Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 35
26 26. mars 2004 FÖSTUDAGUR KOBE BRYANT Kobe Bryant , leikmaður L.A. Lakers, reynir körfuskot í leik gegn Sacramento Kings. Brad Miller fylgist með. Bryant átti frábæran leik og skoraði 36 stig í stórsigri Lakers, 115-91. Körfubolti Breytingar hjá Þóreyju Eddu: Nýr umboðsmaður STANGARSTÖKK Þórey Edda Elís- dóttir stangarstökkvari hefur ákveðið að skipta um umboðs- mann. Vésteinn Hafsteinsson hefur verið umboðsmaður hennar en í hans stað kemur Þjóðverjinn Marc Osenberg. Þórey þekkir vel til Osen- bergs því hann er með skrif- stofu á æfingavelli hennar og er umboðsmaður æfingafélaga hennar. Að því er kom fram á heimasíðu Þóreyjar fer hún í æfingabúðir til Suður-Afríku 1. apríl þar sem hún mun dvelja í tvær vikur. Eftir það taka við æfingar í Leverkusen fram í miðjan maí. ■ Formúla 1 í Barein: Fyllsta öryggis gætt KAPPAKSTUR Stjórnvöld í Barein hafa gert miklar öryggisráðstafan- ir fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakst- urinn sem þjóðin heldur um aðra helgi. Fjöldi lögreglumanna á lykil- svæðum landsins verður fjórfald- aður og verða lögreglumenn á vakt allan sólarhringinn. „Þeir sem heimsækja landið geta verið fullvissir um að séð verði vel um þá um leið og þeir lenda á eyj- unni,“ sagði í yfirlýsingu stjórn- valda. Öllum vísbendingum um hugsanleg hryðjuverk verður tekið mjög alvarlega auk þess sem tekið verður hart á þeim sem ætla að fremja skemmdarverk. ■ Heimavöllurinn gerir gæfumuninn Grindavík mætir Keflavík í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Intersport-deildarinnar. Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars, telur að heimavöllurinn muni fleyta Grindavík áfram í úrslitin. KÖRFUBOLTI Staðan í einvígjum lið- anna er jöfn, 1-1, en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitaleikinn. „Ég spái því að Grindavík vinni leikinn með plús fjórum stigum,“ segir Pétur um leikinn í kvöld. „Þetta eru svipuð lið en Grindvík- ingar eru á heimavelli og hann á eftir að gera gæfumuninn í þess- ari seríu.“ Pétur telur að helstu möguleik- ar Keflvíkinga felist í því að spila sinn leik og reyna að keyra upp hraðann. „Ef þeir ná að gera það eiga þeir alveg góða möguleika. En þeir þurfa að vinna leik á erf- iðum útivelli til að vinna seríuna og það er auðvelt að segja það,“ segir hann. „Keflvíkingar eru með átta landsliðsmenn og tvo er- lenda leikmenn og þeir geta allir farið í gang. Það er kannski erfið- ast fyrir landsliðsmennina að sætta sig við það hlutverk sem þeir eru í. Þeir eiga kannski að vera aðalmenn en eru svo bara í því að gefa boltann og spila vörn.“ Pétur segir að hlutverkin hjá Grindavík séu skýrari hjá öllum leikmönnunum og telur að Friðrik Rúnarsson, þjálfari liðsins, sé bú- inn að leggja línurnar fyrir kvöld- ið. „Ég reikna fastlega með því að Friðrik vilji fara í gegnum sókn- arleikinn og að menn séu þolin- móðir og bíði eftir því að réttu tækifærin komi til að taka réttu skotin. Svo eiga þeir örugglega eftir að spila hörkuvörn og gætu þess vegna pressað eitthvað á þá því Keflvíkingar eru í smá vand- ræðum með bakverðina,“ segir Pétur. „En það hleypir upp hrað- anum í leiknum og það er það sem Keflvíkingar vilja. Grindvíkingar eru samt á heimavelli og ég held að þeir geti haldið miklum hraða þar.“ Að sögn Péturs er leikurinn í kvöld afar mikilvægur. „Keflavík er ekki með mikla pressu á sér að vinna en það er svolítil pressa á Grindavík. En þetta er ekki fyrsti úrslitaleikurinn hjá þessum strák- um. Þeir eru engir nýgræðingar og geta alveg höndlað pressu.“ freyr@frettabladid.is SKÓMARKAÐUR Í GLÆSIBÆ Tökum upp nýjar vörur í hverri viku Ótrúlegt úrval af skóm á alla fjölskylduna á hreint frábærum verðum. Ekki láta þennan skómarkað fram hjá þér fara! Skór.is og Valmiki S. 693 0996 Opið mánud. - föstud. frá kl. 10.00 - 18.00 laugard. frá kl. 10.00 - 16.00 og sunnud. frá kl. 12.00 - 16.00 ATH! ENN ME IRI VEÐLÆKK UN! FÓTBOLTI Spænska stór- veldið Barcelona getur unnið sinn tíunda deildarleik í röð þegar liðið sækir Real Betis heim á sunnudag. Þegar níu umferðir eru eftir er Barcelona í þriðja sæti með 55 stig, aðeins sex stig- um frá toppliði Real Madrid og fimm stigum á eftir Valencia. Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur farið á kostum með Börs- ungum og er að öðrum ólöstuð- um talinn maðurinn á bak við sigurgöngu liðsins. „Í augna- blikinu er Ronaldinho besti leik- maður í heimi,“ sagði Gerard Lopez, samherji hans. „Hæfi- leikar hans og yfirferð á vellin- um koma mér sífellt á óvart. Hann er hógvær, með mikinn sigurvilja sem hann smitar út frá sér til liðsins.“ ■ ■ Tala dagsins 10 MICHAEL SCHUMACHER Þjóðverjinn öflugi verður í sviðsljósinu í Barein um aðra helgi. ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR Þórey ætlar að gera góða hluti í stangar- stökkinu í sumar. BARÁTTA Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars, á von á sigri Grindavíkur í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.