Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 2
2 26. mars 2004 FÖSTUDAGUR ,,Hann skemmdi ekki fyrir.” Jón Diðrik Jónsson er forstjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, sem mældist hæst á svokallaðri ánægjuvog Gallups þar sem viðhorf til fyrirtækja er mælt. Í auglýsingum fyrirtækisins undanfarið hefur verið lögð áhersla á að við bjórbruggun notist Ölgerðin ekki við sykur. Spurningdagsins Jón Diðrik, var það sykurlausi bjórinn sem gerði útslagið? ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir Hliðarskrúfa missti afl Sjóprófum vegna strands fjölveiðiskipsins Baldvins Þorsteinssonar lauk í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra í gær. Þeim möguleika var velt upp hvort varð- skip ætti að fylgja loðnuveiðiflotanum vegna þess hve oft skip fá í skrúfuna. SJÓPRÓF Við sjópróf vegna strands fjölveiðiskipsins Baldvins Þor- steinssonar sem fóru fram í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra á Ak- ureyri í gær kom fram hjá Árna V. Þórðars- syni skipstjóra að aftari hliðar- skrúfa skipsins hefði misst afl rétt áður en nót- in festist í skrúf- unni. Við aflmissinn hefði aðalvélinni sleg- ið út og allt verið fast. Strax hefði verið kallað eft- ir aðstoð og reynt að bregð- ast við aðstæðum með eðlilegum hætti. Skipstjóri, fyrsti stýrimaður, yfirvélstjóri og fyrsti vélstjóri fjölveiðiskipsins gáfu skýrslu fyr- ir dómi. Markmiðið var að varpa ljósi á það sem gerðist í Meðal- landsfjöru aðfaranótt 9. mars síð- astliðinn og gefa tryggingafélagi skipsins, útgerð og rannsóknar- nefnd sjóslysa skýra mynd af at- burðinum, meðal annars til að bæta öryggismál. Greint var frá því að skipið Bjarni Ólafsson hefði fljótlega komið fljótlega á vettvang, en ekki hefði tekist að toga Baldvin þar sem vírarnir milli skipanna slitnuðu strax. Við það hefði spilið um borð í Bjarna gefið sig. „Þarna stóð skipstjórinn á Baldvini frammi fyrir því að ákveða hvernig best væri að snúa skipinu þegar það kenndi grunns. Ákveðið var að láta stefnið snúa á haf út og til að breyta stefnunni og þyngja skipið voru akkerin sett út,“ segir Ásgeir Pétur Ásgeirs- son dómstjóri og bætir því við að nokkur áhöld hafi verið um þessi atriði. „Skipherra Landhelgisgæsl- unnar lagði til að skuturinn sneri út á haf, en við nánari athugun var ákveðið að láta stefnið gera það. Það þótti eðlilegt miðað við að- stæður. Aðalatriðið var vitaskuld að tryggja öryggi skipverjanna og gera þeim kleift að komast upp í stýrishús þaðan sem þeim var síð- an bjargað,“ segir Ásgeir Pétur. Ekkert kom fram sem benti til þess að aðstæður á svæðinu hefðu verið óeðlilegar. „Nánast allur loðnuveiðiflotinn var á staðnum þannig að það var ekkert óeðlilegt við aðstæður á standstaðnum. Það var rætt um hvort þörf væri á því að láta aðstoðarskip eða varðskip fylgja loðnuveiðiflotanum, ekki síst vegna þess að það er svo al- gengt að skip fái í skrúfuna á loðnuveiðum. Skipin eru alltaf að stækka og geysileg verðmæti í húfi ef eitthvað fer úrskeiðis,“ segir Ásgeir Pétur. bryndis@frettabladid.is Mjög erfitt að hafa eftirlit með útlendingum: Hundruð manna án dvalarleyfis ÚTLENDINGAEFTIRLIT „Við höfum ástæðu til að ætla að það séu nokk- ur hundruð útlendingar búsettir hér á landi án tilskilinna leyfa,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Út- lendingastofnunar. Margir þessara einstaklinga eru með vinnu og mjög erfitt er að hafa eftirlit með þeim. „Ef þetta fólk rekur á fjörur lög- reglu eða Útlendingastofnunar er því vísað úr landi.“ Georg segir að stór hluti þessara einstaklinga búi hjá ættingjum eða samlöndum sem hafi dvalarleyfi hér á landi og margir þeirra séu með vinnu. „Það varðar sektum að ráða fólk í vinnu sem ekki hefur tilskilin leyfi,“ seg- ir Georg. Hann viðurkennir að dæmi séu um að fyrirtæki hafi ít- rekað orðið uppvís að því að ráða til sín ólöglega starfskrafta. Útlendingar sem hafa fengið tímabundið dvalarleyfi en dvelja hér áfram eftir að það er runnið út detta ekki út úr íslenska trygginga- kerfinu. Georg segir þetta miður og bendir á að nauðsynlegt sé að taka upp kerfi þar sem dvalarréttindi séu samtengd öðrum réttindum til að gera fólki erfiðara fyrir að búa hér án tilskilinna leyfa. ■ BÍLVELTA Á FLJÓTSDALSHEIÐI Jeppi fór út af veginum og valt á Fljótsdalsheiði um hádegisbil- ið í gær. Að sögn lögreglu missti ökumaðurinn stjórn á bílnum í krapa. Maðurinn, sem var einn í jeppanum, var í bílbelti og slapp ómeiddur. Jeppinn skemmdist töluvert og var hann fluttur á brott með kranabíl. INNBROT Í SJÓNVARPSMIÐSTÖÐ- INA Brotist var inn í Sjónvarps- miðstöðina í Síðumúla