Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 32
Auðvitað er annríki hjá okkurklerkum á þessum árstíma en það er líka hjá mörgum öðrum,“ segir Jón Helgi Þórarinsson, prestur í Langholtskirkju. Við hittum á sr. Jón Helga heima við því yngsti sonurinn var lasinn en sr. Jón á þrjá syni, 8, 16 og 20 ára, sem allir eru í foreldrahúsum. Eins og aðrir þarf því sr. Jón að hugsa fyrir samverustundum með fjölskyldunni og kveðst reyna að fylgjast með því sem tengist skól- anum hjá yngsta syninum, steikja laufabrauð og taka þátt í jóla- gjafakaupum og jólakortaskrif- um. Nú orðið byrji hann að huga að skipulagningu starfsins í kirkj- unni á aðventu og jólum, strax um miðjan nóvember. Athuga hvaða viðburðum honum beri að taka þátt í og hvaða athafnir séu framundan. „Þetta skiptir miklu máli því með þessu næ ég betri yfirsýn. Margir þurfa líka á við- tölum að halda því jólin eru erfið þeim sem eiga erfitt,“ segir hann. Jón gerir meira en vera í hlut- verki prestsins í kirkjunni sinni því hann syngur líka í Lang- holtskórnum og eiginkona hans, Margrét Einarsdóttir, einnig. „Kórinn heldur þrenna tónleika síðustu helgina fyrir jól þannig að því fylgir talsverður undirbúning- ur en hann er líka gefandi og kem- ur manni í hátíðaskap. „Þarna andar maður að sér boðskapnum sem nýtist manni svo í öðrum verkum,“ segir hann. En er ekki erfitt fyrir presta að finna alltaf eitthvað nýtt að segja um það sem gerðist á jólum? „Jú, það má kannski segja það, en ég safna að mér efni í hugvekjur og ræður í aðdraganda jólanna. Það hjálpar líka að messurnar um hátíðarnar eru hver með sínu móti. Á að- fangadagskvöld er fjölskyldan öll í kirkjunni og ræðan miðuð við það. Í messunni á jólanótt er kyrrðin komin á og á margan hátt finnst mér sú stund hápunktur hátíðarinnar - og predikunin á jóladag er oft sterk hugvekja fyr- ir fullorðna, þar sem jólaboðskap- urinn er tengdur samtíðinni. En ég vil líka geta þess að fleiri prestar koma til með að predika í messum hjá mér en ég sjálfur.“ Eina ofurveraldlega spurningu fær sr. Jón að lokum. Hvað ætlar hann að snæða á aðfangadags- kvöld? „Við höfum yfirleitt haft hamborgarhrygg og drengirnir eru mjög hrifnir af honum en nú verður samt breytt til og borðað hreindýr.“ gun@frettabladid.is Blaðauki Fréttablaðsins um undirbúning jólanna jólin koma á Sony You make it a Sony Kaup nglu 88 7669 info 17A nnar sunnudagur í aðventu. Í dag er gott að gleyma veraldlegum undirbún- ingi jólanna og snúa sér að hinum and- lega. Fara til dæmis í kirkju með fjöl- skylduna. Börnin hafa nefnilega gaman af því þeg- ar kveikt er á kertunum í aðventukransinum. Auk þess eru aðventukvöld í vel flestum kirkjum þan- nig að úr mörgu er að velja. Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: jol@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. w w w .d es ig n. is ' 20 03 Fæst um land allt Dreifingara›ili: Tákn heilagrar flrenningar Til styrktar blindum Tilvalinjólagjöf NÚ ER LÍKA OPIÐ Í HÁDEGINU! Réttur dagsins í dag er ristaður karfi með bönunum og kókos á 670 kr. og stór bjór er á tilboði í hádeginu á aðeins 350 kr. SUÐRÆNT ELDHÚS – á suðrænu verði – Turnhúsinu Tryggvagötu sími 511 1314 - www.casagrande.is h a u s v e r k Desember hjá sr. Jóni Helga Þórarinssyni: Messan á jólanótt há- punktur hátíðarinnar Digraneskirkja: Aðventuhátíð verður í kvöld og hefst kl. 20.30. Stjórnun og undirbúningur er í höndum KFUM&K. Ræðumaður er Leifur Sigurðsson. Málefni kvöldsins er Kristniboðs- sambandið. Dómkirkjan: Í tilefni þess að ljós- in verða tendruð á jólatrénu á Austurvelli kl. 15.30 verður kirkj- an opin og foreldrafélag barna- kórsins verður með kakósölu í kirkjuanddyrinu. Í kvöld kl. 20 er svo ljóðakvöld í Safnaðarheimil- inu. Þar munu Ísak H. Harðarson og Ágústína Jónsdóttir flytja ljóð sín. Umsjón er í höndum sr. Hjálmars. Hjallakirkja: Aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju eru kl. 20 í kvöld. Kórinn flytur aðventu- og jólalög frá ýmsum tímum og löndum, m.a. allt tónverkið Að- fangadagskvöld jóla eða Kirkjan ómar öll eftir Kaldalóns. Ein- söngvari með kórnum er Garðar Thor Cortes, óperusöngvari, og Lenka Mátéová leikur undir á orgel. Söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Jólakaffi Hringsins: Fjölbreytt dagskrá Ídag, sunnudaginn 7. desember,er hið árlega jólakaffi kven- félagsins Hringsins haldið á Broadway klukkan 13.30. Að vanda verður fjölbreytt skemmti- dagskrá en meðal þeirra sem fram koma eru Sigríður Bein- teinsdóttir, Solla stirða, nemendur úr Dansskóla Auðar Haralds og Páll Rósinkrans. Þá verður happ- drætti með góðum vinningum frá ýmsum fyrirtækjum sem hafa gefið af miklum rausnarskap. Nýr barnaspítali var vígður á þessu ári en þá var langþráðu markmiði Hringskvenna náð. Enn eru þó verkefnin óþrjótandi við að bæta hag veikra barna á Íslandi og aðstandanda þeirra. Það er tilvalin skemmtun fyrir alla fjölskylduna að mæta í jólakaffið og um leið er verið að styrkja gott málefni. Allur ágóði rennur til styrktar veikum börnum á Íslandi og eru allir vel- unnarar Barnaspítala Hringsins hvattir til að mæta. ■ ■ Í aðdraganda jóla SR. JÓN HELGI ÞÓRARINSSON Byrjar að skipuleggja starfið í kirkjunni á aðventu og jólum strax um miðjan nóvember. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.