Fréttablaðið - 20.02.2004, Qupperneq 50
20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR42
KVIKMYNDIR Stórleikararnir Liam
Neeson og Morgan Freeman hafa
báðir tekið að sér hlutverk í væntan-
legri mynd um Batman. Þá er leik-
arahópurinn orðinn ansi þéttur því
áður var orðið ljóst að Michael Caine,
Christian Bale og Katie Holmes
myndu fara með stór hlutverk í
myndinni.
Neeson mun leika aðalillmennið,
Ra’s al Ghul, moldríkan hryðjuverka-
mann sem starfar á alþjóða- vísu.
Freeman mun leika Lucius Fox,
framkvæmdastjóra fyrirtækis Bruce
Wayne, sem eins og allir vita klæðir
sig í búning Batmans þegar neyðin er
stærst.
Michael Caine greindi frá því í
viðtali að hann hefði skrifað undir
samning um að leika í þremur Bat-
man-myndum. Þannig að ef breska
leikstjóranum Christopher Nolan
(Memento og Insomnia) tekst vel til
með myndina er líklegt að leikara-
hópurinn haldi sér í næstu myndum
um ofurhetjuna.
Hvort Liam Neeson og Morgan
Freeman komi til Íslands til að taka
upp þau atriði sem verða skotin hér
er ekki vitað. ■
Unaðsstund með konunni
Fréttiraf fólki
SÝND kl. 5.45, 8 og 10.30
SÝND kl. 3.50, 6, 8 og 10.10
SÝND Í LÚXUS VIP kl. 6, 8 og 10.10
SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40
SÝND kl. 4 og 8 LÚXUSSAL 5 og 9
SÝND KL. 2 OG 6 M. ÍSL. TALI
kl. 4 M. ÍSL. TALIFINDING NEMO
kl. 4.30, 7.30 og 10,30 B. i. 14 LAST SAMURAI
kl. 8.15 og 10.30LOVE ACTUALLY
Tilnefnd til Óskarsverðlauna
sem besta teiknimyndin
Frábær mynd frá Disney fyrir alla fjöl-
skylduna með tónlist eftir Phil Collins!
★★★1/2 SV MBL ★★★★ BÖS FBL
★★★ Kvikmyndir.com ★★★ ÓTH Rás 2
SÝND kl. 8 og 10.20
SÝND kl. 3.45 5.50, 8 og 10.10 B. i. 16 ára
4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
HHH1/2 SV MBL
HHHH Kvikmyndir.com
HHH ÓHT RÁS 2
SÝND kl. 5.30, 8, 9.15 og 10.30
SÝND kl. 8 og 10.30 B.i. 14
SÝND kl. 6, 9 og 10.30 B.i. 16
kl. 5.50 B.i. 12 áraTHE HUMAN STAIN
kl. 8.15KALDALJÓS
kl. 3BJÖRN BRÓÐIR
kl. 5.45 B.i. 16 áraMYSTIC RIVER
kl. 5.20HEIMUR FARFUGLANNA
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ
Sýnd kl. 7.05 og 8.10 SKJÓNI FER Á FJALL
FILM-UNDUR KYNNIR
HHH Kvikmyndir.com
HHH H.J Mbl.
B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið
Mögnuð mynd með
Óskarsverðlauna-
höfunum Ben Kingsley
og Jennifer Conelly
SÝND kl. 4.30, 7.30 og 10.30
SÝND kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI
Stórbrotin og margverðlaunuð
stórmynd með óskarsverðlauna-
hafanum Nicole Kidman, Golden
Globe og BAFTA verðlaunahafanum
Renée Zwllweger og Jude Law
Stórbrotin og margverðlaunuð
stórmynd með óskarsverðlauna-
hafanum Nicole Kidman, Golden
Globe og BAFTA verðlaunahafanum
Renée Zwllweger og Jude Law
FRUMSÝNING
Ben Affleck kennir fjölmiðlumum sambandslit sín og Jenni-
fer Lopez. Hann segir svo mikla
samkeppni á fjöl-
miðlamarkaðnum
núna og lítið um
fréttir. Allir kepp-
ast um að ná bita-
stæðustu fréttinni
og á leiðinni snýst
sannleikurinn
jafnvel upp í and-
hverfu sína. Hann
viðurkennir að
sumar fréttirnar hafi farið fyrir
brjóstið á sér og Jennifer og að
þau hafi rifist yfir einhverjum
þeirra.
Blaðamaður hjá NationalEnquirer heldur því fram að
leikarinn Ashton Kutcher sé í
raun fjórum árum eldri en hann
segist vera. Sér
til stuðnings
sýndi blaða-
maðurinn fram
á kosninga-
skýrslur hans
en þar kemur
fram að hann er
fæddur árið 1974 en ekki 1978
eins og hann hefur alltaf haldið
fram. Ef þetta er rétt þá er ald-
ursmunurinn á milli hans og eldri
kærustu hans Demi Moore aðeins
11 ár, en ekki 15.
Stjarna Scarlett Johannssonvirðist rísa með hverjum deg-
inum. Nú hefur Calvin Klein
tryggt sér samn-
ing við stelpuna
um að hún verði
andlit nýs ilm-
vatns sem er að
koma á markað-
inn. Scarlett er
víst í skýjunum
yfir lífinu þessa
dagana, kannski ekki undarlegt
miðað við velgengni síðustu
vikna en hún vann á dögunum
Bafta-verðlaunin bresku fyrir
leik sinn í Lost in Translation.
