Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 20
26. mars 2004 FÖSTUDAGUR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 40 xx 03 /2 00 4 Nokia 3200 Myndavélasími Stærð myndar 352 x 288 punktar Litaskjár 4.000 litir Minni 1 MB Verð 19.900 kr. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004. Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Risapáskaegg fylgir! M yndskilab oð Frí tt að senda Sumardagurinn fyrsti í ár ervæntanlegur fermingardagur Jörgens Más Ágústssonar. Þótt drengurinn sé langt frá því að vera stressaður yfir því sem framundan er, gerir hann sér grein fyrir alvöru athafnarinnar. „Þetta er mjög stór áfangi því það er verið að taka mig í fullorðinna tölu. Ég er búinn að hlakka til lengi,“ segir hann. Jörgen kveðst líka vera heppinn því presturinn sem hann fermist hjá sé svo skemmtilegur. Hann heitir Bjarni og er í Laugarneskirkju. „Eitt af því sem hann hefur látið okkur gera er að blanda geði við eldri borgarana í sókninni og spyrja það um áhyggjur og áhugamál sín og segja þeim frá okkar. Við vor- um svona að bera saman hugsun- arháttinn. Áhugamál okkar sner- ust kannski um fótbolta en eldri borgaranna um gönguferðir og lestur. Þeir hafa áhyggjur af heilsunni en við af prófunum. Svo höfum við líka verið á balli með eldra fólkinu og fötluðum þar sem bæði var harmónikuleikari og pönkhljómsveit úr skólanum okk- ar. Það var ótrúlega skemmti- legt.“ Jörgen ætlar ekki að efna til stórrar veislu á fermingardaginn heldur koma bara allra nánustu ættingjar og vinir. Hann valdi að eyða frekar peningunum í utan- landsferð og ætlar fjölskyldan að bregða sér til Flórída um páskana og dvelja þar í viku. ■ Jörgen fermist fyrsta sumardag: Valdi Flórídaferð frekar en veislu JÖRGEN MÁR Hlakkar til að komast í fullorðinna manna tölu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.