Fréttablaðið - 20.02.2004, Side 22
Ég hef tekið eftir að tiltölulegafáir þeirra sem tekið hafa þátt í
allsérstæðri umræðu um fjölmiðla
á undanförnum vikum eru sammála
mér um að fjölmiðlar spegli samfé-
lagið fremur en að móta þá. Hug-
myndin um ægivald fjölmiðla yfir
mannfólkinu er vinsælli – eða mild-
ari útgáfa hennar um dagskrárvald
fjölmiðla; að þeir stjórni umræð-
unni í samfélaginu sem hliðverðir
hennar og geti valið hvaða mál
komast á dagskrá hverju sinni.
Gallinn við þessa kenningu er sá að
erfitt er að sjá hvernig fjölmiðlar
geta staðið gegn umræðu um tiltek-
in mál ef löngun til hennar er til
staðar í samfélaginu, eða hvernig
fjölmiðlar geta blásið upp umræðu
um eitthvað sem fáir ef nokkrir
hafa áhuga á. Vissulega er hægt að
sjá slíkt fyrir sér – og verðum við
vitni að því að yfir okkur hvolfist
sviðsett umræða – en ég efast um
að menn séu að tala um slíkt. Svið-
sett umræða – hvort sem hún er bú-
in til af fjölmiðlum eða hagsmuna-
hópum – fellur fljótlega dauð niður
og hefur því engin teljandi áhrif,
nema menn vilji mæla áhrif í
dálksentímetrum eða mínútum.
En það má velta fyrir sér vald-
inu úti í samfélaginu með öðrum
hætti og spyrja hvort stjórnmála-
flokkar móti samfélagið eða samfé-
lagið flokkana. Hvort er algengara
og hvort er sterkara? Ég held að
stjórnmálaflokkar nái mestum
áhrifum þegar þeir vinna í takt við
samfélagið. Það sama má segja um
stjórnmálamenn. Þeir eru áhrifa-
mestir þegar þeir lenda í óskastöð-
unni að vera réttir menn á réttum
tíma. Stjórnmálamenn sem laga sig
ekki að samfélagsstraumum hafa
sjaldnast nokkur áhrif. Í mesta lagi
geta þeir orðið athyglisverðir hugs-
uðir til seinni tíma endurvinnslu.
Sama á við um stjórnmálaflokka.
Jafnvel fjölmennir flokkar með
gott fylgi ná minni áhrifum þegar
þeir vinna gegn meginstraumum í
samfélaginu en þegar þeir nýta sér
þá. Og þá má spyrja hvar valdið
liggi í raun.
Tilboð samfélagsins til stjórn-
málaflokka og -manna er ef til vill
ekki opnara en svo að ef flokkarn-
ir og mennirnir framkvæma vilja
samfélagsins þá magnast upp
áhrif þeirra. Ef þeim tekst ekki að
vinna stefnu sinni fylgi eða mark-
miðum sínum stuðning hverfa
jafnframt áhrifin. Menn geta neit-
að að beygja sig undir þessi kjör
og notað völd sín um tíma – en
slíkt er á endanum aldrei annað en
misnotkun. Vald stjórnmálamanna
og -flokka er af þeim sökum um-
boðsvald – ekki aðeins í þeim
skilningi að þeir þurfa að sækja
vald sitt til umboðsmanna sinna á
fjögurra ára fresti heldur er vald
þeirra í raun bundið við að vinna í
góðri sátt við samfélagið.
Gallinn við svona mynd af sam-
félaginu er sá að valdsmennirnir
verða ekki jafn stórir og afgerandi.
Það er það gjald sem við greiðum
við lýðræðislega samfélagshætti. ■
Ekkert af því sem fram kom ígær var þess eðlis að aðra en
lögregluna varðaði um það,“
skrifar pistlahöfundur á and-
riki.is í gær í tilefni af blaða-
mannafundi lögreglunnar vegna
líkfundarins á Neskaupstað. Lög-
reglan hefur verið harðlega gagn-
rýnd af fjölmiðlafólki fyrir að
gefa ekki nægilegar upplýsingar
um gang rannsóknarinnar. Pistla-
höfundur andríkis, eða Vefþjóð-
viljans eins og síðan heitir, gefur
hins vegar lítið fyrir þá gagnrýni.
