Fréttablaðið - 26.03.2004, Qupperneq 17
2 26. mars 2004 FÖSTUDAGURfermingar
LAUGAVEGI 87, SÍMI 511 2004
Sængur og koddar
FERMINGARGJÖFIN Í ÁR
Ár hvert leiðir séra JakobÁgúst Hjálmarssonar, sóknar-
prestur í dómkirkjunni, hluta
fermingarbarna sinna til skírnar.
„Þegar þau eru orðin þetta full-
orðin er mjög mikilvægt að búa
þannig um skírnina að hún sé sér-
stök og persónuleg upplifun,“ seg-
ir hann, en telur mikilvægt að
skírnin sé aðskilin sjálfri ferm-
ingarathöfninni.
„Í okkar sókn eru óvenjumörg
börn óskírð eða næstum tíunda
hvert fermingabarn. Þetta er ekki
í öðrum sóknum nema þá ef til vill
í Hallgrímskirkju og telst því ein-
kennandi fyrir þetta svæði.“ Í
dómkirkjunni hefur þessum hópi
barna verið búin sérstök skírn-
arathöfn á páskavökunni
sem er laugardagkvöld
fyrir páska. Páska-
vakan var notuð til
hópskírna í frum-
kirkjunni og voru
trúnemar skírðir
þannig fram á
síðasta árþúsund.
Fastan þótti
ágætis undir-
búningstími og
var svo vakan
notuð til skírnar.
„Fyrir þá sem
eru óskírðir er
kirkjan í myrkri og
við skírnina koma
þeir í ljósið,“ segir
séra Jakob. „Það er
því táknrænt að
athöfnin fari fram að
kvöldi til. Á vökunni er
páskaljósið tendrað og
þegar kirkjan er ljómuð
eru aðstæður réttar til að
skíra. Hinsvegar eru pásk-
arnir í ár fremur seint á
ferðinni eins og síðustu ár. Því
hafa fermingar hjá okkur færst
fram fyrir páska. Þannig höfum
við ekki um sinn geta haldið í
þessa hefð á páska-
vökunni. Við reynum
samt að finna góðan
tíma fyrir þessa athöfn,“ bætir
séra Jakob við. Þegar nær dregur
fermingunni þá er þeim börnum
sem taka skírn veitt sérstök
fræðsla um skírnina og þannig
eru þau meðvituð um tilgang og
merkingu hennar.
Séra Jakob segir þó þessi börn
ekki vera sérstaklega meira með-
vituð um tilgang fermingarinnar
en önnur fermingarbörn. „Að
standa frammi fyrir ungmenni
sem hefur valið það sjálft að taka
skírn er alltaf hátíðlegt. En það er
líka indælt að taka á móti litlu
barni í skírn. Þetta eru tveir val-
kostir sem fólk hefur og báðir
hafa sitt gildi.“ ■
Fermingarbörn í 101 skírð í sérstakri messu:
Tíunda hvert
barn óskírt
SÉRA JAKOB
ÁGÚST HJÁLM-
ARSSON
Séra Jakob telur
mikilvægt að
búa þannig um
skírnina að
hún sé sér-
stök og per-
sónuleg upp-
lifun.
Við hlökkum mikið til að ferm-ast,“ segja þær Svandís og
Guðrún tvíburasystur sem munu
fermast á sunnudaginn kemur í
Árbæjarkirkju. Þær hafa gengið
til prestsins eins og önnur ferm-
ingabörn og segjast hafa lært
meira um Guð, trúna og boðskap-
inn.
„Við skiljum trúna betur núna,“
segir Svandís, en bætir við að það
sé alveg ótrúlegt hvað sum börnin
viti lítið. Það séu dæmi um það að
þau kunni ekki einu sinni Faðir-
vorið. En þær kunni hinsvegar
margt af því sem er kynnt fyrir
þeim í fermingarfræðslunni því
þær hafi fengið trúarlegt uppeldi.
„Við trúum á Guð og þess
vegna fermumst við,“ heldur
Svandís áfram. Þær eru sammála
að mikilvægast sé að játast Guði
og staðfesta skírnina. „Auðvitað
er mjög gaman að hafa veislu og
fá gjafir en það er ekki sem skipt-
ir mestu máli,“ segja systurnar.
„Flest fermingarbörn vilja fá pen-
inga og það viljum við líka,“ segja
þær. Svandís er að safna sér fyrir
hesti en Guðrún ætlar að leggja
sína peninga inn á bók.
„Það er mjög skemmtilegt að
við skulum fermast saman. Það er
gaman að standa saman í undir-
búningum og við ræðum ferming-
una okkar á milli,“ segja þær
Svandís og Guðrún. Þeim finnst
aftur á móti mikilvægt að fermast
ekki á sama degi og vinkonur sín-
ar, því þær vilja geta farið í veisl-
urnar hjá þeim.
„Reyndar eru nokkrar vinkon-
ur mínar sem fermast í kvenna-
kirkjunni og fermast þá á laugar-
degi. Mér finnst það svolítið sér-
stakt en sniðugt. Ég fór í einn
tíma í fermingarfræðslu með vin-
konu minni og það voru bara
stelpur og kvenprestur að kenna,“
segir Guðrún. Þær hlæja þegar
þær eru spurðar hvort nokkuð
hafi komið til árekstra þeirra á
milli hvað varðar val á fermingar-
fötum. Þær segjast hafa líkan
smekk en vilja ekki endilega það
sama. „Við verðum ekki eins
klæddar,“ segir Svandís og segir
það misskilning ef fólk telur þær
gera allt eins þó þær séu tvíburar.
„Við erum fyrst og fremst systur
frekar en tvíburar. Stundum koma
slæmir kaflar í sambandið hjá
okkur en að öðru leyti erum við
mjög góðar vinkonur. Við erum
alveg eins og aðrar systur, bara
jafngamlar.“ ■
Fermingarkort bera fallegaróskir til handa barninu á
heilladegi þess. Þau hafa tekið
breytingum í áranna rás eins og
annað og tískan haft sín áhrif.
Kort með myndum af fermingar-
dreng eða -stúlku hafa þó alltaf
haldið velli en greiðslan og
myndatakan aftur á móti tekið
mið af tíðarandanum. Nú eru ný-
komin á markað kort sem líta út
eins og gömul. Þau gætu hafa ver-
ið gefin út um það leyti sem
langafi og langamma fermingar-
barnsins stóðu í þess sporum.
Sum þeirra innihalda heilræði og
vers. Útgefandi er fyrirtækið
Kroppar og kiðlingar og kortin
fást á bensínstöðvum Shell. ■
Tvíburasystur fermast:
Mikilvægast að játast Guði
og staðfesta skírnina
Ný kort í gömlum búningi
NÝ KORT Í GÖMLUM STÍL
Sum innihalda heilræði og vers.
SVANDÍS OG GUÐRÚN
„Auðvitað er mjög gaman
að hafa veislu og fá gjafir en
það er ekki sem skiptir
mestu máli.“