Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 28
Skylmingaþrælamyndin Gladi-ator sló hressilega í gegn árið 2000 og kvikmyndargerðarmenn sækja nú viðfangsefni sín í aukn- um mæli til gullaldar Grikkja og rómverska heimsveldisins. Mikil- menni virðast vera komin í tísku, sem viðfangsefni í kvikmyndum. Oliver Stone er að ganga frá myndinni Alexander með Colin Farrell í hlutverki Makedóníu- mannsins unga sem tók við veldi föður síns og lagði heiminn undir sig. Þetta gerði drengurinn á met- tíma á unga aldri og hlaut viður- nefnið „mikli“ fyrir vikið. Hollywood-maskínan virðist hafa tröllatrú á að Alexander búi enn yfir þeim krafti sem þarf til að sigra heiminn en Ástralinn Baz Luhrman, sem gerði meðal annars Romeo+Juliet og Moulin Rouge, hefur uppi áform um að gera aðra mynd um hetjuna. Stone hefur þó fengið gott forskot þar sem pen- ingavandræði hafa tafið Luhrman sem hyggst tefla Leonardo DiCaprio fram í aðalhlutverkinu á móti Colin Farrell. Alexander, Akkiles og Jesú Það er ekki nóg með að Alex- ander sé að mæta tvíefldur til leiks þar sem Wolfgang Petersen er að gera mynd um Trójustríðið og byggir vitaskuld á Illionskviðu Hómers. Þar er ekkert til sparað og margar af skærustu kvik- myndastjörnum samtímans bregða sér í sandalana til þess að berjast um Trójuborg. Brad Pitt leikur Akkiles, Eric Bana fer með hlutverk Hektors, Orlando Bloom leikur París og Sean Bean leikur hinn ráðagóða Odysseif. Á meðan Akkiles situr um Tróju og Alexander leggur undir sig heiminn er harðjaxlinn Mel Gibson svo búinn að gera um- deilda mynd um ævi Jesú Krists þannig að Grikkland hið forna og Róm verða áberandi sögusvið í bíó á næsta ári en reynslan verður að skera úr um hvort Hollywood ráði við þessi risavöxnu verkefni og geri þessum stórbrotnu sögum almennileg skil. Alexander í þremur bindum Klassíska vakningin nær ein- nig til bókmenntanna en forngrís- ka morðgátan Skuggaleikir eftir José Carlos Somoza og DaVinci lykillinn eftir Dan Brown hafa vakið verðskuldaða athygli. Da- Vinci lykillinn gerist að vísu í samtímanum en vísbendingar um umdeild leyndarmál úr ævisögu Jesú Krists knýja spennandi at- burðarásina áfram. Þá hefur Ítalinn Mario Massimo Manfredi náð miklum vinsældum með þriggja binda sögulegri skáldsögu um Alexand- er og teiknimyndasöguhöfundur- inn Frank Miller gerði myndasög- una 300 fyrir nokkrum árum og byggði hana á stríði Persa og Grikkja sem átti sér stað um 150 árum áður en Alexander kom til sögunnar og hefndi harma Grikkja í þeirri viðureign. Sagan segir að Miller sé með myndasögu um Jesú í vinnslu núna og hún verður að öllum líkindum teiknuð í sama stíl og 300 þannig að þeir sem vilja flýja brjálaðan nútím- ann aftur til fornaldar þegar mannsandinn reis sem hæst eiga eftir að hafa í mörg hús að venda á næstunni. thorarinn@frettabladid.is Maður hefur nú svo sannarlegaáhyggjur af því hvernig það verður unnið úr þessu efni. Það er satt að segja kvíðaefni,“ segir Sig- urður A. Magnússon rithöfundur um þá flóðbylgju kvikmynda sem byggja á efni aftur úr fortíð Grikk- lands en tvær kvikmyndir um Alexander mikla eru í vinnslu og verið er að leggja lokahönd á frá- gang stórmyndar sem byggir á Illionskviðu Hómers. „Ég kann nú enga einhlíta skýr- ingu á þessari vakningu aðra en kannski þá að menn séu orðnir þreyttir á þessum ofurhetjum samtímans sem hafa drottnað yfir öllum hasarmyndum frá Hollywood og vilji fara að leita í eitthvað manneskjulegra. Annars er mjög erfitt að skýra þetta en þetta hefur verið lifandi hefð og lifandi bókmenntir í 2.800 ár og það er náttúrlega búið að gera alls konar myndir, heimildarmyndir og skrifa heil ósköp um þetta. Kannski er þetta merki um það að þeir séu að verða menningarlegri í Hollywood og vakna til vitundar um menningarlegt hlutverk sitt og það væri mjög gleðilegt ef það væri málið.