Fréttablaðið - 20.02.2004, Side 16

Fréttablaðið - 20.02.2004, Side 16
16 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR FEITI FIMMTUDAGURINN Leiðindaveður setti mark sitt á hátíðahöld á Giovedi Grasso eða feita fimmtudegi á Ítalíu í gær. Veðrið hafði þó verið með besta móti framan af mánuðinum. BRUSSEL, AP Forystumenn gyðinga krefjast þess að Evrópusamband- ið beiti sér gegn vaxandi gyðinga- hatri á álfunni. „Gyðingar í Evrópu búa við ótta. Hvers vegna heyrum við enduróm 20. aldarinnar á 21. öld- inni? Höfum við ekkert lært?“ sagði friðarverðlaunahafinn Elie Wiesel á málþingi ESB um for- dóma í garð gyðinga. Á meðal þátttakenda voru Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýska- lands, og Nathan Sharanasky, ráð- herra í ísraelsku ríkisstjórninni. Ýmislegt bendir til þess að andúð á gyðingum hafi vaxið sam- fara aukinni hörku í deilu Ísraela og Palestínumanna. Margar árás- ir á bænahús, skóla og grafreiti gyðinga hafa verið raktar til ungra innflytjenda frá Arabalönd- um. Samtök gyðinga hafa gagnrýnt stjórnvöld í Evrópu fyrir að taka ekki nógu hart á málunum og jafn- vel ýta undir gyðingahatur með óréttmætri gagnrýni á stefnu ísraelskra stjórnvalda. Á mál- þinginu hét Prodi því að Evrópu- sambandið myndi beita sér fyrir þyngri refsingum fyrir árásir og betri fræðslu um ofsóknir gegn gyðingum í evrópskum skólum. ■ SJÁVARÚTVEGUR Flest bendir til þess að brottkast á fiski hafi minnkað verulega á Íslandsmiðum á síð- ustu fjórum til fimm árum. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra kynnti niðurstöður úr skoð- anakönnun sem IMG Gallup hefur framkvæmt meðal sjómanna á blaðamannafundi í gær. Á fundin- um voru einnig kynntar niður- stöður mælinga Hafrannsókna- stofnunar. Báðar kannanirnar gefa sterk- ar vísbendingar um að töluvert hafi dregið úr brottkasti á síðustu árum. Árni segir niðurstöðurnar vera gleðilegar. „Þetta bendir til þess að það sé hægt að gera hluti sem hafa áhrif á þetta í jákvæða átt,“ segir hann. Niðurstaða skoðanakönnunar meðal sjómanna bendir til þess að brottkast á þorski hafi minnkað mjög verulega frá því síðast var gerð könnun árið 2000. Þá sögðu 71,1% þeirra sjómanna sem orðið höfðu varir við brottkast að þorski hafi verið hent, en nú er hlutfallið 38,5%. Í könnuninni voru 950 sjómenn í úrtaki og svar- hlutfallið 66%. Sá munur er á úr- takinu nú og árið 2000 að engir smábátasjómenn eru í nýrra úr- takinu. Þetta mun stafa af því að skráning þeirra er ófullnægjandi. Aðspurður um það hvort vera mætti að gögnin væru ósambæri- leg og hvort líklegt væri að smá- bátasjómenn hentu meiri afla en aðrir sjómenn svaraði Árni: „Ekki myndi ég þora að segja það“. Í könnun Gallups kemur fram að 43% sjómanna telja að brott- kast hafi minnkað á síðustu þrem- ur árum, 17% að það hafi aukist. Þegar sama spurning var lögð fyr- ir sjómenn árið 2000 töldu 36% að brottkast hefði aukist á árunum þremur á undan en 25% að það hefði minnkað. Þegar sjómenn voru beðnir að meta hversu háu hlutfalli af afla- verðmæti kastað væri í hafið töldu næstum fimm af hverjum sex, 82,3%, að það væri minna en 1% af heildaraflaverðmæti en aðeins 2,5% töldu að yfir 6% af aflaverðmæti væri varpað aftur í sjóinn. Niðurstöður úr mælingum Hafrannsóknastofnunar benda í sömu átt. Samkvæmt þeim var brottkast miklum mun minna á ár- unum 2001 og 2002 heldur en á tíunda áratuginum. thkjart@frettabladid.is Viðvörun frá SÍF: Afkoman lakari VIÐSKIPTI Afkoma SÍF fyrir rekstr- arárið 2003 er töluvert undir áætl- un félagsins. Mestu frávik voru á Íslandi, Frakklandi og Kanada auk þess sem gjaldfærður var sérstak- ur kostnaður vegna lokunar starfs- stöðva félagsins í Japan og Brasil- íu sem og vegna uppgjörs á ráðn- ingarsamningi fyrrverandi for- stjóra. Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri félagsins, lét af störfum um síðustu mánaðamót að eigin ósk. Hagnaður félagsins verður undir einni milljón evra. ■ NEYTENDAMÁL Meðalviðskiptavinur banka á Ísland greiðir lægri þjón- ustugjöld til banka heldur en við- skiptavinir banka í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þetta kemur fram í skýrslu GJ-fjármálaráð- gjafar sem unnin var fyrir Sam- tök banka og sparisjóða. Í könnuninni eru gjöld vegna 27 þjónustuþátta skoðuð og miðað er við verð samkvæmt verðskrá. Fengnar voru upplýsingar frá ís- lenskum bankastofnunum um meðalnotkun viðskiptavina á hin- um ýmsu þjónustuþáttum. Út frá þeim gögnum var reiknað út hver kostnaður við þau viðskipti eru samkvæmt verðskrá á Íslandi og í samanburðarlöndunum. Meðalgjöld miðað við íslenska notkun eru 3.172 krónur á ári á Ís- landi en að meðaltali 13.205 á hin- um löndunum; þó sýnu lægst í Danmörku eða 5.821 króna á ári. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir að niðurstöður GJ-fjármálaráðgjafar gangi þvert á það sem samtökin hafa haldið fram. „Okkur sýnist forsendur þessarar könnunar vera frekar veikar en við erum að skoða það,“ segir Jóhannes. ■ MÁLÞING UM GYÐINGAHATUR Forystumenn gyðinga í Evrópu voru saman komnir á málþingi Evrópusambandsins um fordóma í garð gyðinga. Evrópusambandið stendur fyrir málþingi um gyðingahatur: Barist gegn vaxandi fordómum Skilorðsbundið fangelsi: Flýðu undan lögreglu DÓMUR Tveir rúmlega tvítugir menn voru dæmdir í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær, fyrir umferðarlagabrot og brot gegn lög- um um ávana- og fíkniefni. Mennirnir voru á flótta undan lögreglu frá Garðabæ til Kópavogs. Ökumaðurinn hirti ekki um umferð- areglur á flóttanum. Þá henti far- þeginn rúmum 90 grömmum af hassi og eitt hundrað e-töflum út um hliðarrúðu bílsins á flóttanum. Ann- ar mannanna var í öðru tilfelli tek- inn fyrir of hraðan akstur innan- bæjar og hafði að auki ekki endur- nýjað ökuleyfi sitt. ■ Skýrsla um þjónustugjöld banka á Norðurlöndum: Segir gjöldin vera lægri hér HEILDARGJÖLD Á ÁRI Ísland Danmörk Svíþjóð Noregur Tékkar 78 156 1.480 1.368 Reikningsyfirlit 139 19 107 453 Debetkort 2.108 420 2.209 5.478 Millifærslur og greiðsluseðlar 404 4.354 10.268 8.353 Netbanki 443 866 1.508 1.587 Símabanki 0 6 904 78 Samtals 3.172 5.821 16.476 17.317 Heimild: GJ-fjármálaráðgjöf VERKFALLI LOKIÐ Flugumferð um Orly-flugvöll suður af París komst í samt horf eftir að flugumferðar- stjórar náðu samkomulagi við flugmálayfirvöld í Frakklandi. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA KYNNIR NIÐURSTÖÐUR Sjávarútvegsráðherra ásamt Ármanni K. Ólafssyni, aðstoðarmanni sínum, Vilhjálmi Egils- syni ráðuneytisstjóra og Ólafi Karvel Pálssyni hjá Hafrannsóknastofnun. Brottkast virðist hafa minnkað síðustu ár Sjávarútvegsráðherra telur brottkast hafa minnkað á síðustu árum. Skoðanakönnun og gögn Hafró benda til þess. Hann segir ánægjulegt að sjá að hægt sé að ná árangri í þessu með aðgerðum. 39% staðið í stað 2000 2004 25% minnkað 36% aukist 40% staðið í stað 17% aukist 43% minnkað Afstaða sjómanna um hvort brottkast hafi aukist á síðustu þremur árum. Svör árið 2000 og 2004. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ EVRÓPA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.