Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 25
„litla Ísland“. Nú sé það eitt af auðugustu ríkjum veraldar, sem hafi náð að nýta auðlindir sínar, mestmegnis fiskistofna, og Frið- rik heldur því fram að virkjun vatnsafls sé rökrétt skref í átt að meiri fjölbreytni í efnahagslífi. Hann afgreiðir málflutning verndunarsinna sem „rómantík“.“ Óraunhæfar áætlanir „Nytjastefna stjórnvalda væri skiljanlegri ef virkjunaráætlunin væri á einhvern hátt raunhæf. Rökin fyrir framkvæmdinni eru þau, að virkjunin og álverið muni endurreisa efnhagslífið á svæðinu og skapa störf á Austfjörðum, sem og stöðva fólksflutning frá þessum landshluta. En atvinnu- leysi er hins vegar lítið á svæðinu og fáir Íslendingar hafa áhuga á því að starfa við slæm skilyrði upp á hálendinu eða hafa áhuga á einhverju þeirra 400 starfa sem Alcoa býður upp á. Hin tvö álver- in á Íslandi hafa neyðst til að flytja inn ódýrt erlent vinnuafl frá Austur Evrópu.“ Áróðursherferð á Austfjörð- um „Andstaða á Austfjörðum er mjög takmörkuð. Guðmundur Beck, 53 ára, er sá eini sem hreyft hefur mótmælum á Reyðarfirði, þar sem álverið verður reist. Hann hefur búið á staðnum alla sína ævi. Búskap verður hætt á landi hans um leið og álverið tek- ur til starfa árið 2007. Hann er þeirrar skoðunar að íbúar á svæð- inu hafi orðið vel skipulagðri áróðursherferð að bráð. „Lands- virkjun er búin að verja milljón- um króna í almannatengsl hér á svæðinu, einkum og sér í lagi í út- varpinu.“ Þuríður Haraldsdóttir, eiginkona sjómanns á staðnum, er svo ákafur fylgismaður fram- kvæmdanna að hún hefur fengið sér númeraspjald á bílinn sinn sem á stendur „Alcoa“.“ Spillingin í Impregilo og svör Friðriks „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf haft náin tengsl við innlend verktakafyrirtæki, sem hafa notið mjög góðs af virkjunarfram- kvæmdunum. En stærsti bitinn af kökunni – 500 milljón dollarar – rennur til ítalsku fyrirtækjasam- steypunnar Impregilo, sem fékk virkjunarsamninginn í mars en liggur á sama tíma undir ásökun- um um spillingu í Afríku. [...] Þeg- ar ég spurði Friðrik Sophusson hvort hann vissi af þessum ásök- unum á hendur fyrirtækinu, þá upplýsti hann mig um reynslu Ís- lendinga frá því á árum áður. „Fyrir tuttugu árum urðum við að múta embættismönnum í því skyni að geta selt fisk til Nígeríu,“ sagði hann. „Þetta kom jafnvel fram í bankafærslum. Þetta var kostnaður sem við urðum að stan- da straum af, en vildum auðvitað vera lausir við.“ Friðrik var hins vegar fljótur að taka það fram að „við höfum sjálfir ekki tekið við peningum frá Impregilo“ – sem var reyndar atriði sem ég hafði ekki spurt um.“ Ómar lenti í vandræðum „Margir blaðamenn tala um að fjölmiðlum sé stjórnað beint og óbeint af ríkisvaldinu. [...] Hinn g a m a l r e y n d i sjónvarpsmað- ur Ómar Ragn- arsson tjáði mér að hann hefði lent í vandræð- um eftir að hann gerði þátt sem sýndi „báðar hliðar“ á rök- ræðunni um K á r a h n j ú k a - virkjun. „Það komu fram kröf- ur um að ég yrði rekinn.“ Til þess að geta gert „skynsamlega“ mynd um Kára- hnjúka seldi Ómar bæði íbúðina sína og jeppa, svo hann gæti fjár- magnað hana sjálfstætt.“ Bláa höndin fer víða „Bláa hönd- in“ er slangur- yrði yfir það tangarhald sem íslenska stjórn- arelítan (kol- krabbinn) hefur á einstakling- um. Hvort sem um er að ræða goðsögn eða raunveruleika, þá er hér um kraftmikið afl að ræða, sem leiðir til varúð- ar og aðgætni í orðavali. [Gísli Már] Gíslason prófessor heldur því fram að [Friðrik] Sophusson hafi hringt í sig við nokkur tilefni, og beðið hann um að endurskoða vel þekkta andstöðu sína við hinar ýmsu vatnsaflsvirkjanir.“ ■ 25SUNNUDAGUR 7. desember 2003 FRÁ LAGARFLJÓTI Blaðamaður bendir á að það verði gruggugt og gárugt þegar virkjunin tekur til starfa. ÓMAR RAGN- ARSSON Tjáði blaðakonunni að hann hefði lent í vandræðum eftir að mynd hans um Kárahnjúka var sýnd. GÍSLI MÁR GÍSLASON Segist hafi fengið nokkrar hringingar frá Friðriki Sophus- syni, þar sem Friðrik biður hann um að endurskoða afstöðu sína.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.