Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 6
6 26. mars 2004 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa ■ Evrópa GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,17 0,45% Sterlingspund 130,39 -1,27% Dönsk króna 11,77 -0,48% Evra 87,66 -0,51% Gengisvísitala krónu 122,32 -0,51% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 309 Velta 4.140 milljónir ICEX-15 2.552 -0,49% Mestu viðskiptin Pharmaco hf. 397.075 Eimskipafélag Íslands Hf. 167.694 Össur hf 104.909 Mesta hækkun Og fjarskipti hf. 0,91% Hlutabréfsj. Búnaðarbankans 0,54% Mesta lækkun Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. -14,89% Marel hf. -2,47% AFL fjárfestingarfélag hf. -2,00% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.118,9 0,7% Nasdaq* 1.939,6 1,6% FTSE 4.350,4 0,9% DAX 3.802,3 2,0% NK50 1.420,7 0,3% S&P* 1.099,9 0,8% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir yfirmaður bandarískuleyniþjónustunnar, CIA? 2Hvaða fyrirtæki eru íslenskir við-skiptavinir ánægðastir með sam- kvæmt rannsókn Gallup? 3Á móti hverjum er íslenska landsliðiðí handbolta að fara að keppa í næstu viku? Svörin eru á bls. 34 Alfreð Þorsteinsson vísaði aðdróttunum Símans á bug: Ættu að líta í eigin barm VIÐSKIPTI Hafi Síminn áhuga á að taka þennan dans þá er af nógu að taka,“ segir Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórn- ar Orkuveitu R e y k j a v í k u r, vegna ummæla sinna í þættinum Pressukvöld í ríkissjónvarpinu á miðvikudags- kvöldið. Þar sagði Alfreð að ummæli Rann- veigar Rist, stjórnarformanns Símans, varð- andi óeðlilega viðskiptahætti Orkuveitunnar, væru úr lausu lofti gripin og forsvarsmenn Símans ættu að líta í eigin barm. Alfreð segir margt at- hugavert við rekstur Sím- ans. „Það vekur athygli hvernig Síminn getur selt hér ADSL-tengingar fyrir internetið langt undir því verði sem þessi þjónusta kostar. Annað sem hægt væri að nefna er rekstur Breiðbandsins en hann hef- ur aldrei staðið undir sér og forvitnilegt er að vita hvaðan fé til áframhald- andi reksturs þess er kom- ið. Síminn ætti að líta sér nær áður en farið er að hnippa í aðra.“ Í máli Rannveigar á aðalfundi Símans kom fram að Síminn hefði gert margvíslegar kröfur til samkeppnisyfirvalda sem hefðu það að mark- miði að tryggt yrði að Orkuveitan raski ekki samkeppni á fjarskipta- markaði. Nauðsynlegt væri að aðskilja alveg milli þeirrar starfsemi sem nyti sérstakrar verndar og fjarskipta- starfsemi þar sem sam- keppni ætti að ríkja. ■ Ráðherrann kýs að göslast áfram Gremja í garð ríkisins meðal öryrkja vegna ráðstefnu félagsmálaráðherra undir merkjum Evrópuárs fatlaðra. Öryrkjar vilja ekki samstarf við stjórn- völd um Evrópuárið vegna vanefnda á samkomulaginu frá því í vor. FÉLAGSMÁL „Í stað þess að virða vilja og viðhorf fatlaðra kýs félags- málaráðherra að göslast áfram með þetta,“ sagði Garðar Sverris- son, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um ráðstefnu sem stjórn- völd hafa boðað í dag undir merkj- um Evrópuárs fatlaðra. Fréttablaðið greindi fyrir nokkru frá áskorun ÖBI til aðildar- félaga sinna um að sniðganga sam- starf við stjórnvöld um Evrópuárið vegna vanefnda hinna síðarnefndu. Í ítrekunarbréfi sem Öryrkja- bandalagið hefur nú sent aðildarfé- lögunum segir meðal annars að vegna þeirrar ákvörðunar stjórn- valda að standa ekki að fullu við það samkomulag sem gert hafi ver- ið í aðdraganda kosninganna síð- astliðið vor hafi aðalstjórn ÖBÍ samþykkt einróma þann 10. desem- ber s.l. að halda ekki áfram sam- starfi við þau um Evrópuárið nema ákvörðun yrði tekin um að efna til fulls áðurnefnt samkomulag, sem var alger forsenda þess að banda- lagið treysti sér til að halda Evr- ópuárið hátíðlegt með stjórnvöld- um. Tekið er fram, að þrátt fyrir þetta muni bandalagið, eftir sem áður halda áfram fullu samstarfi um öll þau mikilsverðu mál sem nauðsynlegt sé að hafa gott sam- starf um, einungis með því skil- yrði, að stjórnvöld reyni ekki að færa