Fréttablaðið - 27.02.2004, Side 45

Fréttablaðið - 27.02.2004, Side 45
25FÖSTUDAGUR 27. febrúar 2004 NATURAL BOOSTER með kreatíni húðarinnar. Fjölþætt styrking á náttúrulegum vörnum húðarinnar gegn öldrun. Hannað eins og húðin vinnur. Bætt heilsa – Betra líf: Lífsvenjur nýttar til heilsubótar Félagið Betri heilsa – Betra lífstendur fyrir heilsukynning- um í Suðurhlíðarskóla við Suður- hlíð 36 á næstu vikum. Yfirskrift- in er Heilbrigðar lífsvenjur. „Við erum áhugafólk um heilsu,“ segir Unnur Halldórsdóttir spurð um félagsskapinn og eru félagar bæði úr heilbrigðisstéttum og áhugafólk um bætta heilsu. „Þetta er í raun og veru amerískt prógramm, The Health Expo, bæði tölvuforrit og fyrirlestrar sem við höfum látið þýða en við erum einnig með íslenska fyrir- lestra í þessu.“ Unnur var lengi búsett í Kanada og lærði þar hjúkrun. Þar komst hún í kynni við þetta kerfi. „Ég hef lært margt af þessu. Við getum nefnilega notað lífsvenjur okkar til að bæta heilsuna.“ Kynningarkvöldin verða fimm þriðjudagskvöld í mars og standa frá kl. 19.30 til 21.30. 2. mars verður fyrirlestur um hreyf- ingu, 9. um tannhirðu, 16. um sykursýki, 23. um vatn, hvíld og meltingu og 30. mars verð- ur síðasti fyrirlesturinn um hjartasjúkdóma. Öll kvöldin verður boðið upp á sýnikennslu í mat- reiðslu grænmetisrétta. Sömu- leiðis verða kynningarbásar með mælitækjum þar sem mældur verður heilsu- aldur, blóðþrýstingur, fituhlutfall, lungna- þol, þrek, og fleira. Sérstakt forrit metur þar lifnaðar- hætti á grund- velli rannsókna og kemur með einstakl ings- bundnar tillög- ur að úrbótum. Aðgangur er ókeypis, nema matreiðslunám- skeiðið sem kostar 500 krónur og skrá þarf þátttöku í því í síma 894 1796. ■ Hvernig heldur þú þér í formi? Badminton tvisvar í viku Kormákur Geirharðsson er ífínu formi og þakkar það badmintoniðkun tvisvar í viku. „Það er nóg til að halda mér gangandi og ekki skemmir keppnisskapið,“ segir Kormákur. „Badminton er alhliða hreyfing sem reynir á alla vöðva og maður teygir í leiðinni. Það þarf ekkert að teygja í badminton, því maður gerir það á meðan á leiknum stendur. Upphitun og teygjur eru líka ofmetnar,“ segir hann og bendir á, máli sínu til stuðnings, að í könnun sem var gerð á bandarískum hermönnum kom í ljós að meiðsl voru ekki meiri meðal þeirra sem hituðu upp en hinna sem hituðu ekki upp. „Við erum fjórir sem hittumst reglulega í badminton og spilum tvíliðaleik. Ég sleppi ekki úr skipti nema af illri nauðsyn.“ Kormákur segist ekki hafa verið sérstaklega meðvitaður um hreyfingu síðan hann var í hand- boltanum með Víkingi í gamla daga, en badmintonið hristi upp í honum. Nú bíður hann spenntur eftir sumrinu. „Það er svo ég geti tekið pásu frá badmintoninu og byrjað í golfinu.“ ■ Heilsa Bandaríkjamanna undir smásjánni: Meirihluti of þungur Um 22 prósent Bandaríkja-manna eiga við offituvandamál að stríða og þar fyrir utan eru 35 prósent of þung. Þessi niðurstaða kemur fram í nýrri könnun um venjur Bandaríkjamanna. Um 40 prósent voru í kjörþyngd en ein- göngu 2 prósent undir kjörþyngd. 60 prósent Bandaríkjamanna neyta áfengis, þar af 20 prósent í óhófi. 23 prósent reykja en um 50 prósent hafa aldrei tekið smók. Yfir 60 prósent segjast stunda einhvers konar hreyfingu og einn af fjórum stundar styrktarþjálfun. 60 prósent fullorðinna Banda- ríkjamanna neyta áfengis en 25 prósent neyta ekki áfengis. Einn þriðji fullorðinna telst drekka lítið, sem er þrír eða færri drykkir á viku. Um fimm prósent töldust drekka mikið, sem samkvæmt skil- greiningu könnunarinnar þýðir sjö eða fleiri drykki á viku fyrir konur en fjórtán á viku fyrir menn. Um 20 prósent sögðust stundum drekka meira en fimm drykki á dag, sem flokkast undir fyllerí. 