Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 30
Þriðja Shockwave-veisla Broad-way verður haldin í kvöld. Ser- ían, sem er óður til r&b og hiphop- tónlistar, hefur verið vel sótt og á líklega eftir að vaxa með hverju kvöldinu. Trevor Nelson ber ábyrgð á því að finna réttu sveifluna í kvöld og það ætti ekki að reynast honum mjög mikið þrekvirki. Fyrir þá sem ekki vita er hann umsjónar- maður The Lick á MTV í Evrópu sem hefur verið helsti r&b/hiphop- þáttur stöðvarinnar um árabil. Hann viðurkennir fúslega að hann sé tónlistartrúboði og mun því sjálfsagt kynna nýtt efni fyrir fólki í kvöld. Aðallega segist hann þó ætla að spila tónlistina sem fólk þekkir og elskar. „R&B og hiphop er orðið svo stór hluti af meginstraumnum,“ segir Trevor. „Áður kom fólk á klúbbana til þess að heyra tónlist sem það líkaði við en þekkti ekki og gat ekki nálgast daglega í út- varpi og sjónvarpi. Nú vill fólk heyra viss lög og ég er stanslaust beðinn um óskalög.“ Ef hægt væri að öðlast gráðu í r&b-fræðum væri Trevor prófess- or. Hann hefur líka mótað sínar sérstöku kenningar um það hvers vegna r&b varð ein stærsta tónlist- arstefna heims um miðjan síðasta áratug. „Upphaflega var erfitt fyr- ir hiphop að fá útvarpsspilun í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Það var of pólitískt, of reitt og fólk var of neikvætt í garð þess. Svo komu menn eins og P. Diddy sem áttuðu sig á því að ef þú blandaðir saman hiphoppi við soul, þar sem er meira um melódíur og króka, þá væri hægt að fá meiri útvarpsspil- un. Ég held að stelpur hafi ekki fíl- að hiphop. Ef þær heyra sönglínur þá líkar þeim tónlistin betur. Að sama skapi fannst mörgum strák- um upphaflega að soulplötur væru of mjúkar. Svo þegar þeir heyra rapp á plötum líkar þeim tónlistin betur. Fugees voru frábært dæmi um þetta og ég held þau hafi gert mikið fyrir senuna og breitt hana um allan heiminn,“ segir Trevor að lokum. Þar höfum við það. Prófessor- inn mun sem sagt sannprófa kenn- ingu sína á Broadway í kvöld. Miðaverð er 1.000 krónur. ■ FÖSTUDAGUR 26. mars 2004 21 Stelpur vilja meló- díu, strákar rapp ■ TÓNLEIKAR ■ TÓNLIST Sími 534 6868 - Ráðgjöf í síma 908 6868 - sga@sga.is www.sga.is 199 kr. mín Gunnar Andri Þórisson er einn fremsti fyrirlesari Íslands í þjónustu og sölu. Hann hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir stærri sem smærri fyrirtæki með góðum árangri allt frá árinu 1997. Fyrirlesari er Gunnar Andri Þórisson V I N S Æ L A S T A S Ö L U N Á M S K E I Ð S G A Gæðasala Nokkrar góðar ástæður fyrir því að skrá sig: Þú vilt ná hámarksárangri á árinu 2004. Þú vilt fá ánægða viðskiptavini sem tala jákvætt um þitt fyrirtæki og þína þjónustu. Þú vilt ná fram hámarksárangri hjá starfsfólki. Þú vilt sjá aukna sölu sem skilar auknum arði hjá fyrirtæki þínu. Þú þarft að vera vel undirbúin(n) í vaxandi samkeppni, þá þarf sjálfstraust og þjónustumeðvitund að vera í lagi eins og um úrslitaleik væri að ræða. Þú nýtir þér þekkingu á marga vegu eins og t.d. með því að greina þarfir viðskiptavinarins, lesa betur í kaupmerkin hjá viðskiptavininum og bregðast við þeim, ljúka sölunni á markvissari hátt, efla liðsheildina hjá fyrirtækinu, bregðast betur við kvörtunum og gagnrýni frá viðskiptavinum. Verð er kr. 12.500.- staðgreitt á mann. Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og kaffi. Sé bókað og greitt fyrir 26. mars bjóðum við námskeiðið á 2-fyrir-1 tilboði. Skráning og upplýsingar eru í síma 534 6868 og á netinu, skraning@sga.is Námskeiðið mun skila sér margfalt aftur í kassann með aukinni sölu vel þjálfaðs sölufólks. Athugið takmarkaður sætafjöldi. 27. mars á Akureyri kl. 09.00 til 12.30 31. mars í Reykjavík kl. 09.00 til 12.30 HRAÐNÁMSKEIÐ TREVOR NELSON Heldur uppi stemningunni á Broadway í kvöld. Leikur r&b og hiphop-tónlist eftir sínu höfði. Ólgandi djass á Borginni Það er gaman að fylgjast meðgróskunni í djassinum núna,“ segir Haukur Gröndal saxófónleik- ari, sem hefur skipulagt tónlistarhá- tíðina UngJazz 2004, sem verður haldin á Hótel Borg í kvöld og ann- að kvöld. „Margir af þessum strákum af minni kynslóð hafa verið að velta fyrir sér að setja upp stærra verk- efni en þessi lausu gigg alltaf. Það endaði með því að ég tók af skarið og náði að hala inn einn styrk sem gerði það að verkum að það var orð- inn grundvöllur fyrir þessari hátíð.“ Á hátíðinni spila sex hljómsveit- ir ungra djassara frá Norðurlöndun- um. Reynt var að hafa sem mesta breidd í dagskránni, þannig að flest- ir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sjálfur spilar Haukur annað kvöld með tríóinu Rodent, sem spil- ar „pönkdjass með Balkanáhrifum á köflum,“ segir Haukur. Pönkdjass skilgreinir hann þannig að „frelsið sé í fyrirrúmi og krafturinn í tón- listinni fái forgang umfram lýrík eða sætleika“. Haukur, sem búsettur er í Dan- mörku, stendur greinilega í ströngu í þessari stuttu heimsókn sinni til landsins að þessu sinni, því hann leikur einnig með Jónsson/Gröndal Quintet, sem kemur fram á tónleik- um djassklúbbsins Múlans á Hótel Borg á sunnudagskvöldið. ■ HAUKUR GRÖNDAL Haukur hefur skipulagt tónlistarhátíðina UngJazz 2004, sem haldin verður á Hótel Borg í kvöld og annað kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.