Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 15
matur o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Bílar o.fl... LAUGARDAGAR ■ Eldað í örbylgjuofni Ávextir og grænmeti eiga aðvera á matseðlinum á degi hverjum. Framboðið er mis- mikið eftir árstíðum – og ferskleiki, bragð og þroski ávaxta og grænmetis fer almennt eftir árstímanum. Þroskastig ávaxta og græn- metis hefur áhrif á útlit, áferð og bragð. Sumar tegundir halda áfram að þroskast eftir upp- skeru en aðrar eru háðar því að vera tíndar á réttum tíma. Bananar eru til dæmis yfirleitt tíndir grænir en verða gulir og ljúffengir við geymslu. Meðal ávaxta- og græn- metistegunda sem þroskast eftir uppskeru eru avókadó, epli, bananar, melónur og tómatar. Tegundir sem ekkert þroskast eru til dæmis appel- sínur, ananas, sítrónur, eggald- in og gúrkur. Heimild: manneldi.is Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur Ölgerðin Egill Skalla-grímsson hefur sett á markað Egils páskaöl bland- að Egils appelsíni. Páskaölið er selt í hálfs lítra dósum og fæst í öllum helstu matvöruversl- unum landsins. Páska- ölið er framleitt í tak- mörkuðu magni. Því svipar til malt- og app- elsínblöndunnar sem ungir og aldnir hafa notið yfir hátíðar um árabil. ■ Tvö kröftug argentínsk vín Vínhúsið Martins í Argent-ínu var stofnað af portú- gölskum innflytjendum. Vín- ekrurnar liggja hátt, í 750 til 1.500 metra hæð í skjóli And- esfjallanna. Víngerðarmaður- inn Carlos Falcó hefur verið sporgöngumaður um ræktun nýrra afbrigða auk þess að hafa „enduruppgötvað“ tem- pranillo þrúguna í Argentínu, sem er reyndar höfuðþrúga Spánar eins og aðdáendur Rioja-vína geta vitnað um. Martins Tempranillo Fjólurautt með vott af súkkulaði og kaffi bæði í ang- an og bragði. Einnig kemur að- eins fram marsip- an sem gefur vín- inu skemmtilegan sætutón. Góð fyll- ing, mjúkt og langt eftirbragð. Hentar vel með tómatlög- uðum pastaréttum, nautacarpaccio , léttu paté og lambi. Verð í Vínbúð- um 1.040 kr. Martins Cabernet Sauvignon Oak Rúbinrautt, bragð- mikið í góðu jafn- vægi og nokkuð kröftugt. Flauels- mjúkt en þó frekar kryddað, örlítill eik- arkeimur með vanillutón og blóm- um. Hentar vel með dökku krydduðu kjöti og villibráð. Vínið hefur verið tvö ár á eikartunnum sem gefur því mikla fyllingu og karakter. Verð í Vínbúðum 1.150 kr. Vín vikunnar MARIA JOLANTA POLANSKA Man eftir borðhaldinu á páskadagsmorgun. Páskamatur í Póllandi: Blessuð egg í morgunmat Ég man þetta nú varla, það ersvo langt síðan ég flutti til Ís- lands,“ segir Maria Jolanta Polanska hlæjandi þegar hún er spurð út í hefðbundinn páskamat í Póllandi. „Mér finnst maturinn hérna líka mjög svipaður pólskum mat. Nema að Pólverjar borða lítið af lambakjöti. Svo er Pólland mjög stórt land og misjafnir siðir í hverjum landshluta.“ Maria segist þó muna að í Pól- landi er morgunmaturinn á páska- dag aðalmáltíðin. „Allir fara í morgunmessu og halda svo upp á páskana með morgunmat. Við fór- um til dæmis alltaf heim til ömmu minnar og hún var með hlaðborð með alls konar réttum. Kjöti, fiski, salati og fleiru.“ Hún segir Pólverja líka Íslendingum að því leyti að þeir leggi mikið upp úr matnum um hátíðar og því sé til dæmis mikið bakað fyrir páskana. Maria nefnir líka annan pólsk- an sið, að fara í kirkju laugardag- inn fyrir páskadag með harðsoðið egg, brauð, salt, pipar og álegg í körfu og láta blessa matinn. Síðan er þetta snætt á páskadagsmorg- un á meðan fólk óskar hvert öðru alls hins besta. „Ég hélt alltaf að þetta væri kaþólskur siður en svo komst ég að því að þetta þekkist bara í Póllandi. Og að kaþólskir prestar hérna kannast ekkert við þetta.“ Á föstudaginn langa er fasta samkvæmt kaþólskum sið. Maria segir að þeir allra trúuðustu fasti alveg en aðrir forðist að borða kjöt þennan dag. Stemningin sé þó sú að því minna sem þú borðar þennan dag því betra. María Valgeirsson, sem rekur pólsku búðina Stokrotka, segir að undirbúningur fyrir páskana í Póllandi sé svipaður og fyrir jólin. „Við borðum allt það besta. Egg eru mjög mikilvæg og fólk málar soðin eggin til að setja í körfuna. Ég get líka nefnt hvíta pulsu sem þykir mjög mikilvæg fyrir pásk- ana, en hún er líka sett í körfuna sem síðan er blessuð í kirkjunni.“ audur@frettabladid.is Martins Margir kannast við að eiga flott-an örbylgjuofn en nota hann ekki til neins annars en að poppa og hita upp afganga. En það er ýmis- legt sem gera má með örbylgju- ofninum. Víða eru seld ílát sem nota má til að elda flóknari rétti og baka kökur í örbylgjuofni, en hér á eftir fylgja einfaldari hugmyndir. Beikon Ef þið viljið steikja beikon í ör-bylgju er þjóðráð að setja bréf af eldhúsrúllu undir og yfir. Bréfið sýgur þá í sig fituna úr beikoninu sem verður stökkt og brakandi. Lít- ið í einu; tvær mínútur í 800 wött- um. Bakaðar kartöflur Bökunarkartöflur má baka í ör-bylgjuofni. Þvoið kartöfluna, stingið einu sinni í hana með gaffli og vefjið inn í eld- húsbréf. Einnig má setja hana í plastfilmu og gata. Ef miðað er við 800 wött ætti að vera nóg að hita kartöfluna í fjórar til sex mínútur, eftir stærð kartöflunnar. Látið svo kartöfluna standa í eina mínútu áður en hún er snædd. Grænmeti Gætið þess að skera grænmetið íjafna bita. Ekki krydda eða salta það áður en það er sett í ör- bylgjuna. Hitið grænmetið í íláti sem þolir að fara í örbylgjuofn, setjið plastfilmu yfir og gatið filmuna. Tak- ið filmuna af þegar grænmetið er tekið út og látið standa í eina mínútu. Egg Það getur verið flókið að elda eggí örbylgjuofni. Í fyrsta lagi má ekki setja eggin beint í ofninn því þá springa þau. Því verður að brjó- ta skurnina og hella innihaldinu í ílát sem þolir örbylgjuofn. Í öðru lagi eldast eggjarauðan hraðar en eggjahvítan. Því er auðveldast að hræra eggin og elda þau svo. Ann- ars verður að minnsta kosti að stin- ga á eggjarauðuna, svo hún springi ekki. Betra er að loka ílátinu með plastfilmu sem búið er að gata. Nýtt frá Ölgerðinni: Páskaöl blandað appelsíni Ávextir og grænmeti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.