Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 10
10 26. mars 2004 FÖSTUDAGUR
FÁNINN BRENNDUR
Mótmælendur brenndu japanska fánann
fyrir framan sendiráð Japans í Peking, höf-
uðborg Kína. Fólkið mótmælti handtöku
sjö Kínverja á á Diayou-eyju sem Japanar
og Kínverjar hafa deilt um yfirráðin á. Eyj-
an hefur verið undir stjórn Japans frá árinu
1972.
Sálfræðiskýrsla um Ágúst Magnússon:
Haldinn djúpstæðri
barnagirnd
DÓMSMÁL Ágúst Magnússon hefur
greinst með djúpstæða, rótgróna
barnagirnd (pedophilia) sem hefur
þróast að minnsta kosti frá því
hann var 13 ára gamall en Ágúst er
37 ára.
Þetta kemur fram í niðurstöð-
um sálfræðiskýrslu dr. Gunnars
Hrafns Birgissonar sem greint er
frá í dómi Héraðsdóms Reykjavík-
ur. Þar segir að viðhorf Ágústs,
kenndir og kynhegðun sé dæmi-
gerð fyrir menn með barnagirnd á
alvarlegu stigi. Það komi meðal
annars fram í þrálátum kynórum
og áráttu sem beinist mjög að
klámefni og kynlífi með börnum,
sérstaklega drengjum. Enn fremur
segir að Ágúst hafi ekki stjórn á
þessum hugsunum, kenndum og
hegðun. Hann sé með persónu-
leikaröskun sem einkennist af
sterkri tilhneigingu til félagslegr-
ar einangrunar.
Í skýrslunni segir að Ágúst sé
sérlundaður einfari sem skynji til-
veru sína ólíkt öðrum og er nefnt
sem dæmi um þetta að hann trúi
því að ef barn horfi á kynfæri hans
hljóti að felast í því kynferðislegur
áhugi. Fyrir dómi staðfesti Gunnar
Hrafn skýrslu sína og það að Ágúst
greinist með alvarlega barna-
hneigð og þráláta kynóra. Hann
telur miklar líkur á að slík mál
endurtaki sig ef Ágúst vinni ekki
markvisst að sínum málum.
Gunnar Hrafn segir hættu á að
menn festist í minningum um
fyrstu kynlífsreynslu sína og í til-
viki ákærða hafi það verið með 6-
10 ára börnum. Sú meðferð sem
gagnist best sé langvarandi með-
ferð. ■
Ágúst Magnússon, 37 ára Reyk-víkingur, hefur verið dæmdur
í fimm ára fangelsi fyrir gróf og
ítrekuð kynferðisbrot gegn sex
drengjum og vörslu barnakláms
sem innihélt meðal annars mynd-
bönd með honum í kynferðisleg-
um athöfnum með drengjum.
Dómurinn var kveðinn upp í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær.
Samtals fóru drengirnir sex
fram á 10,75 milljónir í miskabæt-
ur en Ágúst var dæmdur til að
greiða fimm þeirra samtals 1.750
þúsund krónur. Bótakröfu eins
drengjanna, sem er misþroska,
var vísað frá. Vegna félagslegra
vandamála og misþroska drengs-
ins taldi dómurinn erfitt að greina
milli afleiðinga af háttsemi
ákærða á drenginn og líðan hans
fyrir brotið. Ágúst hefur ekki tek-
ið ákvörðun um hvort hann muni
áfrýja dómnum. Ágúst var sýkn-
aður af kröfu ákæruvaldsins um
að verða beittur öryggisráðstöf-
unum að fangelsisvistinni lokinni.
Ákæruvaldið fór fram á þetta þar
sem það taldi hættu á því að Ágúst
myndi brjóta áfram af sér eftir að
hann yrði laus. Dómurinn taldi
hins vegar með hliðsjón af
vitnisburði sálfræðings
að með sálfræðimeð-
ferð í fang-
elsinsu gæfist
möguleiki
á að breyta
á ranghug-
myndum Ágúst-
ar.
