Fréttablaðið - 20.02.2004, Qupperneq 6
6 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR
■ Viðskipti
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 68.02 1.08%
Sterlingspund 128.71 0.01%
Dönsk króna 11.61 -0.33%
Evra 86.48 -0.32%
Gengisvísitala krónu 119,01 0,07%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 323
Velta 6.353 milljónir
ICEX-15 2.462 -0,46%
Mestu viðskiptin
Landsbanki Íslands hf. 335.625
Samherji hf. 180.505
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 112.898
Mesta hækkun
Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf 1,74%
Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 1,29%
Össur hf 0,63%
Mesta lækkun
Medcare Flaga -18,70%
SÍF hf. -2,64%
Jarðboranir hf. -1,94%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 10.732,4 0,6%
Nasdaq* 2.084,1 0,4%
FTSE 4.515,6 1,6%
DAX 4.141,5 1,1%
NK50 1.374,2 0,1%
S&P* 1.155,6 0,3%
* Bandarískar vísitölur kl. 17.
Veistusvarið?
1Atlantsolía fékk í gær úthlutað lóðundir bensínstöð í Reykjavík. Hvar er
lóðin?
2Hver er forstjóri Orkuveitu Reykja-víkur?
3Eyjamenn hafa deilt um dollaralánsem þáverandi bæjarstjórn tók árið
2000. Hver var bæjarstjóri á þeim tíma?
Svörin eru á bls. 46
Óljóst hvernig valdaskiptin í Írak fara fram:
Sama dagsetning en önnur útfærsla
BAGDAD, AP „Breytingar eru mögu-
legar en dagsetningin heldur,“ sagði
Paul Bremer, landstjóri Bandaríkja-
manna í Írak, um færslu valda í
hendur Íraka um mitt ár. Kröfur um
kosningar áður en Írakar taka við
völdum hafa leitt til þess að þeim
möguleika hefur verið velt upp að
valdaafsali Bandaríkjamanna verði
frestað en af orðum landstjórans að
dæma verður ekkert úr því.
Bandaríkjastjórn ku vera
reiðubúin að fela völdin í hendur
íraska framkvæmdaráðinu þar til
kosningar hafa farið fram en þá
þurfi fleiri að koma að ráðinu.
Kofi Annan, aðalritari Samein-
uðu þjóðanna, sagði í gær að ekki
væri hægt að efna til kosninga fyrir
30. júní, daginn sem Bandaríkja-
menn hyggjast flytja völdin að ein-
hverju leyti í hendur Íraka. Þetta
sagði hann eftir að hafa fundað með
sendinefnd Sameinuðu þjóðanna
sem ræddi við framámenn í Írak
um hvernig ætti að standa að valda-
afsalinu. ■
HEILBRIGÐISMÁL „Mér finnst skýrsla
KPMG segja, að spítalinn hafi stað-
ið býsna vel að þessum aðhaldsað-
gerðum,“ sagði Magnús Pétursson,
forstjóri ríkisspítala, um nýja
skýrslu sem KPMG gerði fyrir
Bandalag háskólamanna, þar sem
metnar eru hagræðingaraðgerðir á
Landspítala í tengslum við hópupp-
sagnir og kjarabreytingar.
Bandalag háskólamanna hefur
beðið með hugsanlega málshöfðun
vegna uppsagnanna á spítalanum
eftir að skýrslan liti dagsins ljós.
Forráðamönnum spítalans gefst nú
kostur á að kynna sér efni hennar
áður en til frekari ákvarðanatöku
kemur af hálfu bandalagsins.
Í skýrslunni kemur meðal ann-
ars fram, að aðgerðir á Landspítala
virðist hafa verið nokkuð vel undir-
búnar og við þær tekið mið af eðli-
legri forgangsröðun spítalans. Bent
er á nokkra þætti í rekstri hans,
sem betur megi gæta að. Til dæmis
bendir KMPG á að fara þurfi á
gagnrýninn hátt yfir fjölda starfs-
manna í hverri stétt, svo og verka-
skiptingu. Athuga þurfi hvort hugs-
anlegt sé að flytja verkþætti frá
hærra launuðum stéttum til lægra
launaðra, án þess að dregið sé úr
öryggi og gæðum. Leita megi leiða
til aukinnar stýringar á aðgangi á
bráðamóttöku. Loks megi leita leiða
til að losa spítalann undan frekari
rekstrarþjónustu en fram til þessa
hafi verið gert.