„Fólki liggur ekkert á að vita
hversu mörg grömm af fíkniefn-
um fundust í manninum eða
hvernig lík hans var farið. Hugs-
anlega má segja að ef teikningu af
honum hefði verið dreift fyrr þá
hefði það getað skilað einhverjum
vísbendingum en „almenningur“
á enga heimtingu á slíkum mynda-
sýningum og vitanlega verður
lögreglan að hafa töluvert frelsi
til að ákveða, í ljósi rannsóknar-
innar hverju sinni, hvað hún segir
og hvað ekki. Æsingur frétta-
manna í gær virðist ekki í nokkru
samhengi við eðli málsins heldur
fremur til marks um óþolinmæði
þeirra sem vilja láta allt fyrir sig
gera, vilja fá allt upp í hendurnar
og telja sig yfir aðra setta,“ skrif-
ar pistlahöfundur.
Fjölmiðlar hafa ekki umboð
Og pistlahöfundur heldur
áfram: „Má ekki nota þetta tæki-
færi til að minna á annað atriði og
tengist hátíðleikasvipnum sem
sumir fjölmiðlamenn setja gjarn-
an upp þegar einhver lætur eins
og þeir séu ekki það merkilegasta
í veröldinni. Fjölmiðlar eru ekki
fulltrúar „almennings“ og hafa
ekkert umboð frá honum. Að
minnsta kosti er fráleitt að einka-
reknir fjölmiðlar hafi nokkurt
slíkt umboð og varla aðrir heldur.
Fjölmiðlar eru einfaldlega fyrir-
tæki sem haldið er úti af einhverj-
um hvötum, hvort sem þær eru að
afla eigendunum fjár, áhrifa eða
annars. Fjölmiðlafyrirtæki er ein-
faldlega fyrirtæki eins og önnur
og hafa ekkert opinbert umboð til
nokkurs hlutar. Þó einhver fjöldi
fólks fylgist með fjölmiðlinum þá
veitir það honum ekkert umboð
heldur. Og áhugi á einhverju máli
veitir heldur engan rétt til upplýs-
inga um það.“
Þörf á tengilið við fjölmiðla
Friðrik Þór Guðmundsson
blaðamaður skrifar á press.is, vef
Blaðamannafélags Íslands, og er
ekki á sama máli og pistlahöfund-
ur andríkis: „Ég get skilið að í
miklum erli í upphafi rannsóknar
fari það fram hjá mönnum að eiga
samskipti við fjölmiðla. En það er
þá aðallega vegna þess að ekki er
gert ráð fyrir slíkum samskiptum.
Það virkar ekki á mig að segja að
fréttatilkynning hafi verið send út
og að síðan hafi verið ætlunin að
hafa samband við fjölmiðla þegar
„eitthvað“ væri að frétta. Með
svona stórmál í höndunum þýðir
lítið fyrir lögregluna að segja við
fjölmiðlamenn: Bíðið bara, við
skulum ritstýra þessu fyrir ykkur.
Það er til marks um skilningsleysi
á fjölmiðlunum að halda að svon-
leiðis gangi málin fyrir sig.
Við skulum ekki gleyma því að
hér er (sem betur fer) um sjald-
gæfan atburð að ræða og að það
er ekki á hverjum degi sem reyn-
ir á að samskipti lögreglunnar og
fjölmiðlamanna séu snuðrulaus.
Við höfum þó lent í svona kring-
umstæðum áður og ættum að
hafa lært af því (morðið í Stóra-
gerði kemur upp í hugann). Lög-
reglan á að vita mætavel um að
undir slíkum kringumstæðum
þarf ótvíræðan tengilið við fjöl-
miðla. Og sá tengiliður á að geta
haft meira fram að færa en: Það
er ekkert að frétta – við höfum
samband“. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um stjórnmálaflokka sem
spegil samfélagsins.
22 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Í þessum pistli verður ekki fjall-að um samskipti lögreglunnar á
landsvísu og sjónarmið lögreglu-
yfirvalda á Eskifirði varðandi
samskipti við fjölmiðla í tengslum
við rannsókn á líkfundinum í Nes-
kaupstaðarhöfn. Þetta mál mun
ekki rætt hér þrátt fyrir það sjón-
armið sem m.a. kom fram á blaða-
mannafundi í fyrradag hjá Arnari
Jenssyni, aðstoðaryfirlögreglu-
þjóni hjá Ríkislögreglustjóra, að
það réttlætti dónaskap og hunsun
lögreglu á fjölmiðlamönnum að
lögreglan teldi að það þjónaði ekki
rannsóknarhagsmunum að tala
við fjölmiðlafólk. Í þessum pistli
verður horft til Ameríku.
