Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 38
FÓTBOLTI Marseille vann Liverpool 2-1 í Evrópukeppni félagsliða í gær og samanlagt 3-2. Emile Heskey kom Liverpool yfir á 16. mínútu með skoti úr vítateig framhjá Fabien Barthez í marki Marseille. Liverpool varð fyrir áfalli á 36. mínútu þegar Igor Biscan var rek- inn út af á 36. mínútu fyrir að toga í stuttbuxurnar á Steve Marlet. Didier Drogba jafnaði metin fyrir Marseille úr vítaspyrnunni sem dæmd var. Abdoulaye Meite skor- aði síðan sigurmark Marseille í síðari hálfleik og þar með er franska liðið komið áfram í keppninni á kostnað Liverpool. Newcastle vann Mallorca 3-0 á Spáni og samanlagt 7-1. Alan Shearer skoraði tvö mörk fyrir Newcastle og Craig Bellamy eitt. Bordeaux vann Club Brugge 1-0 í Belgíu og samanlagt 4-1. Chamakh skoraði mark franska liðsins á 84. mínútu. PSV vann Auxerre 2-0 í Hollandi og saman- lagt 3-2. Mateja Kezman skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik. Roma vann Villarreal 2-1. Emer- son og Cassano komu Roma í 2-0 en Sonny Anderson minnkaði muninn fyrir Villarreal, sem vann rimmu liðanna samanlagt 3-2. Celtic og Barcelona gerðu markalaust jafntefli á Spáni. Skoska liðið vann því samanlagt 1-0. Ítalska liðið Inter er einnig komið áfram eftir sigur á Benfica frá Portúgal með fjórum mörkum gegn þremur. Fyrri leikurinn var markalaus. Leik Valencia frá Spáni og tyrkneska liðsins Genclerbirligi var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Tyrkneska liðið vann fyrri leik liðanna óvænt 1-0. ■ KÖRFUBOLTI Snæfell vann rimmuna samanlagt 3-0 og mætir annað hvort Keflavík eða Grindavík í úr- slitum. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn mun betur og var staðan í hálfleik 29-50 þeim í vil. Þeir héldu áfram að spila vel og voru yfir 43-69 þegar 14 mínút- ur voru til leiksloka. Þegar átta mínútur voru eftir af leiknum voru þeir enn 24 stigum yfir en þá hrukku heimamenn í gang. Það sem eftir lifði leiks skoruðu þeir 36 stig gegn 10 stigum Njarðvík- inga og tryggðu sér sigur eftir æsispennandi lokamínútur. Edmund Dotson var stigahæst- ur Snæfellinga með 26 stig og tók hann jafnframt 14 fráköst. Corey Dickerson skoraði 23 stig og Hlynur Bæringsson átti einnig fínan leik. Hann setti niður 19 stig, tók 16 fráköst og stal boltan- um 6 sinnum. Samanlagt náðu Hlynur og Dotson 18 sóknar- fráköstum í leiknum, þar af 9 í fjórða leikhluta. Skiptu þau miklu máli þegar upp var staðið. Sigurð- ur Þórólfsson skoraði 12 stig og Hafþór Ingi Gunnarsson 8, þar af 6 mikilvæg stig í lokin. Hjá Njarðvíkingum var skarð fyrir skildi að Friðrik Stefánsson spilaði aðeins í 8 mínútur vegna villuvandræða. Brenton Birming- ham var stigahæstur þeirra með 26 stig. Páll Kristinsson kom næstur með 19 stig. Brandon Woudstra var einnig sterkur, skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Halldór Rún- ar Karlsson skoraði 9 stig og hrifsaði til sín 9 fráköst. Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, var himinlifandi í leiks- lok. „Þeir gátu bara ekki tekið frá- köst í lokin. Það var bara þannig í fjórða leikhluta að við skutum þangað til við skoruðum,“ sagði hann. „Við spiluðum ógurlega vörn í fjórða leikhluta og þetta var besta vörnin sem við höfum spilað í vetur. Fyrir seríuna hélt ég að Njarðvík væri besta liðið á land- inu og ég er rosalega stoltur að hafa klárað þetta 3-0. Ég er mjög sáttur við hvað mér gekk vel en ég er ánægður með alla í liðinu. Það voru allir frábærir í þessari seríu, sérstaklega áhorfendurnir.“ Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, var einnig í skýjunum. „Þetta lið er að sýna fram á það að körfuboltaleikur stendur yfir í 40 mínútur. Viljinn er ótrúlegur í þessu liði og það hefur rosalega stórt hjarta til að koma sér í gegnum þessa erfiðu kafla,“ sagði Bárður. Hann var sérstak- lega ánægður með þátt Hlyns Bæringssonar. „Með allri virð- ingu fyrir öðrum íslenskum körfuboltamönnum er Hlynur besti íslenski körfuboltamaður- inn í dag. Hann hefur allt til að bera og er alveg ótrúlegur leik- maður.“ ■ 29FÖSTUDAGUR 26. mars 2004 Ótrúlegar lokamínútur hjá Snæfellingum Snæfell er komið í úrslit Intersport-deildarinnar eftir sigur á Njarðvík, 91-88, á heimavelli sínum í Stykkishólmi. DICKERSON OG HLYNUR Corey Dickerson og Hlynur Bæringsson áttu frábæran leik fyrir Snæfell í gær og hrifsuðu til sín fjölmörg sóknarfráköst. 16 liða úrslit UEFA-bikarsins: Liverpool dottið úr keppni DROGBA Didier Drogba fagnar marki sínu gegn Liverpool. Marseille er komið áfram í keppninni eftir að hafa unnið enska liðið samanlagt 3-2. AP /M YN D FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.