Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 37
28 26. mars 2004 FÖSTUDAGUR Thierry Henry slær á efasemdaraddir: Ekkert kæruleysi hjá Arsenal FÓTBOLTI Thierry Henry, sóknar- maður Arsenal, hefur enga trú á að kæruleysi muni taka sér ból- festu í liðinu það sem eftir lifir af leiktíðinni. Arsenal missti deildarmeist- aratitilinn í fyrra til Manchester United eftir að hafa gefið eftir á lokakaflanum. Henry segir að Arsenal hafi lært sína lexíu. „Það er eitt af því sem við höf- um gert á þessari leiktíð, við tökum engu sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Henry. „Við verðum að halda okkur á jörðinni og sjá til þess að við höldum einbeit- ingu fyrir seinni leikinn gegn Chelsea í Meistaradeildinni.“ Henry er ekki sammála því að gengi Arsenal standi og falli með frammistöðu sinni og þeirra Patricks Vieira og Ro- berts Pires. „Við erum lið. Ég veit að fólk segir að við séum bara einn til tveir menn, en ég er ósammmála því. Það sem hef- ur gert gæfumuninn hjá okkur á leiktíðinni er að þegar einhver tekur af skarið og gerir góða hluti eru allir hinir tilbúnir til að berjast með honum,“ sagði hann. ■ BJÖRGVIN VALINN Í STAÐ REYNIS Reynir Þór Reynisson, mark- vörður Víkings, hefur dregið sig úr landsliðshópi Íslands fyr- ir leikina gegn Frakklandi sem háðir verða í lok mánaðarins. Reynir á við meiðsli að stríða og í stað hans hefur markvörðurinn Björgvin Gúst- avsson, sem leikur með HK, verið valinn í hans stað. FÓTBOLTI Lars Lagerbäck og Tommy Söderberg tilkynntu á fimmtudag hóp 23 leikmanna sem mætir Englendingum á Nya Ullevi í Gautaborg á miðvikudag. Sjö leikmenn koma frá breskum félögum. Henrik Larsson er ekki þeirra á meðal þó svo að 110.000 Svíar, þeirra á meðal forsætisráð- herrann Göran Persson, hafi beð- ið hann að leika með landsliðinu að nýju. Leikur Svía og Englendinga er liður í undirbúningi þjóðanna fyr- ir Evrópumeistarakeppnina í Portúgal í sumar en leikurinn er einnig fyrri afmælisleikur Svía, sem halda upp á 100 ára afmæli knattspyrnusambands síns á þessu ári. Seinni leikurinn verður gegn Hollendingum í ágúst. Leikurinn verður 20. viðureign A-liða þjóðanna en snemma á síð- ustu öld léku Svíar þrisvar við áhugamannalið Englendinga og einu sinni við Ólympíulið Breta. Englendingar hafa forskotið í viðureignum þjóðanna en þeir hafa samt ekki unnið Svía síðan 1968. Síðan þá hafa Svíar sigrað Englendinga þrisvar og sjö leikj- um hefur lokið með jafntefli. ■ Sími 540 1900 www.krabbameinsfelagid.is F ít o n / S ÍA F I0 0 8 9 9 6 – TIL STYRKTAR KRABBAMEINSFÉLAGINU Í marsmánuði er hægt að leggja Krabbameinsfélaginu lið í 38 verslunum um land allt. Einnig er hægt að hringja í styrktarsíma Krabbameinsfélagsins 907 5050 og verða þá 1.000 krónur skuldfærðar af símareikningi. THIERRY HENRY Frakkinn snjalli í baráttu við Wayne Bridge í jafnteflisleiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni. ■ Handbolti ■ ■ LEIKIR  19.15 Grindavík og Keflavík leika í Grindavík í undanúrslitum Inter- sport-deildarinnar í körfubolta.  21.00 Þróttur R. leikur við KA í Hagaskóla í 1. deild kvenna í blaki.  21.15 HK og Þróttur N. keppa í Digranesi í 1. deild kvenna í blaki. ■ ■ SJÓNVARP  14.25 UEFA-bikarkeppnin á Sýn. Útsending frá leik Olympique Marseille og Liverpool.  16.05 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  16.35 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  17.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  18.00 Alltaf í boltanum á Sýn.  18.30 Meistaradeild UEFA á Sýn. Fréttaþáttur um Meistaradeild UEFA.  19.00 Intersport-deildin í körfu- bolta á Sýn. Bein útsending frá þriðja leik Grindavíkur og Kefla- víkur í undanúrslitum.  21.00 Supercross (RCA Dome) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heims- meistaramótinu í Supercrossi.  22.00 Motorworld á Sýn. Kraftmik- ill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta. hvað?hvar?hvenær? 23 24 25 26 27 28 29 MARS Föstudagur SÆNSKI HÓPURINN MARKVERÐIR Andreas Isaksson (Djurgården) Magnus Hedman (Ancona) Magnus Kihlstedt (FC København) AÐRIR LEIKMENN Christoffer Andersson (Lillestrøm) Mikael Dorsin (Strasbourg) Erik Edman (Heerenveen) Andreas Jakobsson (Brøndby) Teddy Lucic (Bayer Leverkusen) Olof Mellberg (Aston Villa) Johan Mjällby (Celtic) Michael Svensson (Southampton) Marcus Allbäck (Aston Villa) Anders Andersson (Belenenses) Johan Elmander (NAC Breda) Pontus Farnerud (Strasbourg) Zlatan Ibrahimovic (Ajax) Mattias Jonson (Brøndby) Kim Källström (Stade Rennais) Tobias Linderoth (Everton) Fredrik Ljungberg (Arsenal) Mikael Nilsson (Halmstad) Anders Svensson (Southampton) Christian Wilhelmsson (Anderlecht) Svíar leika við Englendinga á miðvikudag: 36 ár frá enskum sigri FREDRIK LJUNGBERG Verður í liði Svía gegn Englendingum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.