Barbara Cochran, forseti Sam-
taka fréttastjóra á ljósvakamiðl-
um í Bandaríkjun-
um, ritaði fyrir rétt
rúmu ári áhuga-
verða grein í Amer-
ican Journalism
Review og vakti
undirritaður um
svipað leyti athygli
á þessari grein á
vef Blaðamannafé-
lagsins, press.is.
Greinin heitir ‘’Að-
gangur bannaður’’
og fjallar um þá uppstyttu sem
orðið hefur í óformlegu upplýs-
ingaflæði frá opinberum aðilum
þar í landi til fréttamanna eftir
hryðjuverkin 11. september 2001.
Barbara Cochran telur að hér sé á
ferðinni víðtæk tilhneiging, eins
konar lokunarheilkenni, varðandi
upplýsingaflæði, sem sé farin að
hafa veruleg áhrif á almenn sam-
skipti og sambandið milli stjórn-
valda, fjölmiðla og almennings.
Leyniskyttumálið
Hún bendir á að þetta heilkenni
– sem stundum lýsi sér í opnum
árekstrum fjölmiðla og yfirvalda,
hafi komið berlega fram í sam-
skiptum fjölmiðla við lögreglu-
yfirvöld þegar mál leyniskyttunn-
ar illræmdu á Washington-svæð-
inu stóð sem hæst árið 2002.
Í leyniskyttumálinu skiptust
reyndar á skin og skúrir í þessum
samskiptum, en lögregluyfirvöld
voru sérstaklega áhugasöm um að
stjórna algerlega upplýsingaflæð-
inu um málið og gagnrýndu harð-
lega fjölmiðla, sem fóru í loftið
með eða birtu fréttir sem þeir
höfðu ekki fengið staðfestar eða
heimild fyrir hjá yfirvöldum.
Gagnrýnin beindist þá að því að
slíkar fréttir spilltu fyrir rann-
sókn málsins. Í slíkum tilfellum
átti stjórnandi rannsóknarinnar,
Charles Moose lögreglustjóri, til
að veitast opinberlega að fjölmiðl-
um og saka þá um ábyrgðarleysi.
Þess á milli var samvinna við lög-
regluyfirvöld góð og lögreglan
notaði fjölmiðla til að koma mikil-
vægum upplýsingum á framfæri,
upplýsingum sem fjölmiðlamenn
voru sammála lögreglu um að al-
menningur ætti heimtingu á að fá
að vita um. Það var svo, eins og
Barbara Cochran bendir á í grein
sinni, einmitt fyrir tilstuðlan
óstaðfestra upplýsinga – sem fóru
út í óþökk lögregluyfirvalda og
fjölmiðlar greindu frá í fréttum –
að leyniskyttan og vitorðsmaður
hennar fundust á endanum. Upp-
lýsingarnar um bílinn og númera-
plöturnar, sem fjölmiðlar höfðu
sagt frá, urðu til þess að vörubíl-
stjóri heyrði um númerið í útvarpi
og lét vita af bílnum og reyndust
ódæðismennirnir þá vera þar sof-
andi.
Fréttalindir þorna
Barbara Cochran fullyrðir að
þessi „umhyggja“ fyrir öryggis-
málum – sem settu með svo afger-
andi hætti mark sitt á leyniskyttu-
málið – hafi áhrif víðar í banda-
rísku samfélagi, jafnvel á stöðum
þar sem blaðamenn eru vanir að
hafa aðgang að upplýsingum og
hafa talið það sjálfsagðan hluta af
hinu lýðræðislega kerfi. Þannig
segir hún að margar fréttalindir,
sem hafi verið drjúgar frétta-
mönnum til skamms tíma, hafi nú
þornað upp.
Enn er andrúmsloftið þannig
að almenningur lætur sig hafa
þetta ástand, að sögn Cochran.
Fólk er hins vegar farið að spyrja
margra spurninga, ekki síst um
eigið öryggi. Enda telur hún að
bæði stjórnvöld og fjölmiðlar geti
mikið lært af því hvernig
leyniskyttumálið þróaðist. Báðir
aðilar þurfi að taka tillit til hins –
en fráleitt sé af stjórnvöldum að
halda að fjölmiðlar muni eða eigi
að láta sér nægja að taka ein-
göngu við fréttatilkynningum og
hlusta á hvað sagt er á blaða-
mannafundum. Grundvallaratriði
málsins sé að almenningur treysti
því að fjölmiðlar afli raunveru-
legra og mikilvægra upplýsinga –
upplýsinga sem einungis nást
fram með tengslum við heimildar-
menn sem menn hafa ræktað upp
í gegnum áralanga reynslu.
