Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 26
26 7. desember 2003 SUNNUDAGUR Styrkirnir verða veittir tónlistarfólki, 30 ára eða yngri, sem er að ljúka framhaldsnámi eða hefur nýlega lokið því. Styrkirnir eru ætlaðir til þess að auðvelda umsækjendum að hasla sér völl í listgrein sinni. Veittir verða allt að fjórir styrkir að fjárhæð 500 þúsund krónur hver. Upplýsingar um umsóknargögn og reglur má nálgast í afgreiðslu Íslandsbanka á Kirkju- sandi eða á vef Íslandsbanka á slóðinni www.isb.is/menningarsjodur. Umsóknarfrestur er til 15. janúar nk. og skal senda umsóknir á eftirfarandi heimilisfang: Menningarsjóður Íslandsbanka – Ungir tónlistarmenn, Kirkjusandi, 155 Reykjavík. MENNINGARSJÓÐUR ÍSLANDSBANKA FAGNAR 15 ÁRA AFMÆLI Á ÞESSU ÁRI. HANN ER EINN ÖFLUGASTI SJÓÐUR SINNAR TEGUNDAR HÉR Á LANDI OG ÁRLEGA NÝTUR FJÖLDI LISTAMANNA OG MENNINGARSTOFNANA STUÐNINGS HANS. MENNINGARSJÓÐUR ÍSLANDSBANKA AUGLÝSIR TIL UMSÓKNAR STYRKI TIL UNGRA HLJÓÐFÆRALEIKARA OG SÖNGVARA Styrkir fyrir efnilegt tónlistarfólk F í t o n F I 0 0 7 8 1 9 Bíómyndin Maður eins og ég er komin á DVD: Áður ósýnt áheyrnarpróf Nei, þetta er nú ekki nýtt fyrirokkur. Árið 2001 gáfum við Ís- lenska drauminn út á DVD,“ segir Júlíus Kemp, framleiðandi og kvikmyndagerðarmaður. Útgáfu- félagið Kisi hefur sent frá sér kvikmynd Róberts Douglas, Mað- ur eins og ég, á DVD-diski. Maður eins og ég fékk frábærar viðtökur á sínum tíma, tæplega 20 þúsund áhorfendur komu til að sjá mynd- ina en hún hefði reyndar þurft 25 þúsund til að sleppa á sléttu. Myndin er nú á flakki um Suður Asíu á ýmsum kvikmyndahátíð- um. „Hún hefur fengið þokkaleg- ar viðtökur þar,“ segir Júlíus. „Annars hef ég ekki farið á þessar hátíðir sjálfur en Róbert var boð- ið á Bankok-hátíðina. Svo vildi hann ekki fara, hætti við á síðustu stundu. Það hefði verið gaman að hafa einhvern fulltrúa þarna til frásagnar.“ En nú geta sem sagt kvik- myndaáhugamenn endurnýjað kynni sín af myndinni sem og nýj- ir áhorfendur komið að verkinu. Diskurinn inniheldur 75 mínútur af aukaefni. Þar má finna ýmsar fróðlegar senur sem klipptar voru út úr myndinni þegar frá henni var gengið til sýninga. „Þetta eru óborganlegar senur, Siggi Sigurjóns syngur Júró- visjónlag, lag með Sálinni er þarna að finna og svo er áheyrnar- próf en þar koma ýmsir leikarar og prufa sig í hlutverk,“ segir Júl- íus. Auk þess eru fastir liðir, treilerar, sjónvarpsauglýsingar og ýmis viðtöl bæði við leikstjór- ann Róbert sem og leikarana Jón Gnarr og Stephanie Che auk þess sem kvikmyndatökumaðurinn Pawel Gula er tekinn tali. Júlíus telur líklegt að þessi háttur verði hafður á í framtíðinni hér á landi sem víðar, að myndir komi jafnframt út á DVD. „Al- gengt er meira að segja í Asíu og Bandaríkjunum að þar fari kvik- myndir beint á DVD.“ Hann segir að enn sem komið er sé þessi framleiðsla nokkuð dýr, til dæmis kostar framleiðsla 1000 eintaka 500 þúsund. jakob@frettabladid.is Ég rak augun í smáauglýsingu íMogganum fyrir um það bil hálfu ári þar sem auglýst var eft- ir merki fyrir Vestnorrænu barnabókaverðlaunin,“ segir graf- íkerinn Halldór Einarsson sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni Vestnorrænaráðsins um merki barnabókaverðlauna ráðsins. Verðlaunin voru fyrst veitt í fyrra og þá hlaut Andri Snær Magnason þau fyrir Söguna af Bláa hnettinum. Verðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti þannig að merki Halldórs mun prýða þá verðlaunabók sem verður valin á næsta ári. „Það pirraði mig svolítið að það kom hvergi fram í auglýsingunni á hvaða formi ætti að skila tillög- unni. Í hrokakasti gerði ég þeim erfitt fyrir með því að prenta merkið út og sendi þeim það inn- rammað í stað þess að láta það fara á tölvutæku formi.“ Prakkaraskapurinn kom Hall- dóri þó ekki í koll þar sem dóm- nefnd frá þeim þremur löndum, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi, sem standa að ráðinu, taldi merk- ið hans best. Halldór segir verð- launaafhendinguna í Kaupmanna- höfn hafa verið fína, eins og við var að búast. „Nema hvað að ég upplifði mína verstu martröð sem mig dreymdi í dönskutímum í gagnfræðaskóla þegar ég þurfti að babla eitthvað á dönsku fyrir framan menntamálaráðherra landanna þriggja og fleiri fyrir- menni. Þetta tókst samt einhvern veginn og alveg eins og í dönsku- prófunum hér áður fyrr þá skreið ég í gegnum þetta.“ Halldór telur fullvíst að hann muni hanna fleiri lógó í framtíð- inni en annars er hann á kafi í teiknimyndagerð. „Ég rek Teikni- myndasmiðjuna, ásamt Brynjari Elí félaga mínum. Þar erum við að vinna teiknimyndir með klassísk- um aðferðum og mikilli handa- vinnu. Við erum meðal annars að vinna að eigin seríu auk þess sem við framleiðum sjónvarpsauglýs- ingar.“ thorarinn@frettabladid.is HALLDÓR EINARSSON „Ég á nú orðið nokkur góð lógó og á vonandi eftir að gera færri og betri í framtíðinni. Ef einhvern vantar útlit eða lógó fyrir fyrirtæki er velkomið að hafa samband við mig.“ Merki eftir Halldór Einarsson hönnuð hefur verið valið sem merki Vestnorrænu barnabókaverðlaunanna. Halldór fór til Kaupmannahafnar til að taka á móti viðurkenningu: Bablaði eitthvað á dönsku STEPHANIE CHE OG JÓN GNARR Mynd Róberts Douglas er nú komin á DVD og er þar að finna ýmsar senur sem ekki hafa litið dagsins ljós. MERKI VERÐLAUNANNA „Það er mjög skemmtilegt við þetta lógó að fullorðnir sjá þrjú höfuð fyrir aftan stóra bók sem er alveg rétt. En börn eru fljót að sjá uglu út úr bókinni.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.