALINDINNI Geisladiskurinn með lögum úr keppninni hefur rokselst eftir undanúrslitin. Um 700 manns mættu í Smáralindina á föstudaginn til að fylgjast með keppninni. EKKERT HINDRAR ÍVILNUN STRAX Kristinn H. Gunarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir línuívilnunarfrumvarp sjávarútvegsráðherra svara sínum kröfum í málinu. Hann gerir athugasemdir við gildistöku ívilnunar og skerðingu byggðakvóta, samfara ívilnuninni. „Ég get alveg sæst á þessa niður- stöðu, 16% ívilnun á allar tegundir. Fyrirvari við skerð- ingu byggðakvóta Dagróðrabátar fá 16% línuívilnun í þorsku, ýsu og steinbít á næsta ári, samkvæmt frumvarpi sem sjávarútvegsráðherra lagði fram í gær. Svarar að hluta til mínum kröfum, segir Kristinn H. Gunnarsson. ERU HUNDÓÁNÆGÐIR Formaður LÍÚ segir línuívilnun stjórnvalda misráðið inngrip í stjórnkerfi fiskveiða. ■ Evrópa FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Eldur í húsi á Akureyri: Kviknaði í pitsukassa ELDSVOÐI Kona og tvö börn þurftu að yfirgefa heimili sitt á Akureyri í gær eftir að kviknaði í pitsukassa í eldhúsinu. Pitsukassinn lá ofan á eldavélinni en annað barnið hafði sett straum á eina hellu eldavél- arinnar með þeim afleiðingum að eldur kom upp. Þegar slökkviliðið mætti á svæð- ið var lögreglan búin að slökkva mestallan eldinn með duftslökkvi- tæki. Töluvert tjón varð á eldhúsinu en reykurinn barst um alla íbúð. Íbúðin var reykræst og engin slys urðu á fólki. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.