Fréttablaðið - 20.02.2004, Page 56

Fréttablaðið - 20.02.2004, Page 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Íslensk leyndó Þín framtíð byrjar núna Lífvernd - lífeyrissparnaður fyrir ungt fólk Nýjung í lífeyrismálum Íslendinga Lífvernd er lífeyrissparnaður sem safnast upp frá ári til árs. Uppsöfnuð sparnaðar fjárhæð er laus til útborgunar við 60 ára aldur. Komi hins vegar til fráfalls viðkomandi einhvern tíma á söfnunar tímanum, eru erfingjum tryggð allt að 70% af heildarlaunum í 7 ár án tillits til þess sem þegar hefur safnast. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 35 11 02 /2 00 4 70% af launum í 7 ár. Er ekki kominn tími til a› uppfæra lífeyrissparna›inn? Leita›u nánari uppl‡singa hjá rá›gjafa Landsbankans í næsta útibúi. Sími: 560 6000 www.landsbanki.is Á Íslandi er svo margt leyndó. Égheld að leyndóum hafi fjölgað hér á landi á undanförnum árum. Al- mennt virðist þróunin vera sú, að ef eitthvað gerist, þá er það leyndó. Þetta er mjög hvimleitt og í raun mikil synd. Það gerist nefnilega ekki svo mikið á Íslandi yfirhöfuð. Það er hálf glatað að þá sjaldan að eitthvað gerist skuli það alltaf vera orðið leyndó strax. LÍK FINNST í höfninni á Neskaup- stað. Allt um það mál var leyndó þangað til í fyrradag, að lögreglan lét loksins til leiðast og sagði eitt- hvað. Og það er fleira í þessum dúr. Bréfið frá Bush sem hann sendi ein- hvern tímann í vor um það hvort varnarliðið yrði áfram eða ekki, það er ennþá leyndó. Hvort að reynt var að múta forsætisráðherranum eða ekki með 300 milljónum, það er leyn- dó. Hvert 400 milljónir fóru frá deCODE, þegar lítið fyrirtæki var stofnað í Luxemborg til þess eins að leggja það niður í Panama, það er leyndó. ÉG ER ORÐINN þreyttur á þess- um leyndóum. Ekki bara vegna þess að mig langar svo mikið til að vita þessa hluti, heldur líka vegna þess að við megum ekki við því, Íslend- ingar, að hafa svona margt í gangi sem er leyndó. Við þurfum að fá að vita hluti til þess að nenna að hanga hérna. Eitthvað fútt í gang. Hvaða réttlæti er í því að maður skuli vera látinn dúsa hér í rigningu og sudda til þess eins að vera ekki sagt frá neinu? Það þykir mér slæmur díll. ENDA ER ÞAÐ svo að við Íslend- ingar erum meira og minna alltaf í bíó. Þetta er svona svipað og vera tíu ára krakki og mamma keyrir mann í afmæli hjá frænda manns. Maður þekkir þennan frænda ekkert svo mikið og endar kannski með að standa allan tímann úti í horni og horfa á einhverja tvo – frændann og vin hans – hvísla í eyrað á hvor öðr- um og hlæja. Þá fer manni að líða illa. Maður verður dapur og langar kannski helst til að gera eitthvað annað, eins og til dæmis að fara í bíó. Rétt eins og þjóðin, segi ég, sem fær ekki að vera memm og verður að leita á önnur mið – flýja inn í myrkrið – til að fá hulunni einhvern tímann, mögulega, svipt af áleitnum og krassandi spurningum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.