Fréttablaðið - 07.12.2003, Page 14

Fréttablaðið - 07.12.2003, Page 14
14 7. desember 2003 SUNNUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát Japanskar orustuþotur gerðuárás á bandarísku flotastöðina Pearl Harbor á Hawai þennan dag árið 1941. Hátt í 400 japanskar flugvélar tóku þátt í árásinni og ollu miklum skaða hjá bandaríska flotanum. Fyrir vikið drógust Bandaríkin inn í stríðsátök seinni heimsstyrjaldar- innar. Bandarískir ráðamenn vissu af hættunni af japanskri árás en efldu samt ekki varnir sínar. Árás- in átti sér stað á sunnudagsmorgni þegar íbúar eyjarinnar höfðu margir hverjir fengið frí frá skyldustörfum. Um 2.400 manns létu lífið í árás- unum og um 1.200 slösuðust. Floti Bandaríkjamanna skemmdist mik- ið í árásunum; fimm af átta orustu- skipum, þrír tundurspillar og sjö önnur skip sukku. Rúmlega 200 flugvélar hersins eyðilögðust. Um hundrað Japanir létust í árásunum, Þar að auki misstu þeir þrjátíu flugvélar og nokkra kafbáta. Roosevelt forseti talaði á þing- inu daginn eftir og þar var sam- þykkt að lýsa stríði á hendur Japönum. Þremur dögum síðar lýstu Þjóðverjar og Ítalir stríði á hendur Bandaríkjamönnum. Bandaríkin tóku eftir þetta full- an þátt í seinni heimsstyrjöldinni. Á þeim fjórum árum sem liðu þar til friði var komið á létust um 400 þúsund Bandaríkjamenn. ■ Ég varð fertug í fyrra og héltsvaka veislu þannig að ég ætl- aði nú ekki að gera neitt fyrir af- mælið mitt í ár,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona sem er 41 árs í dag. „En vinir mínir skipu- lögðu bara alla helgina fyrir mig.“ Í hádeginu í gær var farið í jóla- hlaðborð með saumaklúbbnum, svo var ferðinni heitið á baðstofu í nudd og dúllerí. Seinni part dags var ekkert slakað á í vinahópnum, enda rauðvín og sjálfsportrettmál- un á dagskrá. Eftir matarboð sem ein vinkona hennar bauð til hitti hún svo stúlkurnar í hljómsveitinni Heimilistónar, en Ólafía Hrönn spilar á trommur í þeirri hljóm- sveit. Að lokum var svo samfagnað með Baltasar Kormáki en Kaffi- barinn, sem hann á hluti í, var að halda upp á tíu ára afmælið sitt. Ólafía Hrönn er einmitt þessa dagana á æfingum undir leik- stjórn Baltasar í Þjóðleikhúsinu á leikritinu Þetta er allt að koma sem er byggt á samnefndri bók Hallgríms Helgasonar. Þar fer Ólafía Hrönn með annað hlutverk Ragnheiðar Birnu. „Það er rosa- lega gaman á æfingum. Handritið er ekki alveg tilbúið þannig að við erum saman að velta bókinni fyr- ir okkur, svona þreifa fyrir okk- ur,“ útskýrir Ólafía. „Það er heilmikið að gera í dag líka. Vinkona mín ætlar að bjóða fjölskyldunni í mat og svo fer ég á jólaball í dag með fjögurra ára dóttur minni. Hún myndi kvarta mikið ef við misstum af því.“ Sú stutta er yngsta barn Ólafíu af þremur en eldri börnin tvö eru þrettán og átján ára. „Það er mjög heppilegt að eiga vini sem eru tilbúnir til að halda veislur mér til heiðurs heima hjá sér, því eins og alþjóð veit er bað- herbergið mitt í rúst og því íbúðin öll og ég get því ekki tekið á móti fólki.“ Hún reiknar þó ekki með að þetta afmæli slái út fertugs- afmælinu. „Það var veislan mín og ég þarf ekki að halda slíka veislu aftur. Fólk fór út öskrandi af gleði og það var svo mikil ást í loftinu. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt afmæli.“ ■ Afmæli ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR ■ leikkona er 41 árs í dag. Það er ýmis- legt planað en hún reiknar ekki með að þetta afmæli slái veislunni í fyrra við. NICOLE APPLETON Söngkonan sæta úr All Saint er 28 ára í dag. 7. desember ■ Þetta gerðist 1431 Henry VI konungur Englands tekur við konungsembætti Frakk- lands. 1796 John Adams er kjörinn annar for- seti Bandaríkjanna. 1836 Martin Van Buren er kjörinn átt- undi forseti Bandaríkjanna. 1945 Örbylgjuofninn er kynntur til sög- unnar. 1972 Imelda Marcos, eiginkona Ferdin- and E. Marcos forseta Filipseyja, er stungin lífshættulegu sári. Gerandinn var síðar skotinn til bana af lífvörðum forsetafrúar- innar. 1974 Makarios forseti snýr aftur til Kýp- ur efti fimm mánaða útlegð. 1987 Mikhail S. Gorbatsjev stígur í fyrs- ta sinn fæti á ameríska jörðu í heimsókn sinni til Ronalds Reag- an Bandaríkjaforseta. Árásin á Pearl Harbor ÁRÁSIN Á PEARL HARBOR ■ Um 400 japanskar orustuflugvélar gerðu árás á bandaríska flotastöð sem varð til þess að Bandaríkin drógust inn í seinni heimsstyrjöldina. 7. desember 2003 Góðir vinir halda veislu ??? Hver? Verkefnastjóri í hagnýtri fjölmiðlun í Háskóla Íslands. ??? Hvar? Er staddur í hótelherbergi mínu í Novokuznetsk í köldustu Síberíu í 20 stiga frosti. ??? Hvaðan? Fæddur og uppalin í Reykjavík en hálfur Vestfirðingur. ??? Hvað? Er eftirlistmaður þingkosninga í Rússlandi. ??? Hvernig? Ég var beðinn um þetta af hálfu Íslensku friðargæslunnar. ??? Hvers vegna? Ég er að starfa fyrir Öryggis og Sam- vinnustofnun Evrópu í fjölmennasta kosningaeftirliti sem ÖSE hefur tekið að sér. Sjálfur er ég að vinna með þýskri konu í þessari borg. Á kjördag förum við á milli kjörstaða frá því áður en þeir opna og verðum á þeytingi á milli kjör- staða allan daginn. Svo fylgjumst við með talningu á einum stað þangað til talningu er lokið, þannig að þetta verð- ur tveggja sólarhringa törn. ??? Hvenær? Að staðartíma hefst vinnan klukkan átta að morgni sunnudags, hér heima verð- ur klukkan þá eitt eftir miðnætti. ■ Persónan ÞORFINNUR ÓMARSSON Fylgist með þingkosningum í Rússlandi. Guðmundur Hallvarðsson þingmaður, 61 árs. Jóhann Ársælsson þingmaður, 60 ára. Pálína Hildur Ísaksdóttir, Mýrargötu 18, Neskaupstað, lést þriðjudaginn 2. desember. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi sjó- maður, Laufengi 23, lést fimmtudaginn 4. desember. Steinn G. Hólm, fyrrverandi kaupmaður í Ólafsfirði, lést þriðjudaginn 25. nóvem- ber. Útförin fór fram í kyrrþey. Ásdís M. Þórðardóttir, er látin. Þorbjörg Magnúsdóttir, Seljahlíð, áður Freyjugötu 1, lést fimmtudaginn 4. des- ember. Þórunn Marta Tómasdóttir, frá Bakka- stöðum í Fljótshlíð, Snælandi 8, lést föstudaginn 5. desember. Auðun Eyþórsson, Þórólfsgötu 9, Borg- arnesi, lést mánudaginn 1. desember. ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR Baðherbergið er í rúst og veisluhöldin því bara annars staðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.