Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 23
23SUNNUDAGUR 7. desember 2003 s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m F R Á B Æ R T I L F I N N I N G ! Receptor Rugged II 26334 Receptor Rugged II 26324 Fornbóka- markaður Opnum í dag Ekki missa af þessu! Halldór Kiljan Laxness á 100 kr. stk. Fullt af bókum og tímaritum frá kr. 50 Ennfremur lagaersala á: Húfum 100 kr. stk - Treflum 100 kr. stk - Sokkum 100 kr. stk. Opið frá kl. 11-19 laugard./sunnud. og frá kl. 14-19 virka daga til 12. desember LANGHOLTSVEGUR 42 Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar Hver stund er dýrmæt um þá hefðu þeir að minnsta kosti getað lesið um það. Maður skyldi ætla að einhver í öðrum hvorum þessara stóru flokka fylgdist með fjölmiðlum. Halldór og Davíð höfðu nægan tíma til að koma á framfæri athugasemdum ef kynn- ingin á samkomulaginu var ekki í samræmi við samþykkt þeirra. En auðvitað létu þeir sér vel líka og notuðu sér óspart. Framsóknarflokkurinn var kominn með 8-9 prósent í skoð- anakönnunum í febrúar síða- stliðnum og stjórnin kolfallin. Þá var farið að vinna mjög hratt í þessu máli. Ég sagðist ítrekað treysta því að staðið yrði við sam- komulagið. Það voru margir sem vantreystu því og töldu mig vera of bláeygan, sögðu að það væri barnaskapur að trúa því að loforð- in yrðu efnd þegar búið væri að telja upp úr kössunum. Ég svaraði því til að það gæti ekki hvarflað að nokkrum manni að svíkja sam- komulag sem kynnt hefði verið svo rækilega á opinberum vett- vangi. Við fundum það í kringum okkur hvað þessi samningur hafði gríðarlega jákvæð áhrif á fylgi við ríkisstjórnina, sérstaklega fylgi Framsóknarflokksins. Fólk sem var búið að gefast upp á þess- ari ríkisstjórn taldi að nú væri kominn á friður. Framsóknar- flokkurinn nýtti sér þetta sam- komulag í kosningabaráttu sinni og segja má að við höfum þannig óbeint lagt flokknum lið í kosn- ingabaráttunni. Við berum því okkar ábyrgð á því að ríkisstjórn- in náði þeim meirihluta sem hún náði. Þetta segi ég með fullri virð- ingu fyrir auglýsingastofu þeirra og því uppátæki formanns flokks- ins að fara allt í einu að birtast gleiðbrosandi á skjánum á hverju einasta kvöldi.“ Ekki teppalagt fyrir Halldór Heldurðu að staða skjólstæð- inga þinna myndi þá ekki lagast yrði Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra? „Ég hef ekki orðið var við það að Halldór Ásgrímsson standi fyr- ir félagslegri sjónarmið en Sjálf- stæðisflokkurinn. Ég er ekkert viss um að draumur hans um að verða forsætisráðherra verði að veruleika 15. september. Ég get ekki séð að Sjálfstæðisflokkurinn sé beinlínis að teppaleggja fyrir hann.“ Í gegnum tíðina hefur andað köldu milli þín og Davíðs Odds- sonar. Hvert er álit þitt á honum? „Af einhverjum ástæðum hef- ur mannréttindabarátta okkar skapraunað honum. Hann tók upp á því á sínum tíma að vera með að- dróttanir og ásakanir í okkar garð sem við urðum að svara af fullum þunga. Hann er ekki vanur því að honum sé svarað í sömu mynt. Það er eitthvað í mínu fari sem virðist skaprauna honum mikið. Ég kann enga skýringu á því. Mér finnst hann á vissan hátt skemmtileg týpa, svona sem náungi úti í bæ, en ekki sem forsætisráðherra.“ Það er staðreynd að í þessu þjóðfélagi horfum við upp á auð- söfnun fárra. Hvað finnst þér um þessa þróun? „Misskipting er að aukast gríð- arlega hratt. Ríkisstjórnin hefur verið að færa góðvinum sínum eignir þjóðarinnar á silfurfati og menn gera sér mat úr því og gera góða samninga við sjálfa sig. Þetta er rökrétt afleiðing þeirra ákvarðana sem ríkisstjórnin hef- ur tekið á valdatíma sínum. Menn ættu því ekki að vera hissa og andvaka í stjórnaráðinu yfir því. Í skólum er himinn og haf milli þess veruleika sem fátækustu börnin í bekknum búa við og síðan börn nýríka fólksins. Þetta á eftir að skapa okkur vandamál sem eiga eftir að kosta sitt. Við erum að búa til þjóðfélagshóp sem get- ur ekki notað heilsugæslu að fullu, ekki keypt sér næringarrík- an mat og börnin taka ekki þátt í íþróttum og tónlistarnámi. Það þarf ekkert að botna þá vísu til hvers svona ástand leiðir.