Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 28
Þó að flestir af minni kynslóðhafi á síðastliðnum áratug eig- inlega borðað yfir sig af pastarétt- um, þá er hér einn sem ennþá er ómótstæðilegur. Aðal trixið við þennan rétt er að útbúa sjálfur rasp úr vel ristuðu fransbrauði (t.d. bagettu) sem sett er í plast- poka og mulið niður mjög gróft. Skemmtilegt er að prófa sig áfram með ostinn sem brúkaður er og nota jafnvel fleiri en eina tegund. HVÍT SÓSA 2 msk. smjörvi 1msk. hveiti 2 1/2 dl mjólk pipar salt lárviðarlauf múskat –––––––––– um 1/2 pakki ósoðið penne pasta 2 msk. olífuolía 5–7 niðursneiddir sveppir 2 skalotlaukar (fínt saxaðir) 3 hvítlauksgeirar (fínt saxaðir) 3 dl rifinn ostur 1 dl niðursneiddur púrrulaukur 11/2 dl heimatilbúið mjög gróft rasp Byrjið á að útbúa klassíska hvíta sósu: bræðið smjörvann, hrærið hveitinu út í og hellið síðan mjólk- inni varlega saman við á meðan hrært er. Hrærið áfram þar til sós- an hefur þykknað og jafnast. Kryddið þá með salti, pipar, múskati og lárviðarlaufi. Setjið sós- una til hliðar. Steikið lauk, hvítlauk, helming- inn af púrrunni og sveppi í ólífuolíu í 2–3 mínútur, saltið og piprið og blandið svo sveppablöndunni sam- an við hvítu sósuna ásamt einum og hálfum desilítra af rifnum osti. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningun- um. Sigtið þá vatnið frá og hellið pastanu saman við sósuna. Blandið öllu vel saman og setjið í eldfast mót. Blandið saman í skál 1 1/2 dl af rifnum osti, raspinu og afganginum af púrrunni og stráið svo blöndunni yfir pastaréttinn. Bakið í 200 gráðu heitum ofni í 15–20 mínútur. Kostnaður um 500 kr. ■ 19FÖSTUDAGUR 26. mars 2004 Fullkomið ostapasta Til hnífsog skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ■ Eldar handa minnst fjórum fyrir 1000 kr. eða minna. Barton & Guestier Chardonnay fráLanguedoc í Suður-Frakklandi vann til gullverðlauna á alþjóðlegu vínhátíðinni í San Franscisco sem var haldin í 23. skipti nýlega. Yfir 4000 vín frá 21 landi voru kynnt og hlaut B&G Chardonnay tvöföld gullverð- laun sem eru einungis veitt þegar dómarar eru allir á einu máli um gæðin. Tilvalið með hvítu kjöti eins og kjúklingi og fiskréttum. Vínið ber ferskan ávöxt með vott af heslihnet- um og blómum. Fæst í Kringlunni og Heiðrúnu og kostar 990 kr. Gull í San Francisco Nýtt í vínbúðum Barton & Guestier Chardonnay E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 5. 0 17 Uppáhaldsmaturinn: Alþýðukótelettur með nýjum kartöflum Íslenskar alþýðukótelettur erumitt skýlausa uppáhald,“ seg- ir Kjartan Bjargmundsson, leik- ari og húsasmiður. „Kótelettur sem eru löðrandi í raspi og olíu, með nýjum kartöflum og ora- baunum. Það er það besta sem til er. Ég fæ reyndar orðið aldrei svona kótelettur því konan mín segir að þær séu svo óhollar. Hinsvegar er eigin- maður tengdamóður minnar, Birgir Sig- urðsson leikrita- höfundur, snillingur í að matreiða þetta. Hann býr bara því miður í Edinborg.“ Kjartan segist þó einstaka sinnum kom- ast í alþýðukótelettur í BYKO í Breiddinni. „Konurnar í eldhúsinu þar vita hvað okkur i ð n a ð a r m ö n n u m finnst best og bjóða stundum upp á svona góðmeti.“ Kjartan segist þó umfram allt vilja hrósa konunni sinni fyrir að elda góðan mat þó hún láti ekki eftir honum óholla e f t i r l æ t i s r é t t i n n . „Hún eldar til dæmis æðislegan kjúklinga- rétt, sem er örugglega mjög hollur og líka í miklu uppáhaldi hjá mér.“ ■ Páskaegg Hillur í búðum svigna undanpáskaeggjum um þessar mundir. Siðurinn að borða egg um páskana er a l d a g a m a l l , eldri en kristin trú og tengist hátíðum sem fagna vor- komunni. Með kristni var end- u r f æ ð i n g u mannsins fagn- að í stað endur- fæðingar nátt- ú r u n n a r . Súkkulaðiegg eru hins vegar tiltölulega ný uppfinning – eða frá 20. öld – og sá siður verður æ vinsælli. ■ Hvað ertu að borða?: Vafasamar heilsufullyrðingar Evrópusamtök netyenda hafa gefiðút bækling sem ber nafnið „Tell me what I am eating“ eða „segðu mér hvað ég er að borða“. Greint er frá þessu á vef Neytendasamtakanna, ns.is. Í honum eru gerðar athugasemd- ir við fullyrðingar matvælaframleið- enda sem oft halda því fram á umbúð- um matvæla að innihaldið sé heilsu- samlegt og hollt, sé grennandi, róandi, auki vellíðan stjórni kólesteróli og hjálpi til við að vernda æðakerfið, hreinsi og afeitri. Þessar fullyrðingar eru oft hæpnar ef ekki beinlínis rang- ar að sögn samtakanna. Þau berjast fyrir því að ný lög um fullyrðingar seljenda sem væntanleg eru á Evrópska efnahagssvæðinu komi til móts við þörf neytenda um nákvæmar upplýsingar á umbúðum. Dæmi um misvísandi fullyrðingar eru þegar fullyrt er utan á dós af bök- uðum baunum að innihaldið jafngildi einum skammti af grænmeti. Ekki er þá minnst neitt á þá staðreynd að inni- haldið er svo saltríkt að það jafngildir einum þriðja dagskammtsins af salti. Annað dæmi er utan á morgun- kornspakka þegar talað er um að inni- haldið muni hjálpa viðkomandi til þess að fá heilbrigð bein, auka ein- beitingu og heilbrigði hjartans. Hins vegar er ekki tekið með í reikninginn að í 100 grömmum af morgunkorninu eru 40 grömm af sykri sem höfundar bæklingsins áðurnefnda benda á að er alltof mikill sykur að morgni dags. Vörur sem markaðssettar eru fyrir börn eru líka oft mjög sykur- ríkar og harma evrópsku neytenda- samtökin að nýju lögin banna ekki að vörur séu markaðssettar fyrir börn – og benda á offitu barna máli sínu til stuðnings. ■ KJARTAN BJARGMUNDSSON Segir iðnaðarmenn vilja íslenskan alþýðumat og þar standi kótelettur löðrandi í fitu hæst. MATUR Er mannsins megin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.