Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2004, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 20.02.2004, Qupperneq 34
Fiskbúðin Gallerý fiskur ergott dæmi um það hvernig verslunarrekstur og veitinga- sala geta farið vel saman. Ás- mundur Karlsson rekur staðinn ásamt Kristófer syni sínum og segir hann bæði hentugt og hag- kvæmt að samnýta þannig að- stöðu og starfsfólk. Á veitinga- staðnum er boðið upp á úrval fiskrétta bæði í hádeginu og á kvöldin og segir Ásmundur ljóst að eftirspurnin sé nægileg. Ásmundur keypti sjálfa fisk- búðina fyrir tíu árum. „Ég missti vinnu tveimur árum fyrr í fjölda- uppsögnum og var að leita mér að einhverju að gera sem gæti tryggt mig í starfi,“ segir Ás- mundur. „En þetta var nú aðeins búið að blunda í mér áður. Ég er búinn að vera í verslun og við- skiptum meira og minna síðan 1979 og var meðal annars kaupfé- lagsstjóri á Stykkishólmi og að- stoðarkaupfélagsstjóri á Ísafirði. Svo er ég útvegstæknir að mennt, skipstjóri og stýrimaður, þannig að ég hef komið að þessu öllu saman áður, en ekki staðið hérna megin við borðið fyrr en ég byrj- aði hérna. Það hefur verið mjög skemmtilegt og gaman að standa í þessu.“ Ásmundur segir að fiskbúðir hafi verið tiltölulega aftarlega á merinni fyrir svona áratug. „En þær hafa þróast mjög mikið. Í byrjun var heil ýsa svona einn þriðji af borðinu okkar og af- gangurinn mestmegnis ýsuflök og saltfiskur. Sósuréttirnir voru kannski þrír og svo vorum við með ýsu í raspi. Síðan hefur þetta þróast meira yfir í græn- metisfiskrétti og steikur, sem hafa gengið mjög vel. Aðalatrið- ið er samt alltaf að vera með góðan fisk. Hráefnið skiptir miklu máli enda skín það alltaf í gegn, sama hvernig þú matreiðir það. Íslendingar eru vanir góð- um fiski.“ audur@frettabladid.is matur o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Gallerý fiskur: Fiskbúð og veitingastaður Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur LANGA EÐA HLÝRI með karrý, kapers, lauk og eplum 800 g langa eða hlýri (má nota annan fisk, svo sem rauð- sprettu eða lax) 1-2 stk. grænt epli (því grænna, því betra) 2 stk. laukur 1 msk. kapers 1 tsk. indverskt og bragðmikið karrý (má nota venjulegt) 2 tsk. sítrónusafi 1 tsk. síróp eða púðursykur kjúklingakraftur salt og pipar Aðferð: Veltið fisknum upp úr hveiti og brúnið í heitri olíu smá stund, færið upp í eldfast mót. Saxið smátt laukinn og eplin (eplin mega vera með hýðinu). Steikið í olíu smá stund, bætið við karrýinu og brúnið. Bætið restinni saman við og þekið fisk- inn í eldfasta mótinu með hrærunni. Bakið í ofni við 180˚ í 20 mín. Berið fram með grjónum og fersku salati. Gaman er að saxa smátt rauða og græna papr- íku ásamt rauðlauk og selleríi, svo ekki sé minnst á gulrætur, og steikja á pönnu með salti og pip- ar og blanda síðan saman við grjónin. Það gefur grjónunum skemmtileg útlit og gott bragð. ÁSMUNDUR KARLSSON EIGANDI, KRISTÓFER ÁS- MUNDSSON KOKKUR OG ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR MATREIÐSLUMEISTARI Á veitingastaðnum Gallerý fiski. FISKSTEIKUR „Það hefur óskaplega mikið breyst á þessum tíu árum frá því að við byrjuðum.“ ÚRVAL AF FISKI „Uppistaðan í borðinu er roðlaus ýsa en þróunin er sú að fólk vill fá roðlaust og beinlaust. Hlutfall ýsu í heildarsölunni hefur minnkað og er komið undir helming. Upphaflega var ýsan um 80 til 90% af því sem við seldum.“ Laukur hefur verið á borðum manna í 5.000 ár. Egyptar og gyðingar borðuðu hann yfirleitt hráan, Grikkir töldu hann hafa lækningamátt. Í dag er hann einkum áberandi í matreiðslu Norður- og Austur- evrópu. Sumir fara að gráta um leið og þeir skera í lauk. Aðrir tárast ekki þó að þeir skeri lauk tímunum saman. Ýmis húsráð eru til hvernig best er að forðast þetta. Eitt er að gott sé að flysja laukinn undir köldu vatni. Einnig getur verið gott að kæla laukinn í ísskáp áður en hann er skorinn. Laukur er notaður sem meðlæti, til dæmis með fiski. Djúpsteiktir laukhringir eru lostæti. Skerið lauk í hringi, saltið, veltið upp úr hveiti og steikið í mjög heitri olíu. Þurrkið á eldhúsrúllu og saltið áður en þeir eru bornir fram. Laukur Laukur Laukur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.