Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 8
8 26. mars 2004 FÖSTUDAGUR ■ Asía Lítum okkur nær „Ég held að Íslendingar ættu frekar að hafa áhyggjur af inn- lendri glæpastarfsemi en að fara að búa til mafíuímynd á útlend- inga hérlendis.“ Sigurður Þór Salvarsson, DV, 25. mars. Jafnrétti kynjanna „Reykjavík, sem hefur gumað sig af því að vera höfuðborg jafn- réttis á landinu, býr við mestan launamun kynjanna. Enda eru þar við lýði mestu umræðupóli- tíkusar landsins og meira talað en minna framkvæmt.“ Gunnar I. Birgisson. Fréttablaðið, 25. mars. Annarra að meta „Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort DV hafi farið rétt að við birtingu umræddrar yfir- heyrslu, það er annarra að meta.“ Bryndís Hlöðversdóttir um birtingu lögregluskýrslu í lík- fundarmálinu. Morgunblaðið, 25. mars. Orðrétt Reykjavíkurborg og Mosfellsbær undirrita samkomulag: Bæjarkjarni á mörkum sveitarfélaganna SKIPULAGSMÁL Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík, og Ragn- heiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, undirrituðu í gær sam- komulag um uppbyggingu bæjar- kjarna á mörkum sveitarfélaganna tveggja. Í fréttatilkynningu frá borgaryfirvöldum kemur fram að markmiðið sé að styrkja byggð í báðum bæjarfélögunum með sam- ræmdu skipulagi á svæði sem nær yfir Grafarholt, Keldnaland, Keldnaholt, Blikastaðaland, Hamra- hlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfars- fells. Snemma árs 2001 ákváðu Reykjavíkurborg og Mosfellsbær að hefja samstarf um skipulag svæðis við mörk sveitarfélaganna. Árið 2003 var ráðgjafarþjónustunni Nýsi hf. falið að vinna þróunaráætl- un um uppbyggingu bæjarkjarna á svæðinu og er þeirri vinnu nú lokið. Sveitarfélögin munu sameiginlega vinna að því að gera nauðsynlegar breytingar á skipulagsáætlunum þess svæðis sem þróunaráætlunin nær til. Stefnt er að því að öll ákvæði þróunaráætlunar komi til fram- kvæmda eigi síðar en árið 2024. Þegar hefur verið skipaður stýri- hópur til að hrinda áætluninni í framkvæmd. ■ Synir stofnenda reknir úr starfi Ágreiningur milli eigenda Ásprents Stíls á Akureyri endaði með því að ríkjandi meirihluti rak þrjá stjórnendur sem jafnframt eru minnihluta- eigendur. Minnihlutaeigendurnir ætla að höfða mál. VIÐSKIPTI Minnihlutaeigendur prentsmiðjunnar Ásprents Stíls hyggjast höfða mál til að rifta samningum um sameiningu Ás- prents og Stíls og taka aftur til sín Ásprent, sem lagt var inn í fyrirtækið. Minnihlutaeigend- urnir eru bræður, en foreldrar þeirra seldu sinn hlut við sam- eininguna og fengu greitt í pen- ingum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja minnihluta- eigendurnir að rekstrarforsend- ur Stíls við sameininguna hafi ekki staðist og því beri að rifta sameiningunni. Frá þeirra sjón- arhóli er litið svo á að eigendur Stíls, sem er fyrirtæki Baldurs Guðnasonar, Sjafnar, hafi fjár- hagsleg skammtímasjónarmið að leiðarljósi. Sjónarmið Ás- prentsbræðra lúti að langtíma- hagsmunum fyrirtækisins, enda hafi fjölskyldan byggt upp eina af fjórum stærstu prentsmiðjum landsins. Ásprent Stíll var í helmings- eigu Stíls og Ásprents. Prent- smiðjan Alprent sameinaðist fyr- irtækjunum og var þá hlutafé aukið. Sjöfn hélt 50% vægi með kaupum á nýju hlutafé, en hlutur bræðranna minnkaði í 33%. Síðan þá hefur verið ágreiningur milli eigenda. Fyrirtækið hefur gefið út Dagskrána á Akureyri, sem hefur verið einn öflugasti auglýs- ingamiðil bæjarins og hryggjar- stykki í starfsemi prentsmiðjunn- ar. Hugmyndir voru uppi um að stofna sérstakt útgáfufélag um Dagskrána. Ásprentsfjölskyldan var andvíg því og fallið var frá þeim hugmyndum. Baldur Guðnason, eigandi Sjafnar, segir að ekki hafi verið annað hægt en að segja bræðrun- um upp þegar lá fyrir að þeir færu í mál við fyrirtækið. Þeir hafi verið helmingseigendur þeg- ar ákvarðanir sem málsóknin beinist að hafi verið teknar. „Þetta snýst um ágreining um stjórn og stefnu fyrirtækisins og það var ljóst að sá ágreiningur yrði ekki leystur.