Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 20
20 7. desember 2003 SUNNUDAGUR Neðanmáls KRIMMAFÉLAGIÐ FUNDAR Í REYKJAVÍK Arnaldur Indriðason er hinn ókrýndi konungur glæpa- sögunnar á Íslandi og hefur með- al annars náð þeim undraverða árangri að hreppa Glerlykilinn, Norrænu glæpasagnaverðlaunin, tvö ár í röð. Fyrst fyrir Mýrina árið 2002 og Grafar- þögn 2003. Það er Skandin- aviska Krim- inalselskapet sem stendur fyrir verðlaun- unum og af- hendir þau á árlegri ráð- stefnu sinni. Arnaldur sótti Glerlykilinn fyrst til Finnlands en til Noregs árið eftir. Viktor Arnar Ing- ólfsson er fulltrúi Íslands í keppninni að þessu sinni en hann er tilnefndur fyrir Flateyjargátu. Feti Viktor Arnar í fótspor Arnalds þarf hann þó ekki að fara langt til að sækja lykilinn sinn þar sem ráð- stefna Skandinavíska krimma- félagsins verður haldið í Reykja- vík í maí 2004. Þetta verður í fyrsta sinn sem Glerlykillinn verður afhentur á Íslandi og það má því búast við óvenjumiklum fjölda skuggalegra náunga á göt- um borgarinnar þegar meinlausir glæponar frá öllum Norðurlönd- unum mæta á staðinn. FLATEYJAR- GÁTA Gæti hreppt Glerlykilinn í Reykjavík 2004. ARNALDAR INDRIÐASON Hefur hlotið Glerlykilinn tvö ár í röð. Mér finnst miklu skemmtilegraað vinna með börnum en full- orðnum,“ segir Regína Pokorna, stórmeistari í skák. „Ég elska að vinna með börnum. Ég þjálfaði nokkur börn heima í Slóvakíu og hafði mjög gaman að því.“ Regína kemur frá Slóvakíu og er í hópi öfl- ugustu skákkvenna heims þrátt fyr- ir ungan aldur en hún er aðeins 21 árs. Regína er einn af ötulustu liðs- mönnum Hróksins og hefur látið hressilega til sín taka í barnastarfi félagsins á síðustu mánuðum. Hún hefur meðal annars heimsótt fjölda grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi og hefur gert stormandi lukku hjá skólabörnum sem hafa notið leiðsagnar hennar og fengið tækifæri til að tefla við hana fjöltefli. Lengi býr að fyrstu gerð Sjálf var Regína ung að árum þegar hún settist fyrst að tafli. „Pabbi byrjaði að kenna mér að tefla þegar ég var á fimmta ári. Ég gekk í skákklúbb fljótlega eftir það og byrjaði að keppa á mótum þegar ég var sex ára. Þegar ég var 9 ára sigraði ég á móti í Tékkóslóvakíu og eftir það var ég send í heimsmeist- arakeppni og varð í öðru sæti þar. Síðan þá hef ég keppt á fjölmörgum Evrópu- og heimsmeistaramótum og tel mig geta verið mjög sátta við árangurinn. Ég hef oftast verið í einhverjum af efstu sætunum og hef þrisvar orðið Evrópumeistari kvenna.“ Regína segir að það sé engin spurning að það sé best fyrir börn að byrja að æfa sig í skákinni sem fyrst. „Þegar krakkar eru fimm til sex ára eru þau á mjög góðum aldri og taka framförum mjög hratt. Þau þurfa bara að mæta í skólann og sinna áhugamálum sínum og hafa því mikinn tíma aflögu og geta ein- beitt sér að taflinu. Þegar þau eldast fjölgar áhugamálunum og það eru fleiri hlutir sem toga í þau og þá fer það oft þannig að þau nenna ekki að eyða miklum tíma í skákina. Áhyggjunum fer líka fjölgandi með aldrinum og þá minnkar einbeiting- in.