“ Sigurður segir að það sé engin spurning að kappar á borð við Al- exander og Akkiles beri höfuð og herðar yfir hasarhetjur nútímans. „Þeir eru miklu stórbrotnari per- sónur, alveg hiklaust. Alexander er náttúrlega svo margbrotinn og sérkennilegur persónuleiki að hann er endalaust efni í umfjöllun. Akkiles hefur alltaf legið óbættur hjá garði en hann er samkvæmt kenningum mjög klárra manna einn mesti friðarpostuli heimsbók- menntanna. Því allt hans líf í öllu þessu samhengi gengur út á það að reyna að stilla til friðar og komast hjá því að berjast og hann situr grenjandi og grátandi. Þetta hefur aldrei verið sett á oddinn og hann hefur aldrei verið túlkað- ur í þessa veru og það verður gaman að sjá hvort þeir leggi þetta þannig út í Hollywood.“ ■ 28 7. desember 2003 SUNNUDAGUR Vinsældir bíómyndarinnar Gladiator virðast hafa vakið upp klassíska bylgju í Hollywood en tvær myndir um Alexander mikla eru væntanlegar, auk stórmyndar um Trójustríðið og annarrar um ævi Jesú Krists. Þá hafa bókmenntirnar ekki farið varhluta af sveifl- unni og rithöfundar eru farnir að sækja stíft í fortíðina. Mikilmenni aftur í tísku ALEXANDER MIKLI Colin Farrell er hér í hlutverki hernaðarsnillingsins unga í mynd Olivers Stone. Angelina Jolie leikur móður hans og Val Kilmer fer með hlutverk föður hans, Filippusar Makedóníukonungs. Leondardo DiCaprio hefur einnig verið ráðinn til að leika kappann en í þeirri mynd mun Nicole Kidman leika móður Alexanders. Alvöru töffarar í sandölum AKKILES Þokkatröllið Brad Pitt leikur þennan fræknasta kappa fornaldar í nýrri stórmynd Wolfangs Petersen um Trójustríðið. Grikk- landsvinurinn Sigurður A. Magnússon segir engum blöðum um það að fletta að hetjur á borð við Akkiles og Alexander séu miklu magnaðri persónur en hasarhetjur samtímans. Alexander er náttúrlega svo marg- brotinn og sérkennilegur persónuleiki að hann er endalaust efni í umfjöllun. ,, COLIN FARRELL Leggur heiminn að fótum sér í mynd Alexanders mikla í nýrri mynd Olivers Sto- ne en áætlanir um að láta Leonardo DiCaprio gerir slíkt hið sama með stuðn- ingi leikstjórans Baz Luhrman eru í upp- námi vegna fjármögnunarerfiðleika. SKYLMINGAÞRÆLLINN Velgengni Maximusar í hringleikahúsinu, miðasölunni og á Óskarsverðlaunahátíðinni hef- ur hrint af stað bylgju kvikmynda sem sækja efni við sinn aftur til klassískrar fortíðar. Ástralinn Russell Crowe lék Maximus sem hvatti menn sína áfram með þeim orðum að það afrek þeirra í lífinu myndi bergmála í eilífðinni. Það var nokkuð til í þessu hjá hetj- unni en á næsta ári munu sigrar Alexanders mikla, Jesú Krists, Akkilesar og Odysseifs verða að veruleika á hvíta tjaldinu. SIGURÐUR A. MAGNÚSSON „Það er merkilegt hvernig þetta smitast út og hversu mörg verk steypast yfir mann á sama tíma og ég vona að þetta sé til marks um að það sé loksins að koma einhver menningar- sveifla frá Hollywood.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.