Gífurlegt magn
klámefnis
Upphaf málsins má rekja til
þess að 28. apríl í fyrra barst lög-
reglunni tilkynning um blygðun-
arsemisbrot á netinu. Sá sem til-
kynnti sagðist hafa fylgst með
manni sem verið hefði að reyna að
komast í samband við 13 til 18 ára
gamla stráka á spjallrásum á net-
inu. Tilkynnandinn sagðist vita
um nokkurn fjölda stráka sem
hefðu haft samskipti við manninn.
Lögreglan tók skýrslu af dreng í
maí sem lýsti ákærða sem lág-
vöxnum, feitlögnum manni með
gleraugu. Lögreglan rakti fljót-
lega slóðina til Ágústs Magnús-
sonar og var hann handtekinn 26.
maí. Við húsleit heima hjá Ágústi
fannst gífurlegt magn af klám-
efni, tölvumyndum, myndböndum
og hreyfimyndum vistuðum í
tölvu, sem sýndi börn á kynferðis-
legan og klámfenginn hátt. Einnig
fannst klámefni í tölvu á vinnu-
stað Ágústs.
Á meðal þess sem fannst í tölv-
um Ágústs voru skrár úr
spjallforritum sem
sýna samtöl
hans við
b ö r n
o g
u n g -
linga. Þá
fundust einnig
skrár sem inni-
héldu lista yfir nöfn
barnaklámmynda sem
virðast ganga manna á milli á
skiptimörkuðum barnaklám-
mynda á tilteknum spjallrásum á
netinu.
Ágúst tældi drengina til sam-
neytis við sig á spjallrásum á net-
inu þar sem hann notaðist meðal
annars við dulnefnið „DolbyBoy“.
Ágúst byggði með markvissum
hætti upp trúnaðarsamband við
drengi en misnotaði síðan traustið
heiftarlega með grófum kynferð-
isbrotum gagnvart þeim. Nýtti
hann yfirburði sína á sviði aldurs
og þroska gegn drengjunum sem
höfðu ekki reynslu af kynlífi.
Sagðist vera 14 ára stúlka
Í einu tilfellanna var hann í
sambandi við einn drengjanna í
nokkra mánuði á spjallrás áður en
þeir hittust. Samkvæmt drengn-
um laug Ágúst því til að hann héti
Tómas og væri 16 ára. Þeir hittust
nokkrum sinnum og misnotaði
Ágúst drenginn, sem þá var 13
ára, kynferðislega bæði á heimili
sínu og í bíl sínum. Í dómnum
kemur fram að þegar drengurinn
var 16 ára sendi Ágúst honum
tölvupóst þar sem hann segir að
drengurinn sé 16 ára og að faðir
hans ráði ekki lengur yfir honum.
Í tölvupóstinum segir enn fremur:
„[faðir þinn] gat það þegar þú
varst 13 en ekki lengur. Auk þess
gátum við farið á bak við það í
þessi tvö ár.“
Í öðru tilfelli komst Ágúst í
samband við einn drengjanna á
spjallrás á netinu með blekking-
um. Ágúst sagðist vera 14 ára
stúlka og heita Stína. Síðan fékk
hann drenginn til að senda sér
nektarmyndir af sjálfum sér gegn
því að hann sendi sjálfur nektar-
myndir. Drengurinn sendi honum
44 myndir af sjálfum sér en fékk
náttúrlega aldrei myndir til baka.
Fyrir dómi sagðist Ágúst hafa
gert þetta til þess að fá kynlífs-
myndir sem hann gæti
sjálfur notið.
Batt fyrir
augu drengs
Ágúst notaði
svipaða aðferð
þegar hann tældi
annan dreng.
