Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 42
FÖSTUDAGUR 26. mars 2004 SÍÐASTI ÞÁTTUR FRASIER SKOTINN Hér er verið að farða leikarann Kelsey Grammer fyrir eina af síðustu tökum lokaþáttar Frasier-gamanseríunnar á þriðjudaginn. Allur leikarahópurinn fylgdist með og undarleg stemning var í loftinu. Lokaþátturinn heitir Good Night Seattle og verður sýndur í maí í Bandaríkjunum. Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 27. mars 2004 Tannlæknafélag Íslands efnir til málþings á Grand Hótel Reykjavík, laugardaginn 27. mars frá klukkan 10.00 – 12.30, undir yfirskriftinni „Er tannheilsa íslenskra barna í hættu?“ Er tannheilsa íslenskra barna í hættu? Tannlæknafélag Íslands Málþing Tannlæknafélags Íslands 09:30 Morgunverður. 10:00 Ávarp: Heimir Sindrason, formaður Tannlæknafélags Íslands. 10:05 Setning: Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. 10:15 ,,Tannheilsa íslenskra barna er í hættu!” Reynir Jónsson, yfirtannlæknir Tryggingastofnunar ríkisins. 10:30 „Tannheilsa barna og aðgerðir stjórnvalda.“ Sigurður Rúnar Sæmundsson, tannlæknir, MPH, PhD, sérfræðingur í samfélagstannlækningum. 10:45 „Heimtur barna til tannlækna og fyrirhuguð rannsókn á munnheilsu á Íslandi.“ Dr. Helga Ágústsdóttir, deildarstjóri heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. 11:00 Kaffihlé. 11:15 „Tannheilsa unglinga - lífsstíll - áhætta – stuðningur.“ Inga B. Árnadóttir, dósent við Háskóla Íslands, sérfræðingur í samfélagstannlækningum. 11:30 ,,Tannskemmdir, glerungseyðing og meðferðarúrræði.” Sigurður Örn Eiríksson, tannlæknir, M.S., lektor við Háskóla Íslands. 11:45 ,,Er tannheilsa ómerkilegri en önnur heilsa?” Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS, sambands foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur. 12:00 Fyrirspurnir og umræður. 12:30 Fundarlok. Fundarstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Sætafjöldi er takmarkaður og því þarf að tilkynna þátttöku til Tannlæknafélags Íslands í síma 575-0500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið tannsi@tannsi.is. Dagskrá A P a lm an na te ng sl / H A D A Y A de si gn FÓLK Leikkonan Carmen Electra segist hugsa um kynlíf á 20 sek- úndna fresti. Hún segist um tíma hafa verið háð því að fækka fötum fyrir framan aðra og þess vegna hafi hún gefið út DVD-disk með æf- ingum fyrir nektardansmeyjar. „Að striplast er frábær leið til þess að halda sér í formi,“ sagði fyrrum Baywatch-skvísan í út- varpsviðtali á Virgin Radio. Hún kýs þó frekar að horfa á kynsystur sínar striplast en karlmenn. „Það er eitthvað bogið við karlstrippara, eitthvað hallærislegt. Flestar vin- konur mínar myndu frekar vilja fá kjöltudans frá stelpu. Mér finnst þær bara meira kynæsandi þegar kemur að þeirri stöðu.“ Carmen segist hafa fundist erfitt að leika í Baywatch-þáttunum þar sem henni fannst textinn oft hall- ærislegur. „Mig langaði alltaf að bæta inn bröndurum vegna þess að mér fannst textinn svo slæmur. Við vorum bara í þáttunum sem augna- konfekt. Og þessir rauðu sundbolir voru oft níðþröngir.“ ■ Hugsar um kynlíf á 20 sekúndna fresti CARMEN ELECTRA Sönnun þess að það eru ekki bara strákar sem hugsa stöðugt um kynlíf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.