Fréttablaðið - 12.02.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 12.02.2004, Síða 1
MANNSLÁT Kona á þrítugsaldri gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur á þriðjudag og sagðist hafa orðið manni að bana í Hamraborg í Kópa- vogi aðfaranótt sunnudagsins 10. mars árið 2002. Konan er í haldi lög- reglunnar í Reykjavík en lögreglan í Kópavogi, sem hefur forræði í mál- inu, mun yfirheyra hana í dag. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun konan vera í eitur- lyfjaneyslu og hafa verið lengi á götunni. Líklegt er að hún hafi ekki verið yfirheyrð af lögreglunni strax í gær vegna annarlegs ástands. Lögmaður konunnar segist hafa rætt við hana sama dag og hún gekk inn í Héraðsdóm, en þá hafi hún ekki minnst á Hamraborgar- málið. Hann viti reyndar til þess að konan hafi verið í slagtogi með manni sem sat í gæsluvarðhaldi vegna Hamraborgarmálsins. Lög- maðurinn segir að þó að konan hafi nokkrum sinnum komist í kast við lögin hafi það aldrei verið vegna of- beldismála. Lögreglan í Kópavogi vildi ekki tjá sig um málið í gær- kvöld. Heimildir herma að konan hafi sagst hafa sparkað í manninn á heimili sínu. Upphaf málsins má rekja til þess að maður fannst látinn í íbúð sinni í Hamraborg 10. mars fyrir tæpum tveimur árum. Krufning leiddi í ljós að maðurinn lést af völdum innvortis áverka. Þegar lögreglan kom í íbúðina voru kona á sextugsaldri og karlmaður á fer- tugsaldri þar stödd. Í framhaldinu voru þau úrskurðuð í gæsluvarð- hald, sem þau sættu í tæpan mánuð, þar til Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Í október 2002 var málið síðan látið niður falla. Konan og karlmaður- inn höfðuðu skaðabótamál gegn ríkinu þar sem þau töldu sig hafa setið of lengi í gæsluvarðhaldi án nægjanlegs tilefnis. Konunni voru dæmdar 600 þúsund krónur í bætur en ríkið var sýknað af kröf- um mannsins, þar sem bótakrafa hans barst eftir að sex mánaða fyrningarfrestur rann út. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 38 Kvikmyndir 42 Sjónvarp 44 FIMMTUDAGUR KR MÆTIR GRINDAVÍK Fjórir leikir verða í Intersport-deildinni klukkan 19. Hamar mætir Snæfelli, Grindavík sækir KR heim, ÍR tekur á móti Njarðvík og Breiðablik á móti Haukum. VEÐRIÐ Í DAG 12. febrúar 2004 – 42. tölublað – 4. árgangur ● magnað sólsetur í khuri Sigurður A. Magnússon: ▲ SÍÐUR 28 og 29 Síðasta SAM-ferð- in til Grikklands tíska o.fl. ● íslenskt efni sem selur Lára Rúnarsdóttir: ▲ SÍÐUR 26 og 27 Gengur aldrei í háhæluðum skóm TÖLUÐU UNDIR RÓS Forsætisráð- herra og formaður bankaráðs Landsbank- ans töluðu undir rós um hræringar við- skiptalífsins. Þeir eru sammála um að bankar eigi ekki að eiga í fyrirtækjum til lengri tíma. Sjá síðu 2 HÓPSLAGSMÁL Þrjú ungmenni hafa verið kærð eftir hópslagsmál unglinga, annars vegar íslenskra og hins vegar af asísku bergi brotinna síðastliðið laugar- dagskvöld. Sjá síðu 2 AÐRAR REGLUR UM FJÖLMIÐLA Forsætisráðherra telur að fyrirtæki sem hafa markaðsráðandi stöðu í einni grein eigi ekki að eiga fjölmiðla. Aðrar reglur hljóti að gilda um fjölmiðlana en önnur fyr- irtæki á Íslandi. Sjá síðu 6 BÍÐUR EFTIR KRÝNINGUNNI John Kerry vann í tveimur ríkjum til viðbótar og virðist nú óstöðvandi í baráttunni um út- nefningu demókrata sem forsetaefni þeirra í baráttunni við George W. Bush. Sjá síðu 18 ROFAR TIL Í BORGINNI SÍÐDEG- IS Framan af degi verður rigning við vesturströndina en úrkomuminna og rofar til síðdegis. Kólnar þegar líður á daginn en hlýnar aftur á morgun. Hvessir vestantil í nótt. Sjá síðu 6. LÍKFUNDUR Kafari sem vann að við- gerð á hafnarkanti á netagerðar- bryggjunni á Norðfirði í gær- morgun kom að líki af karlmanni um klukkan ellefu. Líkið var sam- kvæmt heimildum blaðsins í plastdúk og hafði járnkeðja verið notuð til að þyngja það. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins var líkið af karlmanni á fertugsaldri. Hann var 1,80-1,85 á hæð, meðal- maður á vöxt, með skolleitt hár og stuttklipptur. Ekki var hægt að ráða af klæðnaði hvort um væri að ræða ferðamann eða ekki, því lík- ið var fáklætt. Áverkar eru á því, að því að talið er örugglega eftir eggvopn og jafnvel líka eftir skot- vopn. Eftir fyrstu rannsókn þykir flest benda til þess að eggvopn hafi orðið manninum að aldurtila, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Það var Þorgeir Jónsson kafari sem kom að líkinu. Hann vildi sem minnst um málið segja en sagðist strax hafa áttað sig á því að það var lík sem hann sá á botni hafnar- innar. „Það vafðist ekki fyrir mér hvað þetta var,“ segir Þorgeir, sem fann einnig lík á hafsbotni fyrir 10 árum. Lögreglan spurðist í gær fyrir um manninn sem lést og sýndi hugsanlegum vitnum ljósmyndir af líkinu. Talið er að maðurinn hafi látist fyrir einum til þremur dögum. Norðfirðingar eru mjög slegnir vegna atburðar- ins. Ekki er vitað til þess að neins sé saknað á Aust- fjörðum. Meðal þess sem lögregl- an rannsakar er hvort maðurinn hafi verið á Hót- el Egilsbúð fyrir nokkrum dög- um. Staðfest er að þá voru þrír Norðmenn þar saman. Talið er að einungis tveir þeirra hafi farið með rútu Síldar- vinnslunnar að skipshlið norska fullvinnsluskip- ins Senior, sem lét úr höfn á sunnudag. Það skip lá ekki við N e t a g e r ð a r - bryggjuna þar sem líkið fannst. Þá hefur lög- reglan til rann- sóknar viðskipti í hraðbanka í N e s k a u p s t a ð . Tengjast þau viðskipti Norður- löndum. „Ég var beðinn að bera kennsl á líkið og ég tel vera talsverðar lík- ur á þetta sé einn þriggja Norð- manna sem voru á barnum í Egils- búð á laugardagskvöldið,“ segir Brynjar Heimisson, barþjónn á Egilsbúð. Hann segist hafa hringt eftir bifreið Síldarvinnslunnar fyrir Norðmennina þrjá. Fjórir lögregluþjónar frá Eg- ilsstöðum fóru að Kárahnjúkum í gær. Þeir fóru, ásamt fulltrúa öryggisdeildar fyrirtækisins Impregilo, yfir myndir og nafna- lista allar starfsmanna á svæðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins beinist rannsókn lögreglu meðal annars að því hvort um geti verið ð ræða portúgalskan starfsmann frá Kárahnjúkavirkjun, sem sagt var upp störfum fyrir fáeinum dögum. Lík mannsins verður flutt til Reykjavíkur í dag til krufningar. Lögreglumenn frá embætti Ríkis- lögreglustjóra komu austur í gær- kvöld til þess að aðstoða heima- menn við rannsókn málsins. Munu þeir vinna áfram að rannsókn á vettvangi í dag, auk þess sem kaf- arar munu leita í höfninni að vís- bendingum um hinn látna. ■ Kona segist hafa orðið manni að bana í Hamraborg í mars 2002: Yfirheyrð vegna morðs Fréttabla ðinu bæklingu rinn í dag fylgir 57%70% DAGURINN Í DAG ferðir o.fl. BRYNJAR HEIMISSON Var beðinn að bera kennsl á líkið. ÞORGEIR JÓNSSON Fann líkið í höfninni á Norðfirði. LÖGREGLAN RÆÐIR MÁLIN Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að því hvort um geti verið að ræða norskan sjómann eða portúgalskan starfsmann af Kárahnjúkasvæðinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A Morðrannsókn eftir líkfund í Neskaupstað Lögregla rannsakar dauða óþekkts manns. Kafari fann fyrir tilviljun lík í höfninni í Neskaupstað. Líkur til að sá látni sé ekki Íslendingur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.