Lærdómurinn
Skilaboðin sem Barbara
Cochran telur liggja í reynslunni
af leyniskyttumálinu eru því þau
að það sé misskilningur hjá yfir-
völdum að bregðast við með því
að loka á upplýsingastreymið.
Það sé – þegar allt kemur til alls
– heppilegra að leyfa fjölmiðlum
að vinna sín verk. Með því að
skapa traust milli aðila muni
fjölmiðlar vitaskuld aðstoða
yfirvöld líka ef svo ber undir.
Hins vegar segir hún leyni-
skyttumálið sýna hversu við-
kvæm þessi staða er, og hve
grunnt sé í raun á þeim við-
brögðum að loka fyrir upplýs-
ingaflæðið, hve grunnt sé á lok-
unarheilkenninu. Hún endar
grein sína á því að hvetja menn
til að hugsa um leyniskyttumálið
næst þegar svona krísa kemur
upp, því það sé í raun ekki
spurning hvort slík krísa kemur
upp aftur heldur hvenær. ■
Um daginnog veginn
Lokunarheilkennið
■ Af Netinu
Fólkið stjórnar stjórnmálunum
■
Það sé - þegar
allt kemur til
alls - heppi-
legra að leyfa
fjölmiðlum að
vinna sín verk.
Með því að
skapa traust
milli aðila muni
fjölmiðlar vita-
skuld aðstoða
yfirvöld líka ef
svo ber undir.
Undirfataverslun.
Síðumúla 3
Sími: 553 7355
opið virka daga
kl: 11-18
Laugard. kl: 11-15
ÚTSÖLULOK
Laugardag 21. febrúar
30-60%
afsláttur
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
■
skrifar um leyniskyttu-
mál í Bandaríkjunum, en
ekki um samskipti fjöl-
miðla og lögreglu vegna
líkfundar í Neskaupstað.
FRÁ BLAÐAMANNAFUNDI
„Ekkert af því sem fram kom í gær var þess eðlis að aðra en lögregluna varðaði um það,“
skrifar pistlahöfundur á andriki.is um blaðamannfundinn sem haldinn var á fyrradag
vegna líkfundarins á Neskaupstað.
Hlerað á Netinu
■ Nokkur umræða hefur skapast á
netmiðlum um leyndina sem hvílt
hefur yfir rannsókn lögreglu á
líkfundinum á Neskaupstað.
Eru fjölmiðlar fulltrú-
ar almennings?
Þjóðin sem er „með“ og
„á móti“
„...með eða á móti? Hannesi Hólm-
steini, feministum, einkavæðingu,
ESB-aðild, Baugi, Björgólfi, Eim-
skip, Flugleiðum, að eignarhald sé
að færast á sífellt færri hendur hér
á landi? Ertu góður eða ertu vond-
ur? Einhvern veginn á þessum nót-
um hefur umræðan verið undan-
farnar vikur og mánuði og svei mér
ef ekki ár og áratugi ef út í það er
farið hér á landi. Ég hef oft velt
þessu atriði upp og eflaust oft líka
tekið þátt í leiknum. Af hverju er
umræðan svona? Viljum við hafa
hana svona? Verður það þannig um
ókomna tíð að við Íslendingar
skiptum okkur í lið þar sem annað
liðið „er með“ en hitt „á móti“? Að
annað liðið fái á sig „góða“ stimpil-
inn en hitt „vonda“?
- SIGNÝ SIGURÐARDÓTTIR Á KREML.IS
Fasistarök gegn kosningum
„Ef svo fer að Ólafur Ragnar Gríms-
son sækist eftir endurkjöri má ætla
að í annað sinn í sögunni verði sitj-
andi forseti í framboði í kosningum.
Er það vel. Best væri raunar ef for-
seti væri aldrei sjálfkjörinn, heldur
þyrfti að kjósa þótt einungis einn
væri í framboði – því það að skila
auðu, sitja heima eða jafnvel gera
ógilt getur allt verið pólitísk af-
staða. Því fer fjarri að þessi afstaða
til forsetakosninga sé almenn.
Alltof margir fallast á fasistarökin
gegn kosningum, að þær séu of
kostnaðarsamar. Aðrir ganga helgi-
slepjunni á vald og telja ótilhlýði-
legt að fólk „bjóði sig fram gegn for-
setanum“ eins og það er orðað.“
- STEFÁN PÁLSSON Á MURINN.IS