„Þeir velta þarna upp hvort sam-
setning starfsmannahópsins sé
réttur,“ sagði Magnús. „Það er
ágætlega gild spurning. Þeir nefna
einnig hvort þarna séu einhver
verkefni sem aðrir ættu að sinna.
Þetta eru sömu mál og við erum
alltaf að fjalla um.“
Magnús sagði margt mjög
áhugavert í skýrslunni, hún lýsi
býsna vel þeim aðgerðum sem spít-
alinn hafi staðið í. Jafnframt kæmi
fram skilningur á því starfi sem
verið væri að vinna á honum, bæði
hinum faglega árangri og einnig
mati á fjárhagslegum ávinningi að-
gerðanna. Í raun kæmi ekki margt
nýtt fram í skýrslunni, heldur væri
varpað fram spurningum um
áherslur. Þarna kæmu fram ýmis
sjónarmið sem komið hefðu til
skoðunar og umfjöllunar.
„Við viljum gjarnan fá að hitta
þá menn sem unnu þetta verk og
ræða þau sjónarmið sem þarna
koma fram,“ sagði Magnús.
jss@frettabladid.is
Árni Sigfússon:
Raforkulögin
óviðunandi
RAFORKUMÁL Árni Sigfússon, bæj-
arstjóri í Reykjanesbæ, gagnrýnir
fyrirhuguð raforkulög harðlega.
Árni segir í yfirlýsingu að ef
nýju lögin verði samþykkt óbreytt
bendi flest til þess að um 75%
landsmanna þurfi að greiða 10 til
20 prósentum hærra raforkuverð.
Árni mótmælir þessari fyrirhug-
uðu hækkun harðlega.
„Orsök þessarar hækkunar
virðist í meginatriðum vera sú að
ríkið ætlar sér að ná auknum tekj-
um í gegnum óarðbær fyrirtæki, á
kostnað mikils meirihluta lands-
manna. Það er algjörlega óviðun-
andi,“ segir í yfirlýsingu Árna. ■
LEIKSKÓLAR Leikskólar borgarinnar
verða lokaðir í tvær vikur samfellt
næsta sumar, samkvæmt ákvörðun
leikskólaráðs Leikskóla Reykjavík-
ur. Að undangenginni könnun í
hverjum leikskóla verður tekin
ákvörðun um hvaða tvær vikur
henta foreldrum og starfsmönnum
best.
Eins og síðastliðið sumar verður
það fyrirkomulag viðhaft að ef 6–12
börn geta ekki nýtt sér umtalaðar
tvær vikur verður viðkomandi leik-
skóla haldið opnum. Verður þannig
komið til móts við þá foreldra sem
alls ekki geta nýtt sér þær tvær vik-
ur sem meirihluti foreldra velur
sem sumarleyfisvikur. ■
Leikskólar Reykjavíkur:
Sumarlokun í tvær vikur
SUÐUR AF BAGDAD
Ótryggt ástand og skortur á lýðræðislegum stoðum koma í veg fyrir að efnt verði til kosn-
inga fyrir valdaafsalið 30. júní.
Viðurkenning á
aðhaldsaðgerðum
Forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss telur að skýrsla sem KPMG vann fyrir Bandalag
háskólamanna sé í raun viðurkenning á því að vel hafi verið staðið að aðhaldsaðgerðum á spítal-
anum. Framkvæmdastjórn Landspítalans vill ræða betur við skýrsluhöfunda.
SPARNAÐUR Á LANDSPÍTALA
Forstjóri Landspítalans er ánægður með niðurstöður skýrslu KPMG hvað varðar hvernig
staðið hafi verið að aðhaldsaðgerðum á spítalanum.
BÍLALÁN VÍS lækkar vexti bíla-
lána um 0,2 prósentustig frá og
með morgundeginum og hækkar
jafnframt lánshlutfall úr 70 í allt
að 100 prósent kaupverðs. Láns-
tími verður eftir sem áður sjö ár.
Félagið segist með þessu vilja
auðvelda fólki enn frekar að
eignast bíl.