Fréttablaðið - 18.12.2003, Síða 8

Fréttablaðið - 18.12.2003, Síða 8
8 18. desember 2003 FIMMTUDAGUR Viðbót í þjóðargrafreitinn „Nú mun ég leggja á það þunga áherslu að íslensk stjórnvöld liðsinni okkur í því að fá leifar Keikós aftur til Ísland, enda er eðlilegt að hann komi til baka.“ Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamið- stöðvarinnar á Húsavík. DV 17. desember. Misskildir hópar „Stjórnvöld reyna að mála ákveð- na hópa sem glæpamenn. Í dag eru það mótorhjólamenn en á morgun gætu það verið framsókn- armenn, sjálfstæðismenn eða dvergar.“ Brynjólfur Þór Jónsson, talsmaður mótorhjóla- klúbbsins Fáfnis. DV 16. desember. Steingrímur kom af fjöllum „...þá reynir maðurinn að slá sig til riddara með því að segjast skilja reiði fólks og baráttu verka- lýðshreyfingarinnar. Hann skilur okkur en gerir ekkert í því.“ Mikael Torfason um Steingrím J. Sigfússon. DV 17. desember. Orðrétt Þungar sakir á Kaupþing í Svíþjóð: Kauphöllin sér ekkert óeðlilegt VIÐSKIPTI Kaupþing Búnaðarbanki er borið þungum sökum í grein í sænska viðskiptatímaritinu Veckans Affärer. Þar er fullyrt að félagið hafi keypt eigin bréf sjálft eða í gegnum eigendur sína til að halda upp verði bréfanna. Í grein- inni er vitnað í Katrínu Friðriks- dóttur, sérfræðing hjá greiningar- deild Landsbankans, þar sem hún segir að þingaðilinn Kaupþing hafi verið áberandi á kauphlið eigin bréfa þegar verð lækkaði. Katrín segir rétt eftir sér haft í greininni, en hún hafi ekki dregið neinar ályktanir af þessum staðreyndum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir ekkert í þeirra athugun benda til þess að Kaupþing Búnaðarbanki hafi stað- ið óeðlilega að viðskipt- um með eigin bréf. „Við erum með sams konar eftirlitskerfi og aðrar kauphallir á Norður- löndunum.“ Hann segir að þegar verð lækkaði vegna deilna bankans og forsætisráðherra hafi margir séð kauptækifæri vegna tímabundinnar lækkun- ar. Ekkert þurfi að vera óeðlilegt við það að Kaupþing sé á kauphlið viðskipta við slíkar að- stæður. Sigurður Einarsson segir greinina sprottna af gróusögum um fyr- irtækið. „Það er slæmt ef hér heima er ýtt undir slíkar sögur. Það skaðar ekki bara okkur, heldur viðskiptalífið í heild.“ Hann segir blaðamanninn fara með staðlausa stafi í greininni og Kaupþing Búnaðarbanki hafi aldrei reynt að hafa áhrif á gengi eigin bréfa. ■ WASHINGTON, AP Saddam Hussein er í haldi bandaríska hersins í ná- grenni Bagdad, að sögn eins úr íraska framkvæmdaráðinu. Mowaffaq al-Rubaie fullyrðir að fregnir af því að Saddam hafi ver- ið fluttur til arabaríkisins Katar við Persaflóa séu ekki á rökum reistar. George W. Bush Bandaríkja- forseti vill að Saddam verði dæmdur til dauða fyrir glæpi sína þrátt fyrir að Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri S a m e i n u ð u þjóðanna, og fjöldi evrópskra ráðamanna hafi lýst sig andvíga dauðarefsingu. Bush segir að Saddam eigi skilið „hámarksrefsingu“ fyrir misgjörðir sínar. „Hann er böðull og morðingi“ sem á skilið að verða dæmdur til dauða, sagði Bush í viðtali við sjónvarpsstöð- ina ABC. Áður en Bush gaf út þessa yfirlýsingu hafði hann lát- ið þau orð falla að hans eigin skoðun á málinu skipti ekki máli. Þó Bush hafi ítrekað að refs- ing Saddams verði ekki ákveðin af Bandaríkjastjórn heldur af írösku þjóðinni er talið að hann geti haft umtalsverð áhrif á það hver örlög íraska leiðtogans verði. Bush er harður stuðnings- maður dauðarefsinga en í þau sex ár sem hann gegndi embætti ríkisstjóra í Texas voru 152 fangar teknir af lífi í ríkinu. Margir óttast að deilur blossi upp milli Bandaríkjanna og Evr- ópu um réttmæta refsingu til handa Saddam Hussein. Öll að- ildarríki Evrópusambandsins hafa afnumið dauðarefsingar og hafa hvatt önnur lönd til að gera slíkt hið sama. Diego Ojeda, talsmaður ESB, segir að það sé ekki réttlætanlegt að dæma fólk til dauða, ekki undir neinum kringumstæðum. Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, hef- ur lýst sig andvígan dauðarefs- ingu. Sir Jeremy Greenstock, æðsti embættismaður Breta í Írak, segir að þjóð hans ætli ekki að styðja það að Saddam verði dreginn fyrir dómstól sem geti dæmt hann til dauða. Tals- maður forsætisráðherrans Tonys Blair hefur á hinn bóginn lýst því yfir að Bretar muni sætta sig við það ef Írakar ákveði að taka Saddam af lífi. Meðlimir framkvæmdaráðs- ins í Írak hafa spáð því að Saddam Hussein verði dæmdur til dauða eftir stutt réttarhöld. ■ GEORGE BUSH Fagnar handtöku Saddams Hussein. Handtaka Saddams: Stundin var dásamleg HOUSTON, AP George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti og faðir núver- andi forseta, segist himinlifandi með að Saddam Hussein hafi ver- ið handtekinn. Sjálfur var Bush forseti þegar Írakar voru hraktir frá Kúvæt 1991. Bush sagði handtökuna bless- un fyrir Bandaríkin. „Þetta var dásamleg stund. Hún bætti fyrir það að sonur minn bauð mér í þakkargjörðarmáltíð og hafði ekki fyrir því að mæta sjálfur,“ sagði forsetinn fyrrverandi og vísaði til þess að George W. Bush, sonur hans, heimsótti bandaríska hermenn í Írak á þakkargjörðarhátíðinni. ■ Meintur barnaníðingur: Laus úr varðhaldi LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur felldi í gær úr gildi gæsluvarðhalds- úrskurð héraðsdóms yfir þrítug- um Patreksfirðingi sem grunað- ur er um að hafa beitt unga drengi kynferðisofbeldi. Maðurinn var handtekinn föstudaginn 5. desember og úr- skurðaður í gæsluvarðhald dag- inn eftir til 19. desember. Hæsti- réttur stytti þann úrskurð um fjóra daga og rann hann út á mánudag. Ríkislögreglustjóri, sem aðstoðar við rannsókn málsins, óskaði þá eftir fjögurra daga framlengingu gæsluvarð- haldsins og féllst héraðsdómur á kröfuna. Hæstirétttur var á öndverð- um meiði og felldi úrskurðinn úr gildi. Maðurinn er því frjáls ferða sinna. Í dómi Hæstarétttar segir að þær ástæður sem ríkislögreglu- stjóri færði fyrir kröfu sinni nægi ekki til þess að staðfesta lengingu gæsluvarðhalds yfir manninum. Gögn málsins gefi heldur ekki nægilegt tilefni til frekara gæsluvarðhalds. ■ FLUGSLYS Í FRAKKLANDI Óttast er að sjö manns hafi farist þegar frönsk herflutn- ingaflugvél hrapaði í fjöllunum Pic de Piolou í suðurhluta Frakklands í gær. Fleiri hefðu getað verið í hópi hinna látnu en hópi fall- hlífahermanna tókst að stökkva út úr vélinni í tæka tíð áður en hún hrapaði. Leit stóð yfir í gær með aðstoð þyrlna. Tilboð á nýjum íslenskum bókum Fram til jóla bjóðum við nýjar íslenskar bækur á sérstöku tilboðsverði. Líttu við og kynntu þér hið margrómaða Bóksöluverð sem oftar en ekki er hagstæðasta bókaverðið í boði. Bóksala stúdenta, v/Hringbrautwww.boksala.is s: 5 700 777 Opið:Virka daga kl. 9-18laugard. 20. des. kl. 12-18sunnud. 21. des. kl. 12-16Þorláksmessu kl. 9-20Aðfangadag kl. 9-12 Glæsilegir ítalskir leðurhornsófar Sprengitilboð 70.000,- kr. afsláttur Model IS 26. Hornsófi 2 sæti+horn+2 sæti Verð áður 239.000,- stgr. Sprengitilboð aðeins 169.000,- Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-17 og sunnudaga 13-17 gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 Deilt um örlög Saddams Einn úr íraska framkvæmdaráðinu segir Saddam Hussein vera í haldi bandaríska hernámsliðs- ins í nágrenni Bagdad. George W. Bush Bandaríkjaforseti er á þeirri skoðun að Saddam eigi skil- ið að verða dæmdur til dauða fyrir glæpi sína. Evrópskir ráðamenn eru á öðru máli. SADDAM Í HALDI BANDARÍSKRA HERMANNA Bandarískt fyrirtæki, Hero Builders.com, hefur búið til dúkku sem er eftirmynd af Saddam Hussein í haldi bandaríska hersins. „Hann er böðull og morðingi ■ Evrópa ■ Suður-Ameríka SIGURÐUR EINARSSON Segir greinina hluta af gróusögum um Kaupþing Búnaðarbanka í Svíþjóð og vísar öllum ásökunum á bug. LÚLA VINSÆLLI Tveir af hverjum þremur Brasilíumönnum eru ánægðir með framgöngu Luiz Inacio Lula da Silva í embætti forseta þegar næstum ár er liðið frá því að hann tók við völdum. Herferð fyrir lýðræði: MTV styður San Suu Kyi SINGAPÚR, AP Tónlistarsjónvarps- stöðin MTV hefur hrint af stað her- ferð til stuðnings mjanmörsku bar- áttukonunni Aung San Suu Kyi sem verið hefur í stofufangelsi í heima- landinu síðan í lok maí. MTV í Asíu mun ekki taka þátt í herferðinni. MTV vonast til þess að geta vak- ið athygli heimsins á baráttu Suu Kyi fyrir lýðræði með því að taka til sýningar einnar mínútu langa leikna auglýsingu. Herforingja- stjórnin í Mjanmar komst til valda árið 1988 eftir að hafa brotið á bak aftur uppreisn lýðræðissinna. Stjórnin hefur neitað að virða nið- urstöður lýðræðislegra kosninga. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.