Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 12
Tveir dómar sem voru felldir ígær í alvarlegum kynferðisaf- brotamálum – annar í Héraðsdómi Reykjavíkur og hinn í Hæstarétti – sýna að dómarar hafa tekið mið af andúð almennings á því misræmi sem verið hefur á milli alvarleika kynferðisafbrota og þyngdar dóma. Í báðum tilfellum voru sakamenn- irnir dæmdir til rúmlega fimm ára fangelsisvistar. Fyrir fáeinum miss- erum féllu dómar í sambærilegum málum sem kváðu á um fáeinna mánaða fangelsi – og þá jafnvel skil- orðisbundið að hluta. Þessir eldri dómar voru viðlíka þungir og í fjár- svikamálum – jafnvel þar sem til- tölulega lágar upphæðir voru svikn- ar út og skaði fórnarlamba óljós. Skaði þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisafbrotamönnum er hins vegar augljós, djúpstæður og í alla staði hryllilegur. Kröfur um lengingu dóma í kynferðisafbrota- málum byggðu fyrst og fremst á þessu misræmi í dómum fremur en að vera almenn krafa um þyngri refsingar – krafan snerist því frem- ur um verðmætamat dómstólanna en refsigleði. Þrátt fyrir nokkurn hita í umræð- um um refsiþyngd er refsing kyn- ferðisafbrotamanna síður en svo mikilvægasta verkefni samfélagsins vegna þessara mála. Nú þegar dóm- stólar hafa lagfært augljós mistök sín skapast tækifæri til að ræða brýnni hliðar þessara mála; hvernig getur samfélagið hindrað það að önnur börn og fleiri verði fórnar- lömb svona níðingsskapar? Fælingaráhrif þungra dóma eru umdeilt mál og það er erfitt að tengja saman þyngd dóma og fjölda glæpa. En jafnvel þótt fælingar- áhrifin séu einhver getum við ekki blekkt okkur með því að þyngri dóm- ar í þessum málum muni einir og sér draga úr hættunni á að börn lendi í höndum kynferðisafbrotamanna. Lenging dómanna er því lítið annað en leiðrétting á misræmi í dómskerf- inu. Þyngri dómar yfir þessum mönnum bæta ekki líðan þeirra barna sem þeir misnotuðu. Léttvæg- ir dómar fyrri ára niðurlægðu sárs- auka þessara barna. Þynging dóm- anna að undanförnu dregur úr þess- ari niðurlægingu en bætir ekki af- leiðingar glæpsins sjálfs. Fjöldi kynferðisafbrota gagnvart börnum er slíkur að stjórnvöld geta ekki látið hjá líða að grandskoða þessi mál. Hvað veldur þessum brot- um? Fer þeim fjölgandi? Þarf að auka eftirlit með þeim sem starfa með börnum? Er hægt að lesa úr málum sem hafa komið upp hvort börn sem búa við tilgreindar aðstæð- ur séu í meiri hættu en önnur? En þótt aðgerðir stjórnvalda séu mikilvægar er ekki síður þörf á að við skoðum innri styrk samfélags- ins. Þjáningar barna sem vara árum saman eru líka áfellisdómur yfir samfélagi okkar. Hvernig má það vera að sárþjáð börn lifi meðal okk- ar – stundi nám í skólum, eigi sér ná- granna og vini – án þess að nokur verði sársauka þeirra var eða telji hann vera á sína ábyrgð? ■ Mynd- og nafnbirtingar afmeintum sakamönnum í fjöl- miðlum, ekki síst í DV, eru heitt umræðuefni á netinu þessa dag- ana. Sýnist sitt hverjum um vinnubrögð blaðsins. Sumir hrósa DV fyrir djarfa blaðamennsku og þjónustu við lesendur. Aðrir hall- mæla blaðinu eða fordæma með sterkum lýsingarorðum. Ágúst Borgþór Sverrison skrif- ar á vef blaðamanna www.press.is og segir: „Eftir lestur fréttar um ásakanir á hendur körfuknatt- leiksmanni í DV 23. mars hugsar maður sem svo: Það getur hver sem er komið hverjum sem er á forsíðu DV með því að bera fram nógu krassandi ásakanir. Það verður að draga mörkin þrengra, við ákæru eða handtöku. Ansi hæpið er að draga mörkin við lög- reglurannsókn. Hvað segja menn um þetta?