Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 4
4 26. mars 2004 FÖSTUDAGUR Ætlarðu til útlanda um páskana? Spurning dagsins í dag: Var rétt að láta sakborningana í líkfundarmálinu lausa úr varðhaldi? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 85% 15% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Viðræður um framtíð varnarliðsins: Enginn veit neitt nema Davíð VARNARLIÐIÐ „Það kom á óvart að heyra utanríkisráðherra lýsa því yfir að engar viðræður væru á dagskránni,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Sam- fylkingar og nefndarmaður í utan- ríkismálanefnd Alþingis. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti því yfir að óformlegar upplýsing- ar bentu til að hugsanlegar við- ræður við Bandaríkjamenn varð- andi framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli færu mögu- lega fram í apríl næstkomandi. „Halldór Ásgrímsson kom því sem næst af fjöllum varðandi þessa yfirlýsingu Davíðs og stað- hæfði fyrir nefndinni að hann vissi ekki til þess að slíkt væri á döfinni. Þetta eru þá býsna óform- legar upplýsingar Davíðs ef eng- inn veit neitt nema hann.“ Íslensk stjórnvöld óskuðu eftir því á síðasta fundi þjóðanna tveggja í desember að annar fund- ur yrði haldinn skömmu eftir ára- mót en engin staðfesting á því hefur borist og alls óvíst hvort af þeim fundi verður innan tíðar. Magnús Stefánsson, Fram- sóknarflokki, sem einnig sat fundinn, sagði framtíð varnar- liðsins erfitt mál sem enginn vissi endinn á. „Boltinn er alfarið í höndum Bandaríkjamanna og svo getur farið að ekkert gerist fyrr en eftir bandarísku forseta- kosningarnar.“ Hvorki forsætis- né utanríkis- ráðherra svöruðu skilaboðum Fréttablaðsins. ■ Sátt um að Halldór verði forsætisráðherra Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að 66% kjósenda eru sátt við að Halldór Ásgrímsson taki við af Davíð. Dósent í stjórnmálafræði segir niðurstöðuna geta endurspeglað fögnuð yfir að Davíð sé að hætta. KÖNNUN Tæplega 66% þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins eru sátt við að Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra taki við af Davíð Oddssyni sem forsætisráðherra. Rúmlega 34% eru ósátt. Strax eftir kosningarnar í maí í fyrra tilkynntu stjórnarflokkarnir að Davíð myndi víkja úr forsætis- ráðherrastólnum fyrir Halldór 15. september næstkomandi. Í stað- inn mun Sjálfstæðisflokkurinn fá umhverfisráðuneytið og tekur Sigríður Anna Þórðardóttir við því embætti af Siv Friðleifsdóttur. Enginn munur er á afstöðu kynjanna hvort þau eru sátt eða ósátt við að Halldór taki við. Hins vegar er nokkur munur á afstöðu fólks eftir búsetu. Rúmlega 73% fólks á landsbyggðinni segjast sátt við að Halldór taki við sem forsætisráðherra samanborið við tæplega 61% fólks í þéttbýli. Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, segir Halldór geta vel unað við niðurstöðuna. „Þetta virðist vera þó nokkur stuðningur við Halldór,“ segir Baldur. „Hins vegar er hægt að leggja málið öðruvísi upp. Það er ekki ólíklegt að einhverjir sjálf- stæðismenn séu ósáttir við það að Davíð sé að fara úr forsætisráð- herrastólnum og þá er töluvert líklegt að þó nokkur hópur þeirra sem styðja stjórnarandstöðu- flokkana sé sáttur við það. Ef maður dregur þessa ályktun er í raun erfitt að segja hvort niður- staðan endurspeglar mikinn stuðning við Halldór eða hvort hún endurspeglar að menn séu fegnir yfir því að Davíð sé að hætta.“ Baldur segir mun á afstöðu eft- ir búsetu ekki koma sér á óvart. Framsóknarflokkurinn hafi ávallt verið sterkari á landsbyggðinni en í þéttbýli. Skoðanakönnunin var unnin fyrir viku. Hringt var í 800 manns, jafnt skipt milli kynja og hlutfallslega eftir búsetu, og þeir spurðir: „Ertu sátt(ur) eða ósátt(ur) við að Halldór Ásgríms- son taki við sem forsætisráðherra 15. september næstkomandi?“ Alls tók 80,1% aðspurðra afstöðu. Af þeim sem ekki tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 18,4% vera óákveðin og 2,5% neituðu að svara. trausti@frettabladid.is Vísað úr landi: Kveikti í sér GAUTABORG, AP Moldóvi sem var verið að vísa frá Svíþjóð kveikti í sér á Landvetter-flugvelli við Gautaborg þegar átti að færa hann um borð í flugvél á leið til Noregs. Þangað átti að senda manninn samkvæmt ákvæðum Dyflinnarsamningsins um að hæl- isbeiðnir manna séu teknar fyrir í því landi Schengen-svæðisins þar sem þeir koma inn á svæðið. Maðurinn sleit sig úr vörslu starfsmanna sænsku útlendinga- stofnunarinnar og hellti yfir sig vökva sem gæslumenn hans höfðu talið drykk en reyndist eldfimur. Maðurinn kveikti svo í sér og var fluttur illa særður á sjúkrahús. ■ Veitt hæli: Aristide til Suður-Afríku JAMAÍKA, AP Jean-Bertrand Aristide, fyrrum forseti Haítí, fer væntanlega í útlegð til Suður-Afr- íku eftir kosningar