Stórleikarar í Batman
BATMAN
Nýja Batman myndin verður hlaðin stór-
leikurum. Vonandi verður sagan góð líka.
MYNDASÖGUR Sleeper: Out in the Cold
eftir Ed Brubaker og Sean Phillips
er sjálfstætt framhald myndasög-
unnar Point Blank eftir sömu
menn. Point Blank er reyndar
sjálfstætt framhald Wild C.A.T.S.
myndasögunnar sem Alan Moore
skrifaði fyrir nokkrum árum. En
þar sem hvert framhald er sjálf-
stætt getur maður alveg notið
þeirra án þess að vera jafn víðles-
inn myndasögunörd og ég.
Sagan segir frá manni, Holden
að nafni, sem er úr sambandi við
allar líkamlegar tilfinningar sínar.
Hann getur „sparað“ allan sárs-
auka sem honum er veittur og
drepið andstæðinga sína með því
að „yfirfæra“ hann á þá. Hann er
líka nokkurn veginn úr tilfinninga-
legu sambandi við umheiminn, og
er satt að best segja ekkert sér-
staklega ósáttur við það. Hann býr
yfir mikilli mannfyrirlitningu, því
hann hefur fengið að kynnast
mörgum af verstu hliðum mann-
kyns. Hann er hin fullkomna
noiríska anti-ofurhetja.
Óvenjulegt ástand Holdens
kemur að góðum notum í starfi
hans. Hann er njósnari sem siglir
undir fölsku flaggi í valdamestu
glæpasamtökum heims. Formaður
samtakana heitir Tao og er ofur-
mannlega gáfaður. Hann hugsar
alltaf hundrað leiki fram í tímann
og það er ekki fræðilegur mögu-
leiki að ljúga að honum. Nema
maður sé eins og Holden. Dauður
að innan og drullusvalur. Þetta
skapar stöðuga spennu í þessum
harðsoðna reyfara.
Sleeper er ein af þessum bókum
sem erfitt er að leggja frá sér.
Flókinn söguþráður, frábær og ill-
kvittin samtöl ásamt óhugnanleg-
um og meinfyndnum karakterum
er aðeins sumt af því sem gerir
þetta eina bestu lesningu í banda-
rísku ofurhetjuflórunni í dag.
Hugleikur Dagsson
Umfjöllunmyndasögur
SLEEPER: OUT IN THE COLD
Tilfinninga-
leysi
Hómer tekur
Simon á beinið
Miskunnarlausi dómarinn úrAmerican Idol, Simon Cowell,
fær heldur betur á baukinn í væntan-
legum Simpsons-þætti. Það er ekki
óalgengt að frægt fólk sé fengið til
ýmist að leika sig sjálft eða ljá auka-
persónum í Simpsons-þáttunum rödd
sína og nú hefur Simon bæst í þennan
flokk sem hefur á að skipa ekki
ómerkara fólki en George Harrison,
Kelsey Grammer, Bette Midler, Dav-
id Duchovny, Gillian Anderson og svo
framvegis.
Simon leikur leikskólastjóra sem
grætir hana Maggie litlu Simpson
með skömmum og niðurrifi í anda
yfirhalninganna sem keppendur í
American Idol eiga að venjast frá
rangláta dómaranum. Þeir sem hafa
fengið að kenna á kappanum munn
því væntanlega kætast þegar þeir fá
að sjá Hómer skerast í leikinn en
hann tekur sig til og kýlir Simon á
kjaftinn. Simon heldur þó uppteknum
hætti og rífur meiri kjaft þar til
Hómer þaggar endanlega niður með
vænu höggi.
Þessi dramatíski þáttur verður
sýndur í Bandaríkjunum á sunnudag-
inn og á Sky One í maí. ■
Ozzy dæmir sig úr leik
Rokkgoðið Ozzie Osbourne ótt-ast það að hann hafi sungið
sitt síðasta á sviði og telur vél-
hjólaslys sem hann lenti í ekki
alls fyrir löngu hafa bundið enda
á allt tónleikahald. Hann hefur
glímt við eiturlyfjafíkn árum
saman og er nú smeykur um að
hann sé að verða háður sterkum
verkjalyfjum sem hann hefur
þurft að nota eftir slysið.
„Ég er búinn að berjast við
fíknina í tæp 20 ár og get ekki
bara hætt,“ segir Ozzie sem ótt-
ast þó fátt meira en að hætta að
troða upp. „Ég er hræddur þar
sem tónlistin er stóra ástin í lífi
mínu og tilhugsunin um að geta
ekki sungið framar á tónleikum
er hræðileg.“ ■
OZZY OSBOURNE
Er hættur að leika sér á vélhjólum. „Þessi and-
skoti drap mig næstum því. Ég er heppinn að
vera hér í dag og að vera ekki lamaður,“ segir
rokkarinn sem óttast þó að slysið muni gera
út af við tónlistarferil sinn.
HÓMER SIMPSON
Bregst hinn versti við þegar Simon Cowell skammar Maggie litlu. Þessi ábyrgi fjölskyldu-
faðir þaggar einfaldlega niður í rangláta dómaranum með vænu kjaftshöggi.