Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 26
Gjafir eru fylgifiskar ferming-anna hvort sem okkur líkar betur eða verr og að sögn verslun- arfólks eru hljómtækjasamstæð- ur meðal þeirra vinsælustu. Þær hafa verið á toppnum lengi og verðið breytist lítið þótt alltaf séu þær að verða fullkomnari og fullkomnari. Þannig kosta fínar samstæð- ur í kring um 30 þúsundin, rétt eins og þær gerðu fyrir 10 árum. Stafrænu myndavélarnar koma sterkar inn og slaga í vin- sældir græjanna. Verðið á þeim getur verið frá 14 til 35 þúsund og fer það eftir pixlafjölda og öðrum t æ k n i a t r i ð u m . Tölvur eru mik- ið keyptar til ferm- i n g a r - gjafa og nú eru það far- tölvurnar sem athyglin beinist einkum að. Al- gengt er að nánustu að- standendur slái saman í slíka gripi enda kosta þeir 100–170 þúsund. Þótt mörg börn séu búin að fá gsm- síma fyrir fermingu þá eru þeir vinsælir til gjafa því tækniþróun- in er svo ör að fengur þykir að nýjustu gerðunum. Af ódýrari hlutum má nefna keramik-sléttujárn í hárið sem mikil eftirsókn er í núna. Blás- arar og raf- magnsrakvélar eru einnig sí- gildar gjafir úr tækja- deild. ■ 26. mars 2004 FÖSTUDAGURfermingar18 Fermingargjafir úr tækjadeild: Græjurnar halda velli í vinsældum Ég fékk reiðhjól. Ætli það sé ekki þaðmerkilegasta? Ég notaði það heilmikið. Valgerður Stefánsdóttir Eftirminnilegastafermingargjöfin? X-600 MYNDA- VÉLA- SÍMI Einn sá nýjasti á markað- inum. SONY HLJÓMSTÆKJASAMSTÆÐA Hún er með svefnrofa og fjarstýringu, útvarpið er stafrænt og kassettutækið getur tekið beint upp af diski. KERAMIK SLÉTTUJÁRN Mikið notuð af ung- um stúlkum í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.