Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2004, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 20.02.2004, Qupperneq 36
heilsa o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um hei lbr igðan l í fsst í l Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heilsa@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is LÍFRÆNN BAKSTUR Brauðhúsið Grímsbæ- Efstalandi 26 - Sími 568 6530 Súrdeigsbrauð Speltbrauð, margar tegundir úr mjöli frá Aurion Ávaxtabrauð með lífrænt ræktuðum rúsínum, gráfíkjum og apríkósum Mikið úrval brauða úr lífrænt rækuðu hráefni! ❂ ❂ ❂ Vatnsleikfimi á Hrafnistu: Alveg meiriháttar Það er heldur betur tekið á því ísundlauginni á Hrafnistu í Hafn- arfirði þegar heldri borgarar úr „Hrafnistuþorpinu“ hamast í vatns- leikfimi undir stjórn Huldu Sólveig- ar Jóhannsdóttur íþróttafræðings. Að sögn Huldu eru tímarnir hjá henni sérstaklega ætlaðir fyrir þá sem búa í sérbýlunum á Hrafn- istusvæðinu. „Við byrjuðum á þessu í september og aðsóknin hefur verið mjög góð. Þau eru um tuttugu sem mæta reglulega og það er æft fjórum sinnum í viku, tvisvar í sundlauginni og tvisvar í sal, hálftíma í senn. Sumir missa ekki úr tíma og í hópnum er fólk sem er að mæta í leikfimi í fyrsta skipi á ævinni eins og ein hjón sem komin eru yfir nírætt. Það sannar að það er aldrei of seint að byrja,“ segir Hulda, sem lætur sér ekki nægja að stjórna æfing- unum frá bakkanum. „Ég tek fullan þátt í þessu með þeim ofan í lauginni og ég er ekki frá því að það veiti þeim aukið sjálfstraust og styrk. Þannig næ ég líka betur til þeirra og get þá veitt þeim betri leiðsögn. Ég legg áherslu á styrkjandi og liðkandi æfingar og auðvitað teygjur og slökun svo að enginn fái harð- sperrur. Þetta á að vera létt og skemmtilegt og um leið veita fólk- inu góðan félagsskap,“ Hulda segir að leikfimi í vatni henti fullorðnu fólki mjög vel og raunar öllum aldurshópum. „Vatn- ið heldur vel við líkamann og það þarf ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af jafnvæginu. Það er líka léttara að gera æfingarnar í vatni og því minna mál að æfa og liðka líkamann frá toppi til táar þó styrkurinn sé ekki í hámarki,“ sagði Hulda, sem er sérmenntað- ur heilsuþjálfari. Eftir æfingarnar í lauginni drífur fólkið sig í heita pottinn og slakar á. Ekki er annað að sjá en allir séu í sæluvímu. „Þetta er al- veg ómissandi. Maður er allur hressari og betri í skrokknum. Maður liðkast líka og styrkist,“ sagði Þingeyingurinn Sveinbjörn Kristjánsson, sem aldrei hefur stundað íþróttir en hann hélt ný- lega upp á áttræðisafmælið. Freyja Sigurðardóttir var á sama máli en hún segist áður hafa stundað leikfimi í Mætti. „Þetta er alveg meiriháttar hjá henni Huldu. Manni líður miklu betur og félagsskapurinn er frábær,“ sagði Freyja, sem er nýkomin í hóp heldri kvenna. erlingur@frettabladid.is HÆGRI, VINSTRI Hulda Sólveig stjórnar æfingunum ofan í lauginni og leggur áherslu á styrkjandi og liðkandi æfingar. HULDA SÓLVEIG JÓHANNSDÓTTIR „Þetta á að vera létt og skemmtilegt og um leið veita fólkinu góðan félagsskap.“ SVEINBJÖRN KRISTJÁNSSON „Þetta er alveg ómissand. Maður er allur hressari og betri í skrokknum.“ FB -M YN D IR /V IL H EL M FREYJA SIGURÐARDÓTTIR „Manni líður miklu betur og félagsskapur- inn er frábær.“ Á RÉTTRI LEIÐ Fólk er mismeðvitað um mataræði. Sumir velta sjaldan fyrir sér samsetningu þess matar sem þeir neyta, eða hvort hann er fitandi eður ei. Aðrir hugsa jafnvel of mikið um þessi mál, þ.e. þann þáttinn að maturinn sé ekki fitandi. Þá getur líka verið ákveðin hætta á að lenda á villigötum. Eftirfarandi eru fimm atriði sem benda til að þú sért á þokka- legri beinni braut varðandi mataræði þitt. • Þú borðar eins mikið og þú þarft, þegar þú þarft. – Það er hvorki heppilegt að verða glor- soltinn né pakksaddur. • Þú notar ólífuolíu, eða aðra „holla“ olíu, til matargerðar, ekki smjör eða smjörlíki. – Þótt fitumagnið sé hið sama er ekki sama hvernig fitan er. • Þú sleppir ekki úr máltíð. – Það er sama hvað er mikið að gera. Það er nauðsyn- legt að fá sér eitthvað þegar hungrið sverfur að, þó ekki sé nema ávöxtur eða samloka. • Þú borðar staðgóðan morgun- verð – á hverjum degi. – Þeir sem borða morgunmat nýta fæðuna sem þeir borða yfir daginn mun betur en hinir. Þetta getur skipt sköpum. • Brokkólí er ekki eina grænmetið sem þú borðar. – Næring- arsamsetning græn- metis er misjöfn. Þess vegna er um að gera að borða sem flestar tegundir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.