Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 29
29SUNNUDAGUR 7. desember 2003 Ég er nú bara búinn að lesafyrstu bókina og það er mjög gaman að þessu,“ segir Óttarr Proppé í deild erlendra bóka hjá Máli og menningu um þríleik Valerio Massimo Manfredi um Alexander mikla. „Það hefur ver- ið dálítið um afturhvarf til gamal- dags sögulegra skáldsagna undan- farið og þessar bækur um Alexander eru sem betur fer nokkuð vinsælar og hafa selst ágætlega hjá okkur.“ Fleiri hetjur fornaldar hafa lát- ið til sín taka að undanförnu og Óttarr nefnir sérstaklega bóka- flokkinn um Ramses eftir Christian Jacq en þar fjallar höf- undurinn um ævi þessa konungs hins forna Egyptalands og býður upp á rómantík, svik og flækjur sem hafa heillað lesendur og kom- ið Ramsesi ofarlega á metsölu- lista í Evrópu. Þar fyrir utan hef- ur forngríska morðgátan Skugga- leikir eftir José Carlos Somoza notið mikilla vinsælda og DaVinci Lykilinn hefur heldur betur slegið í gegn en þar er á ferðinni æsispennandi nútímasakamála- saga sem hverfist utan um frá- sagnir af ævi Jesú Krists. „Það er mjög skemmtilegt að sjá hvernig þetta er að koma til baka,“ segir Óttarr, „en bækur af þessu tagi voru mjög vinsælar fyrir svona 30 til 50 árum og Ben Húr var til dæmis mest selda bók allra tíma hér áður fyrr. Það er eins og þetta sé að koma aftur og sjálfsagt hefur bíóið eitthvað með það að gera.“ ■ ÓTTARR PROPPÉ „Ég hef bara ekki komist til þess að lesa nema fyrstu bókina um Alexander og á eftir að koma mér til þess að klára þetta. Annars er það spurning hvort maður bíði bara ekki eftir þessum bíómyndum og láti þær kveikja í sér.“ Það hefur verið dálítið um afturhvarf til gamaldags sögulegra skáldsagna undanfarið. ,, Bíð bara eftir myndunum F RÉ TT AB LA Ð IÐ /V IL H EL M HUGLEIKUR DAGSSON „Ef ég á að segja alveg eins og er held ég að Colin Farrell verði betri Alexander en Leonardo DiCaprio.“ Skylmingar eru málið Teiknimyndasöguhöfundur-inn Frank Miller er þunga- viktarmaður í sínum bransa og blés meðal annars eftirminni- lega lífi í Daredevil-myndasög- urnar og fór á kostum í hráum og ruddalegum glæpasögum kenndum við Sin City. Eitt magnaðasta verk hans á síðustu árum er myndasagan 300 sem greinir frá frækilegustu vörn mannkynssögunnar þegar Leonídas Spartverjakonungur mætti ofurefli Persa ásamt 300 manna úrvalsliði sínu í Lauga- skörðum árið 480 fyrir Krist. „Frank Miller er að gera Jesúsögu núna og ég bíð spenntur en ég held að hún sé í sama stíl og 300,“ segir Hug- leikur Dagsson, kvikmynda- gagnrýnandi og myndasögu- spekingur. „Mér finnst Miller vera svolítið mikill Grikki. Hann var alltaf að láta alla vera allsbera í Sin City, til dæmis, þannig að hann er alltaf með þessa líkama. Líka í ofurhetju- myndasögunum.“ Hugleikur segist ekki vita til þess að mönnum hafi látið sér detta til hugar að kvikmynda 300 en það kæmi honum ekki á óvart þar sem hún sé mjög vel til þess fallin og myndi falla vel að þeim fornaldarmyndum sem eru væntanlegar. „Ég held að Gladiator hafi komið þessari bylgju af stað enda er hægt að láta þennan forna heim líta svo rosalega vel út í dag. Annars eru einhvers konar períóður vinsælar núna ef maður fer að spá í þessu sér- staklega. Þegar farið er svona langt aftur í tímann er hægt að nálgast þetta eins og fantasíu og Trója er til dæmis bara fan- tasía. Lord of the Rings á því líka örugglega einhvern þátt í þessari vakningu með alla sína rosalegu heri og skylmingar. Ég held bara að þetta sé málið núna.“ ■ MYNDASAGAN 300 Orustan við Laugarskörð árið 480 f.kr hentaði Miller fullkomlega og hann fer hamförum þegar hann teflir berrössuð- um vöðvatröllum fram á síðum bókar- innar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.