Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 18
26. mars 2004 FÖSTUDAGURfermingar Ég fermdist fyrir daga kyrtl-anna og klæddist þess vegna hvítum kjól við athöfnina,“ segir Brynja Benediktsdóttir, leik- stjóri og leikkona, sem fermdist árið 1952. Kjólinn saumaði móð- ursystir hennar sem var hálf- gerður brúðarkjóll og notaður aðeins við þetta eina tækifæri. „Ingunn móðursystir saumaði líka á mig eftir-fermingakjólinn en það er kjóll sem ég notaði í veislunni,“ segir Brynja. Minnisstæðustu gjafirnar voru glernælonsokkar, silki- slæður og perlufestar. „Sagt var um sokkana að í frosti hertist glerið í þeim og stingdist í fæt- urnar á manni,“ segir hún hlæj- andi. „En sennilega kom nafnið á þeim til vegna þess að þeir voru gegnsæir en ekki vegna þess að í þeim væri gler.“ Daginn fyrir ferminguna lék Brynja sér í boltaleik við börnin í hverfinu. Á fermingardaginn gekk hún framhjá þeim í háhæl- uðum skóm og kjól og krakkarn- ir sungu á eftir henni með hæðnistón „Brynja á háhæluð- um skóm“. Krökkunum þótti hún hræðilega fyndin enda var hún orðin kerling í þeirra augum. „Það var gríðarlegt áfall að fara allt í einu í konuföt. Það var ekk- ert millistig, maður var barn einn daginn og kona þann næsta,“ segir Brynja. „Ég þekkti ekki sjálfa mig og kunni í raun alls ekki við mig svona.“ Brynja man lítið eftir sjálfri athöfninni nema það að hún var kvíðin fyrir hönd einnar vinkonu sinnar. Foreldar vinkonu hennar voru skilin og stóðu því ekki upp saman. Þá voru skilnaðir sjald- gæfir og viss skömm sem þeim fylgdi. „Trúarlegi þátturinn fór meira og minna fram hjá mér. Ég var alls ekki tilbúin að hug- leiða trúna því það voru mörg önnur vandamál að leysa.“ ■ Börn í dag verða kynþroskamun fyrr en til dæmis börn fyrir 50 árum,“ segir Atli Dag- bjartsson læknir. „Kynþroski ræður því hversu stór börn eru við fermingaraldurinn og vegna þess að þau verða kynþroska mun fyrr eru þau hávaxnari við ferm- ingaraldur í dag en fyrir áratug- um síðan.“ Atli stóð ásamt kollegum sín- um fyrir mælingum á hæð og þyngd íslenskra barna á árunum 1983 til 1987. Eftir það hafa engar víðtækar mælingar verið gerðar. „Það er áreiðanlegt að meðalhæð og þyngd barna við fermingarald- urinn fer sífellt hækkandi,“ segir Atli. Þegar börn fara á kyn- þroskaaldurinn þá taka þau vaxta- kipp. Það fer svo eftir einstak- lingnum á hvaða stigi hann er í vextinum við fermingaraldurinn. Ef skoðaðar eru mælingar frá árinu 1925 kemur í ljós að þegar drengir í dag verða fullvaxta eru þeir að minnsta kosti 10 senti- metrum hærri en karlmenn þess tíma. Meðalhæð Íslendinga virð- ist vera síhækkandi. Aðspurður um hvort þessi þró- un muni einhverntímann stoppa segir Atli: „Maður getur svona ímyndað sér það, en nú veit ég ekki. Það er kannski kominn tími á nýjar mælingar.“ ■ Fermingin mín: Breyttist úr barni í konu 4 BRYNJA BENEDIKTSDÓTTIR Silkislæður og perlufestar á meðal minnis- stæðustu gjafa. FERMINGARBÖRN Börn verða fyrr kynþroska nú en fyrir 50 árum. Meðalhæð og meðalþyngd 14 ára barna á árunum 83 til 87 Drengir 165 cm 53.3 kg Stúlkur 163 cm 53.6 kg FR ÉT TA B LA Ð IÐ /F RÉ TT AB LA Ð IÐ /V IL H EL M Börn fyrr kynþroska en áður: Fermingarbörn verða æ stærri Fermingarvers: Ljúfa barn Lít nú aftur, ljúfa barnið mitt, liðið er nú bernskuvorið þitt. Lít nú áfram, ekkert stendur við; eftir vorið kemur sumarið. Lít í kring, þar mjög er margt að sjá, margt sem þarf að ráða bætur á. Lít þú upp, Guðs ástar sól þar skín, ofan sendir ljós og kraft til þín. Bakað fyrir fermingu: Sigga sæta 5 egg 4 dl sykur 4 dl mulið kornflex 3 dl saxaðar hnetur 1 1/2 tsk lyftiduft Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Blandið þurrefnunum var- lega saman við. Bakið í tveimur meðalstórum formum í ofni við 175 gráðu hita í 20–30 mínútur. Krem 2 1/2 dl rjómi 1 1/2 dl sykur 3 msk. síróp 2 msk. smjör 1 tsk. vanilludropar Setjið rjómann, sykurinn og sírópið í pott og sjóðið þar til blandan hefur þykknað. Hrærið í öðru hvoru. Hrærið smjörinu og vanilludropunum saman við. Kælið. Hálfur lítri af rjóma er þeyttur og kakan er sett saman með hon- um og hluta af karamellukreminu. Afganginum af kreminu hellt ofan á kökuna. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.