Hann komst í sam-
band við hann á
spjallrás og sagð-
ist vera 14 ára
stúlka og heita
Stína. Sendi
hann drengn-
um skilaboð
um að hann vildi
eiga kynmök við
hann. Drengurinn,
sem taldi sig vera í
sambandi við
stúlku, ákvað að
hitta stúlkuna.
Þá fékk hann
skilaboð um
að „einhver
gaur“ myndi
sækja hann.
Þessi „gaur“,
sem var
Ágúst, átti
samkvæmt
s t ú l k u n n i
að vera með lista yfir það sem
drengurinn átti að gera. Ágúst
sótti síðan drenginn. Hann gaf
honum fyrirmæli um að binda
fyrir augun á sér, en það var sam-
kvæmt Ágústi meðal fyrirmæl-
anna á listanum frá stúlkunni. Síð-
an ók Ágúst drengnum heim til sín
þar sem hann misnotaði hann kyn-
ferðislega og tók athæfið upp á
myndband.
Einbeittur brotavilji
Í dómnum kemur fram að hin
kynferðislega misnotkun sem
Ágúst beitti drengina hafi valdið
þeim sálrænu tjóni sem hafi haft
alvarlegar afleiðingar fyrir
sjálfsmynd þeirra og þroska,
en nokkrir þeirra hafi upp-
lifað mikla skömm og
sektarkennd vegna
brotanna. Dómurinn
segir að þær aðferð-
ir sem Ágúst beitti
sýni einbeittan
brotavilja hans í
þeim tilgangi að
fullnægja kyn-
lífsórum sínum
g a g n v a r t
drengjunum. ■
– hefur þú séð DV í dag
Mæðrastyrks-
nefnd gefur
útrunnin
matvæli
ÁGÚST MAGNÚSSON
Ágúst er sagður sérlundaður einfari sem skynji tilveru sína ólíkt öðrum.
Tældi drengi á Netinu
Tæplega fertugur Reykvíkingur tældi til sín unga drengi á spjallrásum á netinu. Hann blekkti þá
og misnotaði gróflega kynferðislega. Hann notaði dulnefnin „DolbyBoy“ og „Stína“ á spjallrásum.
Fórnarlömb
Ágústs
DRENGUR FÆDDUR 1985
Brot framin frá árinu 1999 til 2002
Sýndi klámmyndir
Hafði kynmök og munnmök við
drenginn á heimili sínu og í bíl sínum
Tók kynmök upp á myndband
DRENGUR FÆDDUR 1986
Brot framin árið 2001
Sýndi klámmyndir
Hafði kynmök og munnmök við
drenginn á heimili sínu og í bíl sínum
Tók kynmök upp á myndband
DRENGUR FÆDDUR 1985
Brot framin árið 2002
Sýndi drengnum ósiðlegt athæfi
Hafði kynmök og munnmök við
drenginn á heimili sínu
Tók kynmök upp á myndband
DRENGUR FÆDDUR 1985
Brot framin árið 2002
Sýndi drengnum ósiðlegt athæfi
Hafði kynmök og munnmök við
drenginn á heimili sínu
Tók kynmök upp á myndband
DRENGUR FÆDDUR 1988
Brot framin árið 2002
Blekkti drenginn til að senda sér nekt-
armyndir af sjálfum sér gegnum netið
DRENGUR FÆDDUR 1988
Brot framin árið 2003
Sýndi klámmyndir
Hafði munnmök við drenginn
Tók athæfið upp á myndband
KLÁMEFNI SEM GERT
VAR UPPTÆKT
5.138 ljósmyndir vistaðar í tölvu
826 hreyfimyndir vistaðar í tölvu
54 geisladiskar fullir af klámefni
4 tölvudiskar með klámefni
13 myndbandsspólur með klámefni
8 mm myndband með klámefni
160 útprentaðar ljósmyndir
(Mest af efninu sýnir börn
á kynferðislegan og klámfengin hátt)
Fréttaskýring
TRAUSTI HAFLIÐASON
■ skrifar um kynferðisafbrotamál.