Fréttablaðið - 26.03.2004, Page 21

Fréttablaðið - 26.03.2004, Page 21
26. mars 2004 FÖSTUDAGURfermingar Stálhálsmen með demanti 7.000 - 7.500 kr. Stálarmbönd 7.000 - 9.900 kr. Stálkross með kristöllum og 18kt gulli 4.950 kr. Stálarmbönd með viðhengi og demanti 7.450 - 9.450 kr. Stjörnumerki með 18kt gulli og demanti 7.450 kr. Stálhringir með demöntum 3.600 - 7.450 kr. Firði - Miðbæ Hafnarfjarðar Sími: 565 4666 12 Rebekka Hinriksdóttir fermingarbarn: Drottinn er minn hirðir; mig mun ekkert bresta Mér finnst þetta fallegt ferm-ingarheiti og hæfa vel sem veganesti út í lífið,“ segir Rebekka Hinriksdóttir, sem fermist í Sel- tjarnarneskirkju á sunnudaginn klukkan hálfellefu. Eftir athöfnina býður Rebekka nánustu skyld- mennum og góðum fjölskylduvin- um í „brunch“ heima á Melabraut- inni. „Ég vildi endilega hafa veisl- una heima því það er bæði per- sónulegra og meira kósí. Gesta- listann gerði ég sjálf en ákvað að bjóða ekki börnum yngri en tíu ára þar sem fólk nær ekki að slappa eins mikið af og njóta veitinganna ef þeir eru með áhyggjur af yngri krökkunum á meðan.“ Rebekka segist einnig hafa haft ákveðnar skoðanir á máltíðinni sem gestunum verður boðið upp á, þótt hún hafi ekki skipt sér af smá- atriðum. „Mín ósk var að bjóða upp á kjöt og svo vildi ég fallega kransaköku og súkkulaðiköku með bleiku marsipani í stíl við ferming- arfötin sem verða hvítar silkibux- ur, bleikur fínflauelsbolur og bleik- ir, flatbotna skór.“ Rebekka fer í hárgreiðslu og er bæði búin að máta fermingar- greiðsluna og panta fermingar- myndatöku hjá Páli Stefánssyni ljósmyndara. „Palli er fjölskyldu- vinur og ætlar að mynda mig úti í Gróttu ef vel viðrar. Það er hug- mynd mömmu sem mér fannst góð, enda í rökréttum tengslum við heimahagana og okkur fjölskyld- una. Við förum þangað daglega í göngutúr með Misty, tíkina okkar.“ Rebekka segist trúuð þótt hún gleymi stundum að fara með bæn- irnar sínar á kvöldin. „Það er skrýt- ið en ég er farin að gleyma því æ oftar að biðja til Guðs. Samt trúi ég á hann statt og stöðugt, og leita alltaf til hans þegar mér liggur eitt- hvað á hjarta. Ég til dæmis ákvað að fermast til að komast í kristinna manna tölu, þrátt fyrir að mamma hafi ekki fermst á sínum tíma og hefði auðveldlega getað haft áhrif á mig. Auðvitað er svo bara bónus að fá fullt af gjöfum og eiga góðan dag, en margir vina minna, sem nú þegar hafa fermst, segja ferming- ardaginn vera skemmtilegasta dag lífsins, einkum vegna þess hve fólkið er gott við mann.“ Þegar Rebekka er spurð hvers hún óskar sér á fermingardaginn er hún fljót til svars. „Ég vil fyrst og fremst að dagurinn verði skemmtilegur, bæði fyrir sjálfa mig og gestina mína. Mér þætti gaman að fá sléttujárn og peninga í fermingargjöf, og svo veit ég að mamma og pabbi ætla að gefa mér nýtt rúm og skrifborð í herbergið þegar veislan er afstaðin og aftur hægist um.“ ■ REBEKKA HINRIKSDÓTTIR „Margir vina minna segja fermingar- daginn þann besta í lífinu vegna þess hve fólkið er gott við mann.