Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 42
■ ■ KVIKMYNDIR  15.00 Kvikmyndin „Maður með kvikmyndatökuvél“ frá árinu 1929 eftir einn af frumherjum kvikmyndalistarinn- ar, Rússann Dziga Vértov, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þetta er fræg- asta verk Vértovs, einstakt og nýstárlegt enn í dag. ■ ■ TÓNLEIKAR  15.00 Harmonikufélag Reykjavík- ur heldur létta harmonikutónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur.  17.00 Kvennakór Reykjavíkur flyt- ur ásamt Diddú jólaperlur í Langholts- kirkju.  17.00 Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar verða í Víðistaðakirkju.  17.00 Árleg Jólagleði Söngseturs Estherar Helgu verður haldin í Karla- kórshúsinu Ými við Skógarhlíð. Dagskrá- in samanstendur af jólagospel og jóla- lögum frá ýmsum áttum.  18.00 Saxófónleikararnir Jóel Páls- son og Sigurður Flosason standa fyrir útgáfutónleikum í Nýlistasafninu, Vatns- stíg 3b. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.  20.00 Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju verða í Hallgrímskirkju. Með kórnum syngur Elín Ósk Óskars- dóttir sópran. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel og Hörður Áskelsson stjórnar.  20.00 Kvennakór Reykjavíkur flyt- ur ásamt Diddú jólaperlur í Langholts- kirkju.  20.00 Kirkjukór Grensáskirkju heldur tónleika í Grensáskirkju. flutt verða aðventu- og jólalög frá ýmsum tímum og þættir úr verkum eftir Vivaldi og Bach.  20.00 Kór Lindakirkju í Kópavogi heldur aðventukvöldvöku í Glersalnum í Salahverfi.  20.00 Hörður Torfa heldur kerta- ljósatónleika í Iðnó.  20.00 Aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju verða í Hjallakirkju, Kópa- vogi. Einsöngvari Garðar Thor Cortes. Orgelleikari Lenka Mátéová. Söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson.  21.00 Paul Lydon heldur útgáfu- tónleika í Norræna húsinu. Tilefnið er ný plata hans, Vitlaust hús. ■ ■ LEIKLIST  10.00 Hvar er Stekkjarstaur? eftir Pétur Eggerz í Möguleikhúsinu við Hlemm.  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  14.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner á stóra sviði Þjóðleik- hússins.  14.00 Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson í Tjarnarbíói.  14.00 Jólarósir Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur, í leikgerð Pét- urs Eggerz, verður sýnt í Möguleikhús- inu við Hlemm.  16.00 Hvar er Stekkjarstaur eftir Pétur Eggerz verður sýnt í Möguleik- húsinu við Hlemm.  17.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner á stóra sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Kvetch eftir Steven Berkoff í Borgarleikhúsinu.  Jólarósir Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur í Möguleikhúsinu við Hlemm. ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Hera syngur í Húsi Silla og Valda í Aðalstræti.  Eyfi og Stebbi með ljúfa og góða tóna á Gauknum. ■ ■ FUNDIR  21.00 Upplestrarkvöld verður í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu í tilefni þess að í þessari viku eru liðin tvö ár frá því starfsemi hófst í Alþjóðahúsinu. Gísli Pálsson, Ólafur Gunnarsson, Ævar Örn Jósepsson og Sölvi Björn Sigurðsson lesa úr nýútkomnum bókum. ■ ■ SAMKOMUR  11.00 Listahátíð lesblindra verður haldin í Háskólabíói.  13.00 Jólasýning Árbæjarsafns er fastur liður í aðventunni hjá mörgum. Þá gefst tækifæri til að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga: Kertagerð, laufabrauðs- skurður, föndur, sögustund, gengið kringum jólatré, jólasveinar, þessir gömlu hrekkjóttu og margt fleira.  14.00 Jólaskemmtun MS félags Íslands verður haldið í húsi MS félags- ins, Sléttuvegi 5. Jólahappdrætti, jóla- sveinn og góðar veitingar.  14.00 Bubbi Morthens mætir í jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði og tekur nokkur lög fyrir gesti. Jólasveinn mætir á svæðið.  16.00 Aðventuhátíð líknar- og vina- félagsins Bergmáls verður haldin í Háteigskirkju. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng og Skagfirska söngsveitin syngur undir stjórn Björg- vins Valdimarssonar.  