Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 19
26. mars 2004 FÖSTUDAGURfermingar Í snotru húsi við Laugarnesveg-inn í Reykjavík eiga heima tví- burabræðurnir Andri og Sindri Hjartarsynir. Þeir eru meðal fermingarbarna vorsins í Laugar- neskirkju. Það er fleira sem pass- ar vel saman hjá bræðrunum en nöfnin. Fermingardaginn þeirra ber uppá 4.4. 04 sem verður að teljast nokkuð sérstakt. Við bönkuðum upp á hjá þeim bræðrum eitt kvöldið og spurðum hvernig fermingin legðist í þá. „Mjög vel,“ svarar Sindri að bragði. Þeir eru líka sammála um að undirbúningurinn í kirkjunni hafi verið skemmtilegur og þeir hafi fræðst þar um margt sem þeir vissu ekki áður. „Við erum trúaðri núna en við vorum,“ segja þeir. Báðir hafa þeir lært trúarjátn- inguna utan að, segjast reyndar hafa kunnað eitthvað af henni fyrir. En þeir eiga báðir eftir að velja sér ritningarorð til að flytja við altarið. Næst forvitnumst við aðeins um áhugamál þeirra bræðra. „Mín áhugamál eru fótbolti og golf,“ svarar Sindri og Andri kveðst hafa gaman af fótbolta, tölvum og tónlist. Eftir rúma viku verða þeir bræður orðnir fermdir og ætla af því tilefni að bjóða ættingjum og vinum til veislu á hátíðisdaginn þann 4.4. 04. ■ Á fyrstu öldum kristni sáu bisk-upar einir um skírnir en er söfnuðirnir stækkuðu fengu prestar líka leyfi til þess. Upphaf- lega máttu líka bara biskupar ferma og var þá oft talað um að börn væru biskupuð. Sú athöfn fór fram þegar barnið komst á fund biskups og því var fólk á mismunandi aldri þegar það fermdist, allt frá því að vera nokkurra mánaða gömul upp í að vera nær fullvaxta. Fermingar í Evrópu á mið- öldum fóru til dæmis fram í sam- bandi við vísitasíur biskupa sem gátu verið með margra ára milli- bili í ýmsum hlutum biskups- dæmanna. Þar sem mögulegt var að koma á fastri skipan voru börn- in oftast 7–12 ára gömul þegar þau fermdust og áttu þau þá að hafa hlotið uppfræðslu í kristnum fræðum af fullorðnu fólki í kringum sig. Hér á landi munu fermingar hafa verið nokkuð reglulegar á miðöldum því bisk- upar voru á tíðum yfirreiðum. Fermingin er eitt af sakrament- um kirkjunnar í kaþólskum sið. Skilningur manna á henni breyttist mikið við siðaskiptin. Hún var eig- inlega talin óþörf þar sem hún gæti varpað skugga á skírnina sem litið var á sem endurfæðingu. Fermingin var því nánast lögð nið- ur á siðbreytingartímanum og síð- an tekin upp í nýrri mynd. Þar sem farið var að krefjast ákveðinnar þekkingar í kristnum fræðum af öllum sem vildu ganga til altaris varð hin endurskoðaða fermingar- athöfn einkum bundin prófi í kristnum fræðum, fyrirbæn og blessun. Eftir það var athöfnin framkvæmd af prestum og fór fram árlega í hverju prestakalli. Á 18. öld var algengt að börn væru fermd 9–12 ára gömul en þar sem það þótti fullungt var aldurinn hækkaður í það sem nú tíðkast. ■ Tvíburabræðurnir Andri og Sindri: Ætla að fermast 4.4. 04 SINDRI OG ANDRI Hafa fræðst um margt trúarlegt í vetur sem þeir vissu ekki áður. Fermingin: Eitt af sakramentum kirkjunnar í kaþólskum sið Í KIRKJUNNI Hin endurskoðaða fermingarathöfn er einkum bundin prófi í kristnum fræðum, fyrirbæn og blessun. 6    

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.