19 prósent fullorðinna reykja daglega, og er meðaltalsneyslan einn pakki á dag. Yfir 40 prósent reykingarmanna sögðust hafa reynt að hætta að reykja á síð- asta ári. Bandaríkjamenn af asískum uppruna voru ólíklegri en aðrir Bandaríkjamenn til þess að stunda óhollan lífsstíl. ■ Ráðstefna: Heilbrigðis- málin rædd Landssamband sjúkrahúsa, heil-brigðisráðuneytið og Félag forstöðumanna sjúkrahúsa efna til ráðstefnu um málefni heil- brigðisþjónustunnar. Fjallað verð- ur um heilbrigðismál á víðum grundvelli, m.a. rætt um hugsan- legan flutning heilsugæslu og öldrunarmála til sveitarfélaga og rekstur og fjármögnun heilbrigð- isstofnana. Einnig verður kastljósinu beint að fjármögnun og rekstrarformi heilbrigðisstofnana. Ráðstefnan verður haldin á föstudaginn í Eldborg í Bláa lón- inu og stendur frá kl. 9 til 16. ■ Mun óhófleg neysla fella vesturveldin? Um daginn daginn setti ég framþá kenningu að fall Banda- ríkjanna yrði sökum óhóflegrar neyslu. „Brátt verða þeir of feitir til að manna herinn,“ sagði ég við konuna mína og vitnaði í tölur sem segja 25 prósent barna í Bandaríkjunum vera of feit. Ég viðurkenni að umræðuefnið yfir borðhaldi á Valentínusardag hefði getað verið smekklegra og ég bætti úr því seinna um kvöldið en daginn eftir sá ég fyrirsögn í Morgunblaðinu um nákvæmlega það sem ég hafði verið að tala um, nema að danski herinn var til um- ræðu. Rúmlega 30% herskyldra manna úr síðasta úrtaki í Dan- mörku voru taldir óhæfir til her- þjónustu. Astmi og offita voru aðalástæður vanhæfni. Neyslu- tengdir sjúkdómar að sögn lækna. Engar tölur hafa borist frá Banda- ríkjunum en hvernig ætli ástandið sé þar? Sagan sýnir að eðli hemsveldis sé að vaxa og falla. Iðulega byrjar að hrikta í stoðum og innviðirnir veikjast. Oft þarf engan óvinaher til að fall eigi sér stað. Getur ver- ið að óhófleg neysla Bandaríkja- manna verði til þess að heims- veldi þeirra falli um sjálft sig? Getur verið að fleiri vesturveldi séu á svipuðum vegi stödd? Í Bretlandi er þessa dagana verið að íhuga að setja fituskatt á matvæli. Offita og neyslutengdir sjúkdómar eru farin að kosta sam- félagið þar gífurlega fjármuni. Við erum ekki undanskilin hér á landi. Þótt við eigum engan her getur verið að óhófleg neysla á mat og drykk fari fljótlega að taka sinn toll af einstaklingum, fjöl- skyldum, heilbrigðisþjónustu og skattborgurum. Margir hafa bent á þessa hættu. Spurningarnar eru einfaldar: Hversu slæmt þarf ástandið að verða hér á landi áður en gripið verður í taumana? Hversu mikinn kostnað þurfa óhollir lifnaðar- hættir að hafa í för mér sér til að fólkið í landinu geri þær breyting- ar sem þarf? Það hefur tekið rúm 40 ár að breyta viðhorf- um til tóbaks frá fyrstu r a n n s ó k n u m sem sýndu fram á skaðsemi til dagsins í dag. Rannsóknir á tengslum mataræðis og lifnaðarhátta við alls kyns sjúkdóma eru langt á veg komnar. En hversu lengi þurfa niðurstöðurnar að vera í al- mannaumræðu þangað til eitt- hvað verður gert í málinu? gbergmann@gbergmann.is Líkamiog sál GUÐJÓN BERGMANN ■ jógakennari og rithöfundur skrifar um andlega og líkamlega heilsu. KORMÁKUR GEIRHARÐSSON Stundar badminton á veturna og golf á sumrin. UNNUR HALLDÓRSDÓTTIR Er í áhugahópi um bætta heilsu sem stendur fyrir fyrir- lestrum og kynn- ingum alla þriðjudaga í mars.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.