“ Dúnsæng er gjöf til framtíðar ogafar vinsæl til fermingar- barna,“ segir Ólafur Benediktsson, eigandi Dúns og fiðurs á Laugavegi 87. Að sögn Ólafs eru anda- dúnsængur (12.900 kr.) og svana- dúnsængur (18.900 kr.) vinsælastar, en einnig er mikið keypt af fjaður- tíndum dún af snjógæs (26.400 kr.) til fermingargjafa. „Toppurinn í dúnsængum er auðvitað íslenskur æðadúnn (118.000 kr.), en svo dýrar gjafir teljast ekki til algengra ferm- ingargjafa,“ segir Ólafur sem segir sængur hafa vinninginn fram yfir kodda til gjafa. „Efnið utan um sængurnar er úr brunavarinni 100 prósent bómull, sem þýðir að missi fólk glóð eða lampa ofan á sængina, þá sviðnar hún lítillega en brennur ekki. Sængurnar eru sömuleiðis all- ar ofnæmisprófaðar.“ Dúnsængur frá Dúni og fiðri eru íslensk framleiðsla sem duga í fimmtán ár, en sængurnar þarf að þvo á þriggja ára fresti. „Dúnsængur eru hlýjar á vetrum og svalar á sumrin,“ segir Ólafur og bætir við að líkamshiti viðkom- andi vermi upp sængina á auga- bragði og hitinn helst óbreyttur alla nóttina. Ólafur segir rúmfatn- að sömuleiðis mjög vinsælan til fermingargjafa. „Þá er „off-white“ og hvítt langmest tekið í litum og svo ekta bómull eða damask-efni, því fermingarbörn eru kröfuhörð á fínni efni og vilja ekki sjá neitt gervi.“ ■ Fermingargjafir: Fermingarbörn eru kröfuhörð á alvöru sængur ÓLAFUR BENEDIKTSSON „Andadúnsængur eru mjög vinsælar og alveg jafn hlýjar og dýrari dúnsængur.“ Ég lá utan við kirkjuvegg nánastalla fermingarathöfnina,“ segir Ásta Ásgeirsdóttir, starfsmaður Landabankans á Höfn í Hornafirði. Þessu verður hún að lýsa nánar. „Það var þannig að kirkjan hér á Höfn var í byggingu fermingarár- ið mitt 1965. Því var farið með fermingarbarnahópinn að Kálfa- fellsstað í Suðursveit en þangað eru um 50 kílómetrar. Ég var alltaf hálf bílveik og auk þess hafði ég sofið uppisitjandi í rúminu nóttina áður því ég var með rúllur. Kirkjan var yfirfull af fólki og við ferming- arbörnin 24 þurftum að standa. Fljótlega eftir að athöfnin byrjaði leið yfir mig og ég steyptist í gólf- ið og hreinlega rotaðist. Það var skvett á mig vatni og þegar ég rankaði við mér vissi ég ekkert hvar ég var og hélt ég væri á balli þegar ég sá allt fólkið. Ég var reist við og vildi ólm komast út. Nú, það þótti ekkert sniðugt að hafa mig þarna hljóðandi svo móðir mín og systir studdu mig út og þar lá ég utan við vegg mest alla athöfnina. Var þó studd inn aftur til að játa hina kristnu trú. Vinkona mín var dauðhrædd um að ég mundi klikka á öllu og hvíslaði stöðugt: „segðu já, segðu já“ þannig að ég sagði mörg já. Frænka mín, Signý ljósmóðir, var heima að undirbúa veisluna og þegar við renndum í hlað kom hún haupandi út og spurði: „Kom eitt- hvað fyrir hana Ástu?“ svo eitt- hvað hafð hún fundið á sér. Ég hafði fengið mikið högg undir hök- una og er enn með ör þar. Þremur árum seinna fermdist Karl Örvars- son, frændi minn, og ég fór í gegn- um ferminguna með honum. Gekk meðal annars til altaris þá.“ ■ Fermingin mín: Hélt ég væri á balli ÁSTA ÁSGEIRSDÓTTIR Lá utan við kirkjuvegg mest alla athöfnina. Sagði svo mörg já við altarið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.