“ Í heilagt stríð við DV Netverji, sem skrifar á malefn- in.com undir nafninu Berglind, vandar DV ekki kveðjurnar: „Ég get ekki orða bundist...Er komin í heilagt stríð við DV. Þvílíka sið- ferðisblindu hef ég vart séð á mín- um æviferli! Ég er ekki á móti málfrelsi svo síður sé, en aðferðir DV öfgamanna er ekki að mínu skapi... Sem betur fer er ég ekki ein um þessa skoðun og finnst mér vera töluverð uppvakning á meðal landsmanna gagnvart þess- um ,“ofsafjölmiðli“ með þá sápu- óperu-skáldskapar-og-siðblindu- öfgamenn, þá Illuga og Mikael, við stjórn. En þeir félagar hafa nýlega fundið sér skemmtilegt leiktæki í sandkassa sínum og hafist handa við að draga fram hvern þann sora sem hægt er að finna á meðal breyskra einstak- linga í þeirri von um að græða smá aur...“ Og Berglind heldur áfram: „Undanfarnar vikur hefur maður horfst í augu við ömurleg- ar forsíður og fyrirsagnir sem settar eru til þess eins að SELJA SEM MEST ....Með slíkum birting- um er um leið verið að rústa fjöl- skyldulífi margra einstaklinga. ... Reynt er að gera sem mest úr fréttinni svo landinn geti að minnsta kosti tengt sig strax við einhvern sem þekkir einhvern sem þekkir viðkomandi glæpa- mann. Þá fyrst verður svo gaman, því þá er hægt að smjatta á þessu til dauðadags!“ Og Berglind segir að lokum: „Ég vil ekki svoleiðis samfélag og mótmæli þessari þróun. Mér finnst hún ekki farsæl lausn við meðhöndlun sakborninga eða við að upplýsa glæpi. Við erum svo heppin að hafa einmitt stofnun sem sér um slík málefni fyrir okk- ur en þar vinna einstaklingar sem vita hvernig meðhöndla skal upp- lýsingar, hvernig vinna eigi úr þeim. Þeir hafa menntast til þess og kallast rannsóknarlögreglu- menn.“ Les með sömu græðgi og aðrir Málverjinn Sparris er ekki sammála. Hann skrifar: „Get ekki séð að leki innan lögreglunar sé vandamál DV. Held að Berglind sé að fara nokkru offari í málflutningi sín- um. Er ekki svolítið gerilsneitt að kenna boðberanum sífellt um í stað þess að draga hinn raunveru- lega sökudólg til ábyrgðar? Það er þá sem fremja ódæðisvekin“. Og málverjinn Húsamús bætir við: „Ég veit ekki hvað mér á eig- inlega að finnast um DV. Ég sit hér og hneykslast á því en sjái ég það í vinnunni þá les ég það með sömu græðgi og aðrir.“ ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um þyngri dóma í kynferðisafbrotamálum. 14 26. mars 2004 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Það hefur verið sýnt framá,sagði hann, að hlutirnir geta ekki verið öðruvísi en þeir eru, því þar sem alt er miðað við einn endi, hlýtur alt um leið að vera miðað við þann allra besta endi. Athugið hvernig nef manna hafa verið gerð fyrir loníetturnar; enda höfum við líka loníettur. Það er bersýnilegt að fætur manna eru til þess gerðir að vera skóaðir, enda höfum við öll eitthvað á fótunum..... þar af leiðir að þeir sem setja að alt sé í lagi eru hálfvitar; maður á að segja að alt sé í allrabesta lagi.