“ Hann segir því að leysa verði ágreininginn í gegnum lög- menn aðila eða fyrir dómstólum. Eigendur Sjafnar gerðu minni- hlutaeigendum tilboð um kaup á minnihlutanum, en ákvæði um að bræðurnir störfuðu ekki í prent- iðnaði næstu sjö ár var óviðun- andi að þeirra mati. haflidi@frettabladid.is ÚRBÓTA KRAFIST Slökkviliðsmenn kröfðust betri vinnuað- stæðna og lægri eftirlaunaaldurs. Mótmæli í París: Sprautað á slökkviliðið PARÍS, AP Franska óeirðalögreglan sprautaði vatni á slökkviliðsmenn til að dreifa þeim eftir að sumir tóku að kasta reyksprengjum og skjóta upp blysum í kröfugöngu þar sem þeir fóru fram á að eftir- launaaldur slökkviliðsmanna yrði lækkaður úr 55 árum í 50. Um 3.500 slökkviliðsmenn tóku þátt í kröfugöngunni, sem fór í fyrstu vel fram. Sumir slökkviliðs- menn héldu á lofti eftirlíkingum af líkkistum sem tákni um þá 235 slökkviliðsmenn sem létust við störf sín á síðasta ári. Eftir að aðr- ir fóru að láta ófriðlega lét óeirða- lögreglan til skarar skríða. ■ 147. AÐILDARRÍKIÐ Nepal gerist aðili að Alþjóða viðskiptastofnun- inni á fundi stofnunarinnar í næsta mánuði. Nepal verður þá 147. ríki heims sem á aðild að stofnuninni og fyrsta ríkið úr hópi fátækustu ríkja heims til að fá aðild að henni. 40% af 23 millj- ón landsmönnum lifa af innan við 70 krónum á dag. NÓBELSVERÐLAUNUM STOLIÐ Þjófar brutust inn í safn í austurhluta Indlands og höfðu á brott viðurkenn- inguna sem Rabindranath Tagore fékk þegar hann hlaut Nóbelsverð- launin í bókmenntum árið 1913. Að auki stálu þeir úri, málverkum og öðrum verðlaunapeningum. Vandi í Sjanghæ: Ekki pláss fyrir grafir SJANGHÆ, AP Lengi hefur þrengt að íbúum Sjanghæ í lifanda lífi en nú er útlit fyrir að það þrengist enn meira um þá eftir dauðann. Sam- kvæmt nýrri skýrslu verður eftir fimm ár ekkert pláss laust til að grafa fólk. Ár hvert látast álíka margir í Sjanghæ og eru búsettir í Reykja- vík, um 100.000 manns. 80% þeirra eru enn lögð til hinstu hvílu í grafhýsum sem taka mikið pláss. Tilraunir stjórnvalda til að fá fólk til að brenna lík látinna ættingja hafa litlum árangri skilað. ■ ABIDJAN Götur borgarinnar breyttust í vígvöll þegar skotið var á fólk í kröfugöngu. Friðurinn úti: Skotnir í kröfugöngu FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Sextán mót- mælendur féllu fyrir hendi örygg- issveita stjórnvalda á Fílabeins- ströndinni þegar skotið var á þátt- takendur í kröfugöngu í Abidjan, höfuðborg landsins, í gær. Fjölmenni tók þátt í göngunni þar sem þess var krafist að friðar- samkomulagi sem náðist á síðasta ári yrði hrundið í framkvæmd að fullu. Samkomulagið batt enda á níu mánaða borgarastríð en eftir atburðina í gær drógu uppreisnar- menn og helsti stjórnarandstöðu- flokkurinn stuðning sinn við sam- komulagið til baka. ■ – hefur þú séð DV í dag Kári sótti 800 milljónir til Panama þar sem 400 milljónir hurfu Heilbrigðiseftirlitið í Garðabæ um hundamál á svæðinu: Erfitt að finna góð afmörkuð svæði GARÐABÆR „Við munum skoða þessi mál almennt. Það er alltaf verið að kanna hvaða afmörkuð svæði kunni að henta til að sleppa hundum lausum, en það hefur reynst erfitt að finna viðunandi lausn, sem allir geta sætt sig við,“ segir Guðmundur Einarsson, for- stöðumaður heilbrigðiseftirlits Garðabæjar. Hundaeigendur eru felmtri slegnir eftir að bóndinn að Páls- húsum við Garðaveg á mótum Garðabæjar og Hafnarfjarðar skaut til bana hreinræktaðan Boxer-hund, sem ásamt öðrum hundum var að leika sér á svæð- inu í fyrradag. Ranghermt var í Fréttablaðinu í gær að bóndinn að Dysjum II hefði drepið hundinn og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Drápið var kært til lögreglunnar í Hafnarfirði sem rannsakar nú málið, en hundarnir höfðu hlaupið frá svæðinu við eyðijörðina Bala í átt að Pálshús- um og fleiri bæjum þar sem kind- ur eru lausar. „Það er mikilvægt að hunda- eigendur axli ábyrgð og hafi stjórn á sínum hundum. Það sem gerðist þarna í fyrradag átti ekki að geta gerst,“ segir Guð- mundur. ■ NÝR BÆJARKJARNI Nýja byggðin mun teygja sig yfir Grafarholt, Keldnaland, Keldnaholt, Blikastaðaland, Hamrahlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfarsfells. Norðurland: Sjúkrahús sýknað DÓMSMÁL Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri var í gær sýknað af ákæru konu um að hafa brugðist á rangan hátt við veikindum hennar með þeim afleiðingum að hún missti sjón á öðru auga. Konan kærði sjúkrahúsið fyrir að hafa ekki kallað til augn- lækni þegar hún leitaði aðstoðar eftir að hafa fallið í yfirlið og misst tímabundið sjónina árið 1998. Í niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að úti- lokað virðist að tilkvaðning augnlæknis hefði bjargað kon- unni frá blindu á öðru auga. ■ ÁGREININGUR EIGENDA Baldur Guðnason er aðaleigandi Sjafnar, sem á helmingshlut í prentsmiðjunni Ásprenti Stíl. Meirihlutinn sagði sonum stofnenda Ásprents upp vegna ágreinings. Synirnir vilja rifta sameiningu Ásprents og Stíls. HUNDSDRÁP Bóndinn að Pálshúsum skaut og drap Boxer-hund sem hafði hlaupið frá eyðijörðinni Bala í átt að bænum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Úlfarsfell Korpúlfsstaðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.