Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 29
Anna S. Þorvaldsdóttir, GesturGuðnason og Ólafur Björn Ólafsson útskrifast úr tónsmíða- deild Listaháskóla Íslands nú í vor. Í kvöld verða burtfararprófs- tónleikar þeirra haldnir í Salnum í Kópavogi, þar sem flutt verða verk eftir þau öll. Áður en þau tóku það skref fyr- ir þremur árum að innrita sig í tónsmíðanám við Listaháskólann höfðu þau öll fengist töluvert við að búa til tónlist. Þau höfðu verið í ýmsum popp- og rokkhljómsveit- um en fundu hjá sér þörf til að læra meira um tónsmíðar. „Mann langaði til að læra að höndla eitthvað á stærri skala,“ segir Gestur. „Ég hafði aðallega samið popp- og rokklög, en fann fyrir ákveðnum takmörkunum á því að höndla það efni sem ég var að vinna með. Mig langaði að læra að gera mér svolítið meiri mat úr hlutunum. Og það hefur tekist.“ Bæði Anna og Ólafur Björn taka undir þetta. Í náminu hafa þau einnig stöðugt verið að semja eitthvað. Tvisvar á ári eru haldnir tónleikar í skólanum, þar sem flutt eru verk eftir nemendur í tónsmíðadeild- inni. Þau sækja mikið af greiningar- áföngum þar sem þau kryfja hvert tónverkið á fætur öðru. „Síðan erum við öll í einka- tímum,“ segir Anna. Þeir Ólafur Björn og Gestur hafa verið hjá Úlfari Inga Haraldssyni, en Anna hefur sótt einkatíma til Mistar Þorkelsdóttur, og var áður hjá föður hennar, Þorkeli Sigur- björnssyni. „Þetta er mjög tæknilegt nám að mörgu leyti en síðan byggist það líka á því sem þú gerir sjálf- ur,“ segir Gestur. „Að því leyti er þetta ekki ósvipað því að vera í hljóðfæranámi. Þú ert alltaf að æfa þig, skrifa eitthvað og æfa tónsmíðatæknina.“ Eftir Ólaf Björn verður flutt verkið Upplausn, sem er fyrir fimmtán manna hljómsveit og rafhljóð. Eftir Önnu verður flutt verkið Sundrung – eining, sem einnig er fyrir fimmtán manna kammersveit, sem að stærstum hluta er skipuð strengjahljóð- færum. Verk Gests heitir síðan Morula, og er fyrir sjö einleiks- hljóðfæri. ■ ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Á tónleikum tónsmíðadeild- ar Listaháskóla Íslands í Salnum í Kópavogi verða flutt lokaverkefni þriggja nemenda: Upplausn eftir Ólaf Björn Ólafsson, Morula eftir Gest Guðnason, og Sundrung – eining eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.  20.00 Hljómsveitirnar Angurgapi, HOD og Refleks koma fram á tónlistar- hátíðinni Ungjazz 2004 á Hótel Borg.  23.00 Hljómsveitin Vax spilar á Grand Rokk. Bargátan verður klukkan 17.30  23.30 Norska söngkonan Heidi Marie Westrheim heldur tónleika á Jóni forseta.  Hljómsveitin 3-Some verður með spánýtt prógramm á neðri hæð Celtic Cross. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir gamanleikinn Rapp og rennilásar eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur í Ásgarði, Glæsibæ.  20.00 Leikfélag Akureyrar sýnir Draumalandið eftir Ingibjörgu Hjartar- dóttur í Samkomuhúsinu á Akureyri. Að lokinni sýningu býður leikfélagið upp á umræður og skoðunarferð um leik- húsið.  20.00 100% “hitt” með Helgu Brögu í tónlistarhúsinu Ými, Skógarhlíð 20.  20.00 Halaleikhópurinn sýnir Fíla- manninn í Hátúni 12. Gengið er inn norðanmegin, við hliðina á Góða hirðin- um.  20.00 Þetta er allt að koma á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Chicago eftir Kander, Ebb og Fosse á stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Íslenska óperan sýnir Brúð- kaup Fígarós eftir Mozart með Berg- þóri Pálssyni, Auði Gunnarsdóttur, Huldu Björk Garðarsdóttur, Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, Sesselju Krist- jánsdóttur og Davíð Ólafssyni í helstu hlutverkum.  20.00 Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams í Borgarleikhúsinu.  20.00 Söngleikurinn Litla hryllingsbúðin verður sýndur í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ.  20.00 Leikhúskórinn á Akureyri sýnir Kátu ekkjuna eftir Franz Lehár í Ketilhúsinu á Akureyri. Síðasta sýningar- helgi.  21.00 Einleikurinn Sellófon í Iðnó. ■ ■ SKEMMTANIR  Hljómsveitirnar Spútnik, Von og Herramenn troða upp á miklu Skag- firðingakvöldi á Players í Kópavogi.  Stuðmenn verða í stuði á NASA við Austurvöll. Síðan tekur hljómsveitin Í svörtum fötum við.  Gestir skemmtistaðarins De Palace fá að kynnast mýkri hlið á teknó- snúðum Exos þegar hann spilar pumping house og eins og honum einum er lagið.  Strákarnir í Buff skemmta á Gauk á Stöng.  Veislukvöld með Eddu Björgvins á Kaffi Reykjavík.  Hljómsveitinn Karagter er á Vél- smiðjunni, Akureyri.  Hljómsveitin Spilafíklarnir spilar á Rauða ljóninu við Eiðistorg. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Roger Crofts, sem situr í stjórn Alþjóðlegu náttúruverndarsam- takanna, IUCN, flytur hádegisfyrirlestur á Hótel Borg um Vatnajökulsþjóðgarð í boði Landverndar og Landgræðslu ríkis- ins.  13.15 Lögfræðideild Viðskipta- háskólans á Bifröst stendur fyrir mál- þingi á Bifröst um skattamál þar sem mörk óleyfilegrar sniðgöngu og eðlilegr- ar skattaráðgjafar verða í brennidepli. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 26. mars 2004 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 23 24 25 26 27 28 29 MARS Föstudagur ■ TÓNSMÍÐAR Föstud. 26. mars kl. 21.00 -UPPSELT Aukasýning laugard. 3. apríl. Miðasala í Iðnó sími: 562 9700 Síðustu sýningar Sýningin sem slegið hefur í gegn Miðasalan er opin kl. 14-18 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Sími miðasölu: 511 4200 www.opera.is midasala@opera.is eftir Mozart 7. sýning fös. 26. mars kl. 20 - UPPSELT 8. sýning sun. 28. mars kl. 19 - UPPSELT 9. sýning fös. 2. apríl kl. 20 - UPPSELT ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Ósóttar pantanir seldar tveimur dögum fyrir sýningu. Brúðkaup Fígarós e. Birgi J. Sigurðsson. Leikfélag Mosfellssveitar sími: 566-7788 Sýnt á föstudögum og laugardögum í vetur Miðaverð kr 1500 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Spreyta sig í Salnum TÓNSKÁLD FRAMTÍÐARINNAR Ný tónverk eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, Gest Guðna- son og Ólaf Björn Ólafsson verða flutt á burtfarar- prófstónleikum þeirra í Salnum í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan átta og aðgangur er ókeypis.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.