“ Bakhliðin á velmeguninni Forseti Íslands talaði á dögun- um um eymd í Reykjavík. Tekurðu undir það? „Þetta er ekki ofmælt. Það er virðingarvert að við skulum hafa í embætti forseta Íslands mann sem lætur sig varða það sem mestu skiptir í samfélagi siðaðra manna. Þegar öllu er á botninn hvolft er maðurinn hinn endanlegi mælikvarði í samfélaginu. Það er ljóst að Ólafur Ragnar fylgist með því sem er að gerast. Við sem erum úti á akrinum komumst ekki hjá því að sjá bakhliðina á þeirri velmegun sem við teljum okkur búa við. Í ljósi þeirrar hrikalegu fátæktar sem hluti fólks býr við og staðfest er í margvíslegum op- inberum gögnum þá svíður manni að þessir ráðamenn skuli voga sér að ganga svo langt að skera af þessari hækkun, vegna þess að hún var sérstaklega til þess hugs- uð að vera hagkvæm og skilvirk fyrir ríkisvaldið. Það átti að koma til móts við sem flesta með sem minnstum tilkostnaði. Þessi svik eru svo ljótur leikur að það getur bara ekki verið að þessir menn geri sér grein fyrir því hvernig ástandið er í raun og veru. Menn sem ala manninn á lúxushótelum úti í heimi eru ekki í sterkri að- stöðu til að átta sig á þeim lífs- kjörum sem þeir hafa ákvarðað öryrkjum. Væri svo, hvers konar uppeldi hefur það fólk þá fengið sem ákveður að öryrkjar skuli vera á svona lágum lífeyri og ákveður síðan að svíkja gefin lof- orð? Ég vona allavega að mér tak- ist að ala mín eigin börn þannig upp að þau komi aldrei til með að gera neitt í líkingu við þetta. Við kennum börnum okkar að standa við gefin loforð, en svo horfa þau upp á æðstu ráðamenn þjóðarinn- ar hegða sér allt öðruvísi. Venju- legir hrossaprangarar myndu aldrei komast upp með svona.“ Ríkisstjórn fyrir dóm? Er hugsanlegt að Öryrkja- bandalagið muni höfða mál gegn ríkisstjórninni? „Það liggur ljóst fyrir að samn- ingur af þessu tagi, með öllum þeim gögnum, yfirlýsingum og staðfestingum sem fyrir liggja í málinu er miklu meira en nægur til að hægt sé að draga ríkisstjórn- ina fyrir dóm. Dómsalir eru ekki skemmtilegur samráðsvettvang- ur. Það er ansi hart ef við þurfum eina ferðina enn að stefna ríkis- stjórninni fyrir dómstóla. En eftir alla þá gagnrýni sem ég fékk fyr- ir trúgirni mína get ég ekki lagst gegn því að samningurinn verði fullnustaður með tilstyrk dóm- stóla. Fjölmargt fólk í okkar röð- um var orðið langþreytt á marg- víslegu óréttlæti ríkisstjórnarinn- ar og vildi að við tækjum virkan þátt í síðustu kosningum, eða efndum að minnsta kosti til mjög öflugrar herferðar til að kynna stöðu og lífskjör öryrkja. Öll sú áætlun var tilbúin, og um það var forystumönnum Framsóknar- flokksins fullkunnugt. En þegar samkomulagið loks tókst, beitti ég mér eindregið gegn því að við blönduðum okkur í kosningabar- áttuna og kunnu ýmsir mér litlar þakkir fyrir, sökuðu mig um að hindra eðlilega umræðu um svar- tasta blettinn á íslensku samfélagi og ganga þannig erinda þeirra sem mesta ábyrgð bæru í þessum málaflokki. Svo koma þeir nú, þessir kjark- menn, og reyna að skýla sér bak við persónu Jóns Kristjánssonar, eina mannsins sem hefur ítrekað viðurkennt að það vanti litlar fimm hundruð milljónir til að standa við samninginn. Halda að þjóðin sjái ekki hverjir eru hinir raunverulegu vesalingar í þessu máli, þingmennirnir ellefu sem fóru með fagurgala um landið í vor en eru nú forherðingin ein, með stjórnvitringinn Guðna Ágústsson í broddi fylkingar á meðan formaðurinn flækist um heiminn í þeirri von að fá alræmd- ustu mannréttindabrjóta sem uppi eru til að mynda með okkur kosningabandalag í því þjóðþrifa- máli að koma litla Íslandi í örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna. Þarna austurfrá eru menn þrátt fyrir allt mjög prinsipfastir og ólíklegir til að binda trúss sitt við hvern sem er þegar öryggis- mál eru annars vegar. Ég held að klerkastjórnin í Íran ætti að minnsta kosti að hugsa sig vel um áður en hún handsalar einhvers konar samkomulag við ríkisstjórn á borð við þá íslensku.“ kolla@frettabladid.is UM FRAMSÓKNARFLOKKINN „Framsóknarflokkurinn nýtti sér þetta samkomulag í kosningabaráttu sinni og segja má að við höfum þannig óbeint lagt flokknum lið í kosningabaráttunni. Við berum því okkar ábyrgð á því að ríkisstjórnin náði þeim meirihluta sem hún náði. Þetta segi ég með fullri virð- ingu fyrir auglýsingastofu þeirra og því uppátæki formanns flokksins að fara allt í einu að birtast gleiðbrosandi á skjánum á hverju ein- asta kvöldi.“ Menn sem ala manninn á lúxus- hótelum úti í heimi eru ekki í sterkri aðstöðu til að átta sig á þeim lífskjörum sem þeir hafa ákvarðað öryrkjum. Væri svo, hvers konar upp- eldi hefur það fólk þá fengið sem ákveður að öryrkjar skuli vera á svona lágum líf- eyri og ákveður síðan að svíkja gefin loforð? Ég vona allavega að mér takist að ala mín eigin börn þannig upp að þau komi aldrei til með að gera neitt í líkingu við þetta. Við kennum börnum okkar að standa við gefin loforð, en svo horfa þau upp á æðstu ráðamenn þjóðar- innar hegða sér allt öðruvísi. Venjulegir hrossaprangarar myndu aldrei komast upp með svona. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.