í heimalandinu 14. apríl næstkomandi. Þetta segja embættismenn á Jamaíka þar sem forsetinn fyrrverandi dvelur nú. Þeir segja jafnframt að Thabo Mbeki, forseti Suður-Afr- íku, vilji ekki fá Aristide til lands- ins fyrr en eftir kosningar til að koma hans hafi ekki óæskileg áhrif á úrslit kosninganna. Mbeki var einn fárra þjóðar- leiðtoga sem voru við hátíðahöld á Haítí fyrr á árinu í tilefni af tveggja alda afmæli Haítí sem sjálfstæðs ríkis. ■ 26 DÆMDIR Dómstóll í Kaíró fann 26 menn seka um að reyna að end- urreisa Íslamska frelsisflokkinn, sem stjórnvöld bönnuðu eftir til- raun til valdaráns fyrir 30 árum. Mennirnir voru hver um sig dæmdir í eins til fimm ára fang- elsi. Þrír mannanna eru breskir. VILJA AUKINN KVÓTA Líbíustjórn reynir nú að fá OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, til að auka olíukvóta landsins, en samskipti Líbíu við umheiminn hafa batnað mikið eftir að stjórnvöld sam- þykktu að hætta að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Í gær var einnig tilkynnt að ríkið sé í samningum við olíurisann Shell um uppbyggingu og vinnslu. HÚSNÆÐI ORKUVEITU REYKJAVÍKUR Stjórnarformaður segir mörg tilboð hafa borist í húsið. Fasteignir: Áhugi á húsnæði OR FASTEIGNIR „Það hafa borist nokkur tilboð en engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi sölu,“ segir Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur. Margir aðilar hafa sýnt nýrri hús- eign fyrirtækisins að Bæjarhálsi mikinn áhuga og segir Alfreð til- boð allt að fimm milljörðum króna hafa borist inn á borð Orkuveit- unnar. „Þarna er um innlenda aðila að ræða en við höfum ekki tekið neina ákvörðun um að selja. Hins vegar yrði um umtalsverðan hagn- að að ræða miðað við byggingar- kostnaðinn en hann var nálægt þremur milljörðum króna.“ ■ BÍLSTJÓRINN BARINN Reiðir veg- farendur í Chicago réðust á bíl- stjóra og börðu hann eftir að hann ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að vegfar- andinn lést. Sjálfur liggur bíl- stjórinn á sjúkrahúsi. Fyrir tveimur árum barði hópur fólks tvo menn til bana eftir að bíl þeirra var ekið inn í hóp ungs fólks en einn þeirra sem urðu fyrir bílnum lést. Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Bil lund 19.995 kr. Flugsæti Flogið með Loftleidir Icelandic alla miðvikudaga frá 2. júní til. 1. september. Ver› frá VIÐSKIPTI Íslensk Ameríska verslunarfélagið hefur keypt Mylluna Brauð. Kolbeinn Krist- insson, forstjóri Myllunnar, segist ánægður með söluna. Faðir hans stofnaði fyrirtækið árið 1959 og síðan þá hefur það verið í eigu fjölskyldunnar. „Fyrirtækið hefur aldrei verið í betra standi, þannig að við telj- um tímann nú góðan til að selja fyrirtækið.“ Hann segir alltaf erfitt að slíta sig frá því sem menn hafi byggt upp. „Góðu starfsfólki og öðru. Að öðru leyti var þetta ekki erfið ákvörðun.“ Myllan Brauð velti í fyrra einum og hálfum milljarði og hefur fyrirtækið skilað hagnaði öll ár rekstrarsögu sinnar utan eins. Kolbeinn segist ánægður með kaupendurna og fyrirtækin eigi mjög vel saman. Myllan Brauð er markaðs- ráðandi fyrirtæki í bakstri fyrir verslanir. Samkeppnisstofnun þarf að samþykkja kaupin. Guð- mundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, segir að lög- um samkvæmt eigi að leita um- sagnar viku eftir að gengið hafi verið frá samningum. ■ ■ Afríka ■ Bandaríkin ■ Stjórnsýslan FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON Segir að það hafi komið á óvart að engar viðræður væru á dagskrá. ÁNÆGÐUR MEÐ SÖLU Kolbeinn Kristinsson er mjög ánægður með sölu Myllunnar Brauðs, enda þótt erfitt sé að slíta sig frá því sem menn hafa byggt upp. Fyrirtækið hafi aldrei staðið betur. Fjölskyldufyrirtæki selt: Myllan ekki á brauðfótum HALLDÓR OG DAVÍÐ Eftir kosningarnar í maí í fyrra tilkynntu stjórnarflokkarnir að Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra myndi taka við forsætisráðherraembættinu af Davíð Oddssyni 15. september næstkomandi. MEIRIHLUTINN SÁTTUR Spurt var: Ertu sátt(ur) eða ósátt(ur) við að Halldór Ásgrímsson taki við sem for- sætisráðherra? Sátt 66% Ósátt 34% ÞREMENNINGAR Í MOSKVU Jacques Chirac Frakklandsfor- seti og Gerhard Schröder, kansl- ari Þýska- lands, sækja Vladimír Pútín Rúss- landsforseta báðir heim í næstu viku. Þremenningarnir verða allir í borginni á fimmtu- dag í næstu viku en ekki hefur verið gefið upp hvort þeir hittist allir á sama fundinum. RÁÐUNEYTI FLYTUR Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið flyt- ur um helgina í nýtt húsnæði í Vegmúla 3 í Reykjavík en starf- semi ráðuneytisins hefur um langt árabil verið að Laugavegi 116 við Hlemm. Afgreiðsla ráðu- neytisins verður lokuð vegna flutninganna föstudaginn 26. mars og mánudaginn 29. mars. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.