aðfara- nótt fimmtudags. Þjófarnir höfðu á brott með sér þrjú hljómflutningstæki. Nágranni vaknaði við brothljóð og til- kynnti um innbrotið en þjófarn- ir voru á bak á burt þegar lög- reglan kom á staðinn. Málið er í rannsókn. FRÁ SLYSSTAÐNUM Á SELFOSSI Beðið er niðurstöðu úr krufningu og tæknirannsókn á byssunni sem voðaskot hljóp úr fyrr í mánuðinum. Voðaskotið á Selfossi: Byssunni smyglað VOÐASKOT Eigandi skamm- byssunnar sem voðaskotið hljóp úr á Selfossi 15. mars síðastliðinn og varð Ásgeiri Jónsteinssyni að bana, hefur gefið lögreglunni skýrslu og kannast við að eiga um- rædda byssu. Hún var keypt er- lendis fyrir nokkrum árum og flutt ólöglega til landsins, en ekk- ert leyfi er fyrir henni. Sýslumaðurinn á Selfossi seg- ir að beðið sé niðurstöðu úr rannsóknum, krufningu og tæknirannsókn á byssunni og ekki sé að vænta frekari fregna af málinu fyrr en þær liggi fyrir. Hann segir það alvarlegt mál að ólöglegt skotvopn komi við sögu í málinu. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir það ljóst að geymsla á vopninu hafi ekki verið í samræmi við vopna- lög. Refsiramminn við slík brot er frá sektum upp í allt að fjög- urra ára fangelsi. ■ LAGT HALD Á TUTTUGU GRÖMM AF HASSI Lögreglan í Keflavík stöðvaði ungan ökumann og í kjölfarið var farið í húsleit vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leitina fundust um tuttugu grömm af hassi. Ungi maðurinn var yfirheyrður í gærkvöld en lögreglan varðist frekari frétta af málinu. Bandaríkjaher í Evrópu: Styttist í ákvörðun WASHINGTON Bandarísk hermála- yfirvöld vilja fækka hermönnum í Þýskalandi um allt að helming og um 15.000 í Suður-Kóreu og Japan, sam- kvæmt frétt b a n d a r í s k a stórblaðsins Wa s h i n g t o n Post. Að sögn blaðsins stytt- ist í að áætlanir þessa efnis verði sam- þykktar af bandarískum stjórnvöldum. 71.000 bandarískir hermenn eru í herstöðvum í Þýskalandi en bandarísk stjórnvöld vilja flytja hluta þeirra til minni herstöðva austar í Evrópu. 100.000 banda- rískir hermenn eru í Suður-Kóreu og Japan, en þar vilja stjórnvöld ná fram fækkun í yfirstjórn og stoðsveitum hersins. ■ Árásirnar í Madríd: Fleiri handteknir MADRÍD, AP Spænska lögreglan hef- ur handtekið þrjá til viðbótar vegna hryðjuverkanna í Madríd fyrr í mánuðinum. Tveir menn sem voru hand- teknir um síðustu helgi voru í gær kærðir fyrir að vinna með hryðju- verkahópi sem er grunaður um að standa á bak við árásirnar. Þar með hafa ellefu verið kærðir vegna málsins og er þeim haldið í fangelsi meðan rannsókn málsins stendur yfir. Tveir til viðbótar sem hand- teknir voru á laugardag eru enn í haldi lögreglu en hafa ekki verið kærðir. ■ Starfsgreinasambandið og ríkið: Verkfall ekki úr myndinni KJARAVIÐRÆÐUR „Það ber mikið á milli og nú leggjum við málið fyrir okkar fólk og fáum álit þess,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar Starfsgreina- sambandsins, eftir að kjaraviðræð- ur nefndarinnar og fulltrúa ríkis- ins fóru út um þúfur. „Verkfall er ekki úr myndinni að svo stöddu en það er úrræði sem við beitum ekki nema í lengstu lög. Hins vegar er það öflugt tæki og ef fólkið okkar kýs að fara þá leið þá erum við ekkert hrædd við það.“ Aðildarfélög innan Starfs- greinasambandsins eru alls 40 tals- ins, félagsmenn þess um 40 þúsund og er það stærsta sambandið innan Alþýðusambands Íslands. Verk- fallsaðgerðir af hálfu sambandsins hefðu gríðarleg áhrif víðs vegar í þjóðfélaginu. Björn segir að málin verði reif- uð yfir helgina en ljóst sé að lengra verði ekki komist. Ríkið hafi ekki sýnt samstarfsvilja til að rétta kjör fólksins í landinu. „Það tók alþing- ismennina sjálfa tvo daga að af- greiða hækkun á sín lífeyrissjóðs- mál en þeir bjóða okkur að þiggja lágmarkshækkanir stig af stigi næstu tíu árin.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BANDARÍSKIR HERMENN Hermálayfirvöld vilja frekar hafa hermenn í Afganistan, eins og þessa, en í Þýskalandi. FRÁ STRANDSTAÐNUM Í MEÐALLANDSFJÖRU Við sjópróf vegna strands Baldvins Þorsteinssonar kom fram að aftari hliðarskrúfa skipsins hefði misst afl rétt áður en nótin festist í skrúfunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R „Þarna stóð skipstjórinn á Baldvini frammi fyrir því að ákveða hvernig best væri að snúa skipinu þegar það kenndi grunns. GEORG LÁRUSSON Forstjóri Útlendingastofnunar segir að mjög erfitt sé að fylgjast með því að allir útlendingar sem dvelja hér á landi séu með tilskilin leyfi. ENDASTÖÐ Í KJARAVIÐRÆÐUM Kjaraviðræður Starfsgreinasambandsins og ríkisins reyndust árangurslausar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.