16.00 Jólasveinar, Augasteinn og fræg mús með gítar þegar ljósin verða tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli.  20.00 Ljóðakvöld á Kaffi List. Fram koma Bjarni Bernharður, Eiríkur Örn Norðdahl, Kristian Guttesen, Kristín Eiríksdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Margrét Hugrún, Ófeigur Sigurðsson og Óttar M.N.  20.00 Hrókur alls fagnaðar, HAF, verður í Hlaðvarpanum. Vigdís Gríms- dóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Unnur Þóra Jökulsdóttir, Hlín Agnarsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Elín Pálmadóttir, 42 7. desember 2003 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 DESEMBER Sunnudagur Það er óneitanlega nýtt fyrirokkur að koma svona naktir fram,“ segir Jóel Pálsson, sem í dag ætlar að halda tónleika í Ný- listasafninu ásamt félaga sínum, Sigurði Flosasyni. Báðir eru þeir saxófónleikar- ar, og verða reyndar ekki naktir í bókstaflegri merkingu, heldur ætla þeir á þessum tónleikum að standa tveir einir og spila á ýms- ar stærðir og gerðir af saxófón- um, flautum og klarínettum. „Við verðum sem sagt með engin önnur hljóðfæri til að styð- ja okkur, hvorki píanó, bassa né trommur né neitt annað,“ segir Sigurður. Þeir voru að senda frá sér ný- stárlegan geisladisk, Stikur, og ætla að kynna fyrir áheyrendum verk af honum. Á diskinum eru frumsamdir dúettar, þar sem þeir leyfa sér að gera alls kyns tilraunir með hljóðfærunum. „Mikið af þessu eru hreinir spunar sem verða að miklu leyti til á staðnum,“ útskýrir Sigurður. Hann segir ýmsar tegundir til af spuna, og á plötunni beiti þeir „mjög frjálsum spuna“ þar sem mjög lítið er fyrirfram gefið. „Við fylgjum ekki neinu ákveðnu formi, hvorki hljóma- grind né rytma né neinu öðru. Það er bara frjálst fall. Við leggj- um bara af stað og svo endar það einhvers staðar.“ Þegar svona er spilað hafa þeir ekkert að styðjast við annað en tóneyrað og meðspilarann. „Þetta er músík sem virkar ekki endilega eins og djass á alla,“ bætir Sigurður við. „Við erum að einhverju leyti komnir út fyrir allar skilgreiningar, sumt af þessu hljómar kannski eins og eitthvað allt annað. Þetta gæti alveg eins verið nýklassísk tónlist, ambient raftónlist eða eitthvað allt annað.“ Þeir Sigurður og Jóel eru báð- ir á því að aðsókn á djasstónleika sé yfirleitt frekar góð hér á landi. „Menn virðast vera mjög opn- ir fyrir nýrri músík og tilrauna- starfsemi,“ segir Jóel, „sem er gott og heldur okkur náttúrlega á tánum líka.“ ■ Koma naktir fram Ég viðurkenni það fúslega aðhingað til hef ég látið bresku sveitina Elbow fram hjá mér fara, af einhverjum ástæðum. Það er alltaf einhver gullkorn sem renna manni úr greipum, þannig er það bara. Hef aldrei heyrt fyrri plötu sveitarinnar, Asleep in the Back, og þannig fæ ég nýju plötuna í hendurnar án þess að hafa saman- burðinn, sem er kannski bara gott. Ef fyrri platan er eitthvað í lík- ingum við þessa, þá verð ég að drífa mig út í búð til kaupa hana. Það er nefnilega sama frá hvaða sjónarhornið nýja platan Cast of Thousand er skoðuð, hún er öll jafn fín. Fullkomlega löguð eins og glerkúla, og líklegast jafn brot- hætt í fegurð sinni. Tónarnir minna nokkuð á Doves, Talk Talk og kannski örlít- ið á Travis. Gospel-ið blandast brit-poppinu í hálf dramatískum en þó upplífgandi lögum. Eff- emm poppurum gæti fundist sveitin örlítið „skrýtin“... þrátt fyrir að tónarnir séu mjög vina- legir og „útvarpsvænir“ (bið um betra orð, takk!). Söngrödd Guy Garvey minnir svolítið á Peter Gabriel og Sting, þótt ótrúlegt megi virðast, á jákvæðan hátt. Lagasmíðar eru sterkar og lag- línur fáranlega grípandi. Það er ómögulegt að heyra lög á borð við opnunarlagið Ribcage, Fugitive Model, Snooks (Progress Report) og Grace Under Pressure án þess að heillast með. Fyrsta flokks popp fyrir þenkj- andi fólk. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist ELBOW: Cast of Thousands Hmm.. já, takk SIGURÐUR FLOSASON OG JÓEL PÁLSSON Ókeypis er inn á tónleika þessara snjöllu saxófónleikara í Nýlistasafninu í dag, þar sem þeir leika á ýmis tréblásturshljóðfæri verk af nýútkomnum diski sínum. ■ TÓNLEIKAR Gísli Marteinn í Fríkirkjunni í Reykjavík Aðventukvöld í kvöld kl. 20.30 Árlegt aðventukvöld Fríkirkjunnar verður haldið í kvöld sunnudagskvöld, 7. desember, klukkan 20.30. Í dag er annar sunnudagur í aðventu en aðventan er helgur undirbúnings- tími jólanna. Á aðventu reyna fjölskyldur að eiga sem flestar samveru- stundir og undirbúa komu hátíðarinnar í anda og verki. Það er góður siður að fjölskyldan öll, yngri sem eldri, komi saman á aðventukvöld kirkjunnar og er jafnan þéttsetinn bekkurinn. Að þessu sinni syngja þau Ragnar Bjarnason, Anna Sigríður Helgadóttir, Fríkirkjukórinn ásamt Carli Möller og félögum. Að sjálfsögðu verða sungnir léttir jólasöngvar í bland við hefðbundna sálma. Sérstakur ræðumaður kvöldsins er Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður. Allir hjartanlega velkomnir í kirkjuna á fallega og hugljúfa kvöldstund í hjarta borgarinnar. Aðventan er dýrmætur tími, tími undirbúnings. Gefum okkur tíma til að setjast niður og njóta samvista með hvert öðru. Látum ekki stressið ná tökum á okkur til að jólahátíðin verði okkur hverju og einu hátíð ljóss og friðar. Að morgni sama dags verður barna- og fjölskyldusamvera í Fríkirkjunni klukkan 11. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík, Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.