“ Efnilegar stelpur á Íslandi Regína segist hafa rekist á mjög efnilega krakka í Íslandsheimsókn- um sínum en bendir á að það sé ekki nóg að vera efnilegur þegar maður er ungur og þeir sem vilji ná virki- lega langt verði að taka skákina alvarlega og stunda æfingar og þjálfun eins og í hverri annarri íþrótt. „Það er til dæmis mjög ánægjulegt að segja frá því að ég hef hitt nokkrar stelpur sem gætu náð langt en það er gaman að sjá hversu áhugasamar stelpurnar eru. Heima í Slóvakíu eru frekar fáar stelpur í skákinni og það er algengt að þegar ég keppi á stórum mótum þar þá eru yfirleitt um 50 stelpur að keppa innan um 500 stráka. Það er mjög gaman að sjá hversu mikill skákáhuginn er hérna. Hann er þokkalegur heima en aðalíþróttirn- ar eru fótbolti og íshokkí og annað fellur í skuggann.“ Skákin gengur fyrir Regína hefur komið til Íslands fjórum sinnum síðastliðið ár og heldur heimleiðis í dag eftir að hafa dvalið hér í tvo mánuði. „Þetta er búið að vera alveg frábært. Ég er bæði búin að vera að tefla fyrir Hrókinn á ýmsum mótum, til dæm- is á Selfossi, og svo fór ég með Hróknum til Grænlands í sumar. Það var alveg æðislegt. Maður steig inn í einhvern allt annan heim á Grænlandi sem er engu líkt. Annars er ég mest búin að vera í skóla- og kynningastarfi Hróksins og hef haft gaman af.“ Regína fer beint heim til Slóvak- íu frá Íslandi en gerir ráð fyrir að koma aftur fljótlega á næsta ári. „Nú fer ég heim til að æfa mig. Ég tók mér árs frí frá skóla til að æfa mig og taka þátt í skákstarfinu hérna á Íslandi. Nú hefst þjálfunin aftur á fullu en maður teflir svolítið öðruvísi eftir að hafa eytt svona miklum tíma með óreyndu skák- fólki. Ég þarf því að herða mig þar sem ég er alls ekki sátt við hvernig ég hef verið að tefla undanfarið.“ Dansar í Reykjavík Regína sér þó síður en svo eftir þeim tíma sem hún hefur eytt á Ís- landi. „Ég er búin skemmta mér al- veg rosalega vel. Vinir mínir hafa komið hingað og verið með mér og þetta er búið að vera æðislegt.“ Regína gerði vitaskuld úttekt á hinu margrómaða næturlífi Reykjavíkur og lætur vel að. „Það er mjög gam- an að dansa og skemmta sér hér. Staðirnir eru fínir og tónlistin er mjög góð. Slóvakar þykja drekka mjög mikið en jafnast samt ekkert á við Íslendinga. Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en Íslend- ingar drekki alltof mikið,“ segir skákdrottningin sem ætlar að skerpa sóknarleiki sína milli jóla og nýárs og mun svo mæta tvíefld til Íslands árið 2004. thorarinn@frettabladid.is Ég er búin skemmta mér alveg rosalega vel. Vinir mínir hafa komið hingað og verið með mér og þetta er búið að vera æðislegt.“ ,, Regína Pokorna er 21 árs stórmeistari í skák. Hún er einn líflegasti meðlimur Hróksins og hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu barna- starfs félagsins enda þykir henni fátt skemmtilegra en að vinna með börnum. Skákdrottning skemmtir sér á Íslandi REGÍNA POKORNA „Tékkneski stórmeistarinn Tomas Oral er mjög góður vinur minn. Hann hefur teflt fyrir Hrókinn og þegar þeir byrjuðu að leita að kvenstórmeistara benti hann þeim á mig,“ segir Regína þegar hún útskýrir hvað varð til þess að ungur stór- meistari frá Slóvakíu gekk til liðs við skákfélag á Íslandi. Hún er yfirleitt alltaf kölluð skákdrottning Hróksins enda heillar hún alla, unga sem aldna, hvar sem hún kemur með heillandi nærveru sinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.