Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 17
um. Maður veit hins vegar ekki hver þróunin verður, en dragi ekki úr þessum vexti þá siglum við hraðar inn í ójafnvægi en áður var talið.“ Ríkisfjármálin skipta miklu þegar hætta er á of- þenslu. Már segir ekki hægt að kvarta undan því að skortur sé á aðhaldi ríkisins á næsta ári, mið- að við áætlanir. „Afkomubati rík- isins milli áranna 2003 og 2004 miðað við fjárlagafrumvarp er verulegur. Stóra spurningin er hvort þetta komist í framkvæmd. Í ljósi reynslu síðustu ára er það auðvitað töluverð spurning. Ef þetta gengur ekki eftir, þá reynir meira á peningastefnunna og meiri hætta er á að illa fari.“ Hann segir að það veki vissar vonir að dæmi séu um að slíkt að- hald hafi tekist. Bæði árið 1992 og 1996 sem voru fyrstu fjárlagaár eftir kosningar. Hins vegar hafi aðhaldið ekki aukist 2000. „Því miður, því við hefðum þurft á því að halda og uppsveiflan hefði þá ekki orðið eins erfið.“ Hætta 2006 Már segir aukna meðvitund um nauðsyn slíks aðhalds og það veki vissar vonir. Már segir mjög jákvætt að unnið sé eftir lang- tímaáætlunum í ríkisfjármálum. „Við höfum helst áhyggjur af ár- inu 2006 í langtímaáætlunum rík- isins. Það er verið að tala um skattalækkanir upp á 20 milljarða á árunum 2005-2007. Á móti kem- ur aðhald og niðurskurður í fjár- festingu sem nægir til að halda í horfinu 2005. Það sígur hins veg- ar á ógæfuhliðina 2006. Þá kemur næsti áfangi í skattalækkuninni, en ekki viðbótaraðhald á móti og reyndar eykst opinber fjárfesting eitthvað. Það getur reynst hættu- legt á hápunkti framkvæmdanna. Reynslan sýnir að hápunkturinn og síðasta ár uppsveiflunnar er hættulegasti tíminn. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að þess- ar áætlanir verði endurskoðaðar.“ Lok síðustu uppsveiflu eru dæmi um þetta, þar sem verðbólgan fór upp í 9%. Verðbólgumarkmið Seðlabankans eru 2,5% hækkun vísitölu neysluverðs á ári. Ís- landsbanki hefur nýverið bent á það að verðbólguálag skuldabréfa sýni að markaðurinn vænti meiri verðbólgu en Seðlabankinn. Inni í verðbólguspá bankans sé heldur ekki gert ráð fyrir stækkun Norð- uráls. Már segir Norðurál inni í áhættumati bankans, enda talið mjög líklegt að af því verði. Hag- vöxtur verði hálfu prósenti meiri hvort árið 2004 og 2005 verði af stækkuninni. Hann segir gæta ákveðins misskilnings varðandi verðbólguálag skuldabréfa. Þar sé um að ræða sambland af verð- bólguvæntingum og áhættuálagi, þar sem það síðarnefnda sé óþekkt stærð. Verðbólguálag til allt að þriggja ára er undir mark- miði bankans og horfa verður því lengra til að verðbólguálagið fari uppfyrir og ætla má að áhættuá- lagið vegi því þyngra sem lengra er horft. „Verðbólgan hefur verið undir verðbólgumarkmiði bank- ans allt þar til nú. Ég man ekki betur, en að menn hafi verið farn- ir í sumar að kvarta undan því að verðbólgan væri of lág og Seðla- bankinn hefði verið of aðhalds- samur. Mér fannst það hálf kjána- leg umræða. Seðlabankanum er gert í ákvörðunum sínum að stef- na að því á hverjum tíma að verð- bólgan verði sem næst markmið- inu. Það er alveg ljóst vegna þess að samband stjórntækjanna og markmiðsins er breytilegt og háð óvissu að það mun aldrei takast nákvæmlega og engin ástæða til þess að fara á taugum yfir því. Við fórum ekki á taugum yfir þessari umræðu, enda hefur kom- ið í ljós að skjótt skipast veður í lofti. Nokkrum mánuðum seinna eru menn farnir að tala um að verðbólgan sé að fara úr böndum. Ég held að menn séu að fara að- eins fram úr sér í þessari gagn- rýni.“ Góðkynja spenna Már segir á vissan hátt eðli- legt að markaðurinn hafi ekki trú á því að verðbólgan hitti ná- kvæmlega á verðbólgumark- miðið og fari kannski tímabund- ið uppfyrir þegar mest lætur. „Ef hún fer hæst í 3% tímabund- ið, þá er það stórfínt.“ Spenna ríkir ævinlega um hvenær breytingar verða á stýrivöxtum bankans. Flest bendir til þess að hækkun þeirra sé framundan. Efnahagsumræðan fer víðar fram í samfélaginu og spenna ríkir um hver þróunin verði í uppsveiflunni. Már segir spenn- una nú góðkynja. „Það sem er að gerast núna er í engri líkingu við það sem var að gerast árið 2000 þegar enginn vissi hvernig þetta myndi enda. Þá var ekki ljóst hvort tækist að koma bank- anum á verðbólgumarkmið og fleyta genginu, án þess að tapa trúverðugleika.