Fréttablaðið - 26.03.2004, Síða 45
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R
Rosa góður
draumur maður
SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Fylgstu me› dagskránni
WWW.NORDUR.ISLÁTTU fiIG EKKI VANTA!
s k í › a l ö n d i n
s u n d l a u g a r n a r
m e n n i n g i n
h l j ó m s v e i t i r n a r
g i s t i s t a › i r n i r
v e i t i n g a h ú s i n
...og allt hitt!
Mig dreymdi í nótt að ég væriforsætisráðherra. Ég var dálítið
spaugilegur kall, með mikið hár, eins
konar afrógreiðslu. Ég var búinn að
vera forsætisráðherra lengi.
EITT VAR dálítið sérkennilegt. Það
var eiginlega alveg sama hvað ég
sagði, ég þurfti aldrei að rökstyðja
neitt. Ég fór bara einstaka sinnum
upp í ræðustól á Alþingi og sagði eitt-
hvað út í loftið. Svo fór ég bara heim
til mín. Svo fór ég í viðtal í sjónvarp-
inu og útvarpinu og sagði bara eitt-
hvað út í loftið. Ég þurfti aldrei að
mæta neinum sem var ósammála
mér. Þurfti aldrei að verja mál mitt.
Ég prófaði til dæmis að segja að nið-
urstöður kosninganna á Spáni væru
ömurlegar og að Spánverjar hefðu
lúffað fyrir hryðjuverkamönnum.
Auðvitað dálítil móðgun við Spán-
verja, og verulega ónærgætið miðað
við það að fullt af fólki hafði rétt
áður látið lífið, en það var sama. Ég
sagði þetta bara og öllum í kringum
mig fannst það gott hjá mér.
OG DRAUMURINN hélt áfram.
Ég lagði fram frumvarp um að
hækka eftirlaunin mín, og það var
samþykkt. Ég lét undanskilja höf-
undarlaunin mín frá því að vera
dregin frá eftirlaunum, og það var
samþykkt. Ég gat gert allt sem mér
sýndist. Haldið ríkisráðsfund, partí
út af heimastjórninni og gefið út bók.
Alltaf var helmingur þjóðarinnar
sammála mér og hinn helmingurinn
skipti mig engu máli. Ég réði öllu.
Það sveipaði drauminn súrrealískum
blæ að í kringum mig voru alltaf ein-
hverjir undarlegir skælbrosandi
menn sem voru alltaf sammála mér
og fannst ég æðislegur.
EN SVO KOM að því í draumnum
að ég var að ganga á Austurvelli með
ráðgjöfum mínum, sem auðvitað
voru skælbrosandi, og ég sagði bara
eitthvað út í loftið, eins og vanalega,
og allir hlógu, að þá kom allt í einu
að mér lítið barn. Og þetta barn
benti mér á það, fyrir framan alla –
og mér fannst það dálítið niðurlægj-
andi – að ég var ekki í neinum fötum.
Ég var algjörlega allsber. Eða hvort
ég var í nærbuxum, ég man það ekki.
En alla vega. Við þetta vaknaði ég.
Bakþankar
GUÐMUNDAR
STEINGRÍMSSONAR