sér í nyt nafn Evrópuárs fatl- aðra. „Í stað þess að virða þennan sáttavilja og efna sameiginlega til áðurnefndrar ráðstefnu hafa stjórnvöld kosið að hunsa heildar- samtök fatlaðra og efna einhliða til hátíðlegrar dagskrár undir merkj- um Evrópuárs fatlaðra,“ segir í ít- rekunarbréfinu. „Þessi afstaða er ekki aðeins umhugsunarverð í ljósi samningsefndanna síðastliðið haust heldur einnig í ljósi þeirrar staðreyndar að eitt helsta mark- miðið með Evrópuári fatlaðra var að tryggja að fullt samráð yrði haft við samtök fatlaðra í allri umfjöll- un um málefni þeirra, að rödd þeirra og sjónarmið fengju að njóta sín til fulls, rétt eins og eðlilegt er talið þegar fjallað er um málefni kvenna og annarra frjálsborinna borgara.“ Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherra vegna málsins í gær, en hann hafði áður sagt við Fréttablaðið að honum þætti leitt að forystumenn öryrkja skyldu ekki taka þátt í ráðstefnunni. „Það breytir ekki því að við höldum okk- ar striki,“ sagði ráðherra þá. jss@frettabladid.is FRESTA FJÁRKÚGUN Lítt þekkt samtök sem hótuðu árásum á franska lestarkerfið á dögunum fengju þau ekki greiddar háar fjárhæðir hafa nú frestað árásun- um, að eigin sögn meðan þau eru að búa sig betur undir að geta staðið við hótanirnar. Tilkynning- una sendu þau frá sér daginn eft- ir að sprengja fannst við lestar- teina í Frakklandi. FORSETI SNÝR AFTUR Flugvél Vaclavs Klaus, forseta Tékklands, varð að lenda á flugvellinum í Lissabon skömmu eftir að hún fór í loftið að lokinni opinberri heim- sókn hans til Portúgals. Ástæðan var ótilgreind vélarbilun. Forset- inn varð því að bíða eftir því að flugher Tékklands sendi aðra flugvél eftir honum. ELBARADEI Í EGYPTALANDI Egyptinn ElBaradei ræddi í gær við Mubarak Egyptalandsforseta. Eftirlit með kjarnorku: Mikið verk óunnið í Íran KAÍRÓ, AP Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin hefur nærri því lokið starfi sínu í Líbíu en mikið verk er enn óunnið í Íran, sagði Mo- hammed ElBaradei, yfirmaður stofnunarinnar, eftir fund sinn með Hosni Mubarak, forseta Eg- yptalands, í fyrradag. ElBaradei sagðist myndu fara til Írans snemma í næsta mánuði í von um að sannfæra þarlend stjórnvöld um að sýna stofnuninni fullt samstarf. Þannig gætu starfsmenn hennar komist að raun um hvort kjarnorkuvopna- áætlun Írana lúti einungis að frið- samlegri notkun kjarnorkunnar. Fyrr í mánuðinum neituðu Íranar eftirlitsmönnum að sinna eftirliti í Íran eftir að stofnunin gagnrýndi Íran fyrir að greina ekki nægilega vel frá kjarnorku- áætlunum sínum. Það eftirlit hefst aftur á morgun. ■ Lítill sparnaður þjóðarinnar: Spurning um fyrirhyggju ÞJÓÐARHAGUR Sparnaður þjóðfé- lagsins er með því minnsta sem um getur. Í morgunkorni Grein- ingardeildar Íslandsbanka segir að sparnaður hafi ekki mælst minni síðan árið 2000, en þá hafði sparnaður ekki verið minni síðan árið 1960. Í þjóðhagsreikningum Hagstofunnar kemur fram að ráð- stöfunartekjur þjóðarinnar að frádreginni neyslu er ekki nema 1,2 prósent. Greining Íslandsbanka segir líkur á að sparnaður verði enn minni í ár. „Það er umhugsunarefni hvað fyrirhyggju varðar og þeirra væntinga sem nú virðast blunda með þjóðinni til komandi hagvaxt- arskeiðs.“ ■ ALFREÐ ÞORSTEINSSON Segir grun sinn vera að Síminn hafi óhreint mjöl í sínu pokahorni og eigi því lítið með að- dróttanir í garð Orkuveitunnar. „Síminn ætti að líta sér nær áður en farið er að hnippa í aðra. 40 HANDTEKNIR Lögregla sem rannsakar dauða 20 Kínverja sem drukknuðu við skeljatínslu í febr- úar handtók í gær 40 manns í tengslum við rannsóknina. Meðal þeirra handteknu eru tveir menn frá Úkraínu en annar þeirra er talinn vera höfuðpaur glæpasam- taka sem báru ábyrgð á dauða fólksins. ÓSÆTTI Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra undirrituðu samkomulag sem nú hefur leitt til ósamkomulags. FRÉTT FRÉTTABLAÐSINS Fréttablaðið fjallaði um málið í janúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.