“ Hann bætir því við að skilningur á eðli verð- bólgumarkmiðsins sé mun meira nú en í upphafi. Framan af hafi menn verið svolítið fast- ir í hugsunarhætti fastgengis- stefnunnar. Það hafi hins vegar bjargað miklu að gengisfallið var skammvinnt. Framkvæmd- irnar fyrir austan þýða mikið innstreymi gjaldeyris. Már seg- ir óhjákvæmilegt að slíkt hafi áhrif á gengi krónunnar. „Það er hins vegar ekkert víst að gengið hækki umtalsvert frá því sem nú er. Kannski erum við þegar búin að taka styrkinguna út með væntingum.“ Hátt gengi krón- unnar bitnar á útflutningsgrein- um. Mótvægisaðgerðir við inn- streyminu eru aðhald í ríkisfjár- málum og hækkandi stýrivextir. „Best er náttúrlega að aðhaldið komi sem mest frá fjármálum ríkisins. Háir vextir hafa þann ókost að styrkja frekar gengi krónunnar og veikja útflutn- ingsgreinarnar.“ Vindi fram sem horfir þarf að hækka vexti hér á næstu árum, með tilheyr- andi þrýstingi á styrkingu krón- unnar. Það styttist í aðgerðir til að mæta komandi uppsveiflu „Það er langbest að það gerist mjúkt. Til þess að það gerist mjúkt þá verður að grípa til að- gerða í tíma,“ segir Már Guð- mundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hvenær sé von á næstu vaxtahækkun vill hann ekki segja. „Enda veit ég það ekki.“ haflidi@frettabladid.is 17SUNNUDAGUR 7. desember 2003 Komdu suður! Upplifðu jólastemningu í borginni. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 1 96 63 12 /2 00 2 HVAÐ ER AÐ GERAST FYRIR SUNNAN? Meðal spennandi tónleika fram að jólum eru: Tíbrá - ýmsir jólatónleikar í Salnum Kópavogi Karlakór Reykjavíkur - jólatónleikar í Hallgrímskirkju 13. og 14. des. Sinfóníuhljómsveit Íslands - jólatónleikar fyrir alla fjölskylduna 20.des. Jólatónleikar í Borgarleikhúsinu - fjöldi þekktra listamanna 20. des. Íslensku Dívurnar í Grafarvogskirkju Auk þess lifandi tónlist allar helgar á fjölmörgum veitingastöðum. Leikhúsin fram að jólum: Ævintýrið um Augastein e. Felix Bergson, Tjarnarbíó, sun. fram að jólum Dýrin í Hálsaskógi, Þjóðleikhúsinu, lau. og sun. fram að jólum Lína Langsokkur, Borgarleikhúsinu, lau. og sun. fram að jólum Jólarósir Snuðru og Tuðru og Hvar er Stekkjarstaur? í Möguleikhúsinu Meðal margra annarra eru þessar sýningar: Myndir úr Kjarvalssafni á Kjarvalsstöðum Erró - stríð í Listasafni Reykjavíkur Barnadagar í Gerðubergi Ljósmyndasýning Magnúsar Ólafssonar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Ólafur Magnússon, konunglegur hirðljósmyndari, í Listasafni Reykjavíkur Jólasýning Árbæjarsafns á Árbæjarsafni Auk þessara sýninga eru fjölmargar aðrar sýningar í boði - flettið síðum dagblaðanna og kannið hvað fellur best að ykkar smekk. Borgin iðar af lífi á aðventunni og hvort sem þú vilt eiga hátíðlega stund, fara út að borða með elskunni þinni eða skella þér út á lífið, geturðu verið viss um að finna það sem þú leitar að. Taktu flugið suður! frá AKUREYRI Verð frá : 5.400 kr. * frá ÍSAFIRÐI Verð frá: 5.300 kr. * frá EGILSSTÖÐUM Verð frá: 6.200 kr. * * Innifalið: Flug til Reykjavíkur, flugvallarskattur og tryggingargjald. Eingöngu bókanlegt á flugfelag.is Takmarkað sætaframboð Ertu í Netklúbbnum? Ný tilboð á hverjum mánudegi. Njóttu jólastemningar í borginni, skelltu þér á tónleika, í leikhús, farðu út að borða, út á næturlífið eða gerðu hagstæð innkaup fyrir jólin. Það er líf og fjör í verslanamiðstöðvunum, heimsókn í Jólalandið í Hafnarfirði er skemmtileg og eins er líka góð hugmynd að rölta niður ljósum prýddan Laugaveginn, skoða í búðarglugga eða tylla sér inn á kaffihús og fylgjast með mannlífinu. MÝKTIN MIKILVÆG Best er náttúrlega að aðhaldið komi sem mest frá fjármálum ríkisins. Háir vextir hafa þann ókost að styrkja frekar gengi krónunnar og veikja útflutningsgreinarnar,“ segir Már Guðmundsson. Hann leggur áherslu á að hagsveiflan verði mjúk og til þess að svo megi verða þurfi að grípa tímanlega til nauðsynlegra ráðstafana.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.