“ Þannig farast heimiliskennar- anum Altúngu orð í sögunni af Birtíngi, en sem kunnugt er að- hylltist Altúnga háspekisguð- fræðialheimskenninguna. Þó Altúnga hafi verið að tala um heimili húsbónda síns í Vestfalíu, þá hefði hann allt eins getað verið að tala um Ísland, því hér er nefnilega líka allt í „allrabesta lagi“. Eðlisgreinda þjóðin Á Íslandi býr gáfað fólk, og hefur Ísland mikla sérstöðu með- al þjóða heims hvað almenna greind varðar. Þessi mikla sér- staða birtist í mörgum myndum, m.a. á sviði mennta og menning- ar. Í þessum allra besta íslenska heimi þurfum við ekki að fá menningu og menntun í eins rík- um mæli á vegum sérstakra ríkis- stofnana og annars staðar. Þess vegna er t.d. hlutfall háskóla- menntaðra manna nokkru lægra hér á landi en í nágrannaríkjun- um. Á meðan þjóðirnar í kringum okkur tala um upplýsingaþjóð- félag og nauðsyn aukinnar al- mennrar menntunar og vilja senda sífellt fleiri í háskóla, þá þurfa Íslendingar sem betur fer ekki að hafa slíkar áhyggjur. Við erum svo eðlisgreind. Raunar verður að viðurkennast að þrátt fyrir að allt sé hér í allra besta lagi, þá hafa landsfeður þjóðar- innar á Alþingi þurft að taka á einu erfiðu vandamáli. Það er nefnilega allt of mikil og fullkom- lega óþörf sókn í háskólanám í landinu miðað við hvað þessi þjóð er almennt vel gefin. En þar sem það liggur í hlutarins eðli, að þar sem allt er í allra besta lagi þar sé stjórnviska landsfeðranna líka í allra besta lagi, þá er að sjálf- sögðu búið að leysa þetta litla vandamál. Öfugt við aðrar og ófullkomnari vestrænar þjóðir, sem standa í því reyna að smala fólki inn í háskólana, þá hefur ís- lensk stjórnviska orðið að sjá til þess að fólk sé almennt ekki að mennta sig. Þetta hafa menn gert með ýmsu móti. Stjórnvöld hafa þannig einungis greitt fyrir hluta af þeim nemendum sem fyrir ein- hvern misskilning hafa hópast í háskólanám. Þá herti besta þing allra þinga talsvert á fjárhags- rammanum í fjárlögum í haust til að tryggja það mikilvæga mark- mið, að halda fólki frá skólum. Ekki eins og þeir.... Nú er í umræðunni viðbótaráætl- un til að hindra óþarfa innstreymi nemenda í skóla, en þær hugmyndir felast í því að leggja á skólagjöld. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins hefur enda bent á það í vikunni að skólagjöld séu einmitt órjúfanlegur hlekkur orsakar og afleiðingar til að ná fram besta heimi allra heima. Þannig segir hann að það veki „nokkra furðu að fulltrúar stúdenta útiloki umræður um skólagjöld við HÍ. Þeir hljóta að vilja fá sem bezta menntun, ekki bara „ókeypis“ menntun. Hver vill að ástandið í H.Í. verði eins og í ríkisreknum háskól- um víða í Vestur Evrópu, t.d. í Bret- landi og Þýzkalandi, þar sem áhersl- an hefur verið á að útskrifa sem flesta fyrir sem allra minnsta pen- inga?“ Svona tala einungis þeir sem skilja innsta kjarna háspekisguð- fræðialheimskenningarinnar. Auð- vitað vilja Íslendingar ekki vera eins og vesalings Bretarnir eða Þjóðverjarnir. Íslendingar vilja, eins og fram hefur komið, útskrifa sem fæsta fyrir sem minnsta opinbera peninga. Í því fólst líka vandinn, sem Alþingi tók á – að í stað þess að vera að útskrifa of marga fyrir sem minnsta peninga á nú að útskrifa sem fæsta fyrir sem minnsta pen- inga. Til að tryggja framgang þessa brýna stefnumáls þyrfti rífleg skólagjöld. Það versta sem gæti komið fyrir er að Íslendingar lentu inni á sömu braut og aðrar vestræn- ar þjóðir, sem sífellt eru að sífra um upplýsinga- eða lærdómsþjóðfélög framtíðarinnar. Meginmarkmiðið okkar hlýtur þvert á móti að vera að takmarka aðgang þessarar eðlis- greindu þjóðar að óþarfa menntun – og þá verður allt í allra besta lagi. Sem betur fer eru Alþingi og ríkis- stjórn staðföst á þeirri braut. Gömul gáta Í kvæði eftir Jóhannes úr Kötl- um segir á einum stað: „ – en gömul útslitin gáta þó/ úr gleðinni dró:/ Hvað hét hundur karls/ sem í afdöl- um bjó?“ Ekki verður komist hjá því að spyrja í þessu sambandi hvað allt þetta vel gefna fólk í þessu besta landi allra landa, sem ekki má fara í háskóla, á að gera? Slá menn kannski tvær flugur í einu höggi? Nái annars vegar því meginmark- miði að halda fólki frá háskólunum og takist svo í leiðinni að ná því hlið- armarkmiði að útrýma dulda at- vinnuleysinu í landinu með því ein- faldlega að gera það sýnilegt?! ■ ■ Af netinu Óleyst þrátt fyrir þyngri dóma Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝ SENDING PEYSUR, BOLIR, HÖRBUXUR DV Blaðið vekur heitar til- finningar þessa dagana. Hlerað á netinu ■ Skiptar skoðanir um nafn- og mynd- birtingu fjölmiðla meðal netverja. Heitar deilur um fjölmiðla og sakamál BIRGIR GUÐMUNDS- SON ■ skrifar um forustunauðsyn þess að halda fólki frá háskólum. Um daginnog veginn Allt í allra besta lagi Engin skólagjöld! Engin skólagjöld! Engin skóla- gjöld! – Þetta hrópaði talsverður hópur háskólastúdenta að Páli Skúlasyni háskólarektor fyrir utan aðalbyggingu skólans í vik- unni. Hópurinn hafði safnast þar saman til að leggja áherslu á þá eindregnu kröfu sína að einhverj- ir aðrir en stúdentar greiddu fyrir háskólanám stúdenta. „Engin skólagjöld!“ var krafan og fer vel í munni á útifundi. En það er hægt að orða hlutina með ýmsu móti. Stúdent sem hrópar á engin skólagjöld, hann gæti alveg eins staðið og orgað eitthvað eins og „Ég heimta hér með að bara ein- hver, sama hver, annar en ég borgi menntun mína“ – en sú krafa er kannski ekki eins þægi- leg til hrópa, þó vissulega væri gaman að fylgjast með háskóla- kórnum flytja hana. Látið skattgreiðendur í friði! Hinar einfaldari upphrópanir hljóma nefnilega oft meinlausar en sú hugsun sem að baki býr. Það er allt annað að hrópa „Eflum inn- lenda dagskrárgerð í sjónvarpi“ en að segja „Borgið mér og mínum lík- um af skattfé fyrir að setja saman þau verk sem við viljum gera og sýnið það svo í því sjónvarpi sem allir eru neyddir til að borga til, ef þeir bara eiga tæki“. Sjómaður sem prílar upp í mastur og skorar þar á mávinn og aðra áheyrendur sína að „standa vörð um sjómannaafslátt- inn“, hann gæti alveg eins skrifað í blöðin og hvatt stjórnvöld til að hækka skatta á alla nema sjó- menn“, en það myndi kannski ekki hljóma alveg eins sanngjarnt. Og af því að útifundarmenn virðast alltaf geta notað góðar upphrópan- ir, mætti Vefþjóðviljinn þá stinga upp á einni. „Látiði skattgreiðendur í friði!“ VEFÞJÓÐVILINN Á WWW.ANDRIKI.IS Lýðræðisþróun í Georgíu Hinn 36 ára gamli forseti Georgíu, Mikhail Saakashvili, hefur mikið beitt sér fyrir stjórnunarháttum og að innleiða vestræn gildi í stjórn- sýsluna. Mikil og hröð lýðræðisþró- un hefur átt sér stað í Georgíu frá Rósarbyltingunni svokölluðu og eru miklar vonir bundnar við þingkosn- ingarnar sem fara fram á næstu dögum. Saakashvili leiddi Rósar- byltinguna en tilgangur hennar var að koma þáverandi forseta lands- ins, Shevardnadze, frá völdum. Íbú- ar Georgíu binda því miklar vonir við hinn unga forseta landsins og að hann beiti sér fyrir lýðræðislegri stjórnunarháttum þar sem mikil spilling og fátækt ríkir í Georgíu. ERLA TRYGGVADÓTTIR Á VEFNUM WWW.TIKIN.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.