Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 43
Hrósið 34 26. mars 2004 FÖSTUDAGUR ... fær Róbert Marshall, formaður Blaðamannafélags Íslands, fyrir að standa vörð um blaða- mennsku DV og verja starfshætti blaðsins við birtingu skýrslu lög- reglu vegna yfirheyrslna á grun- uðum í líkfundarmálinu. FERÐATILHÖGUN Laugardagur 24. apríl Flogið beint til Faro á Portúgal og keyrt á hótel. Sunnudagur 25. apríl Keyrt til bæjarins Villa Real og skoðað. Mánudagur 26. apríl Frjáls dagur. Þriðjudagur 27. apríl Höfuðborg Andalúsíu, Sevilla heimsótt. Þar eru skoðaðar merkar minjar frá dög- um Mára o.fl. auk frjáls tíma í borginni. Miðvikudagur 28. apríl Frjáls dagur. Fimmtudagur 29. apríl Heimsókn til Tavira og Faro í Algarve héraðinu í Portúgal. Föstudagur 30. apríl Frjáls dagur. Laugardagur 1. maí Bæirnir Sagres og Lagos í Portúgal heim- sóttir. Báðar ferðirnar munu endurvekja minninguna um hið mikla nýlenduveldi Portúgala, yfirráð hinna islömsku Mára, þrælahald og Hinrik sæfara. Þar fyrir utan eru allir bæirnir forkunnarfagrir og varð- veita minjar liðinna tíma. Sunnudagur 2. maí Keyrt til Faro eftir morgunverð og svo út á flugvöll og flogið heim um eftirmiðdag. EVRÓPURÚTAN - aukaferð Vegna gífurlegra vinsælda á Evrópurútum til Spánar og Portúgals verður aukaferð 24. apríl til 2. maí á frábæru verði 69.900,- Fararstjóri : Friðrik G. Friðriksson Evrópurútur okkar til Spánar og Portúgals hafa svo sannarlega slegið í geng með Friðrik G. Friðrikssyni (Frissa) sem fararstjóra. Á þessum árstíma er gróðurinn í Evrópu kominn lengst í Portúgal og syðst á Spáni enda er veturinn mildastur á þessum slóðum eins og á Kanaríeyjum. Yfirleitt hlýrra en við Miðjarðarhafið. Hótelið heitir Iberotel og er í portúgalska ferðamannabænum Monte Gordo syðst á landamærum Portúgals og Andalúsíu á Suður-Spáni. Verð kr. 69.900 á manninn í tvíbýli og aukagjald vegna einbýlis kr. 15.000. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, allar skoðunarferðir, morgunverðarhlaðborð og kvöldverðarhlaðborð með drykkjum á stórglæsilegu fjögurra stjörnu hóteli, Iberotel. Ekki innifalið: Forfallatrygging sem er valkvæð, og kostar kr. 2000 LÁGMARKSÞÁTTTAKA 25 MANNS. í Smáranum, sími 585 4100 HÓTEL IBEROTEL Stórglæsilegt 4ra stjörnu hótel DÁÐADRENGIR Jú, það var nú gaman hjá þeim Dáðadrengjum í fyrra þegar þeir unnu Músíktilraunir. Í kvöld tekur ný sveit við nafnbótinni „Sigurvegarar Músíktilrauna“. Rokk og aftur rokk á Músíktilraunum Það hefur verið mikil spenna íloftinu í Tjarnarbíói síðustu vik- una þar sem grasrótarsveitir ís- lenska rokksins keppast um að ná öngum sínum upp á yfirborðið. At- hygli hefur vakið að ekkert hefur verið um hiphop, raftónlist eða aðra tegund tónlistar þar sem tölvur koma við sögu á þessum tilraunum. Því miður. Ellefu sveitir keppa til úrslita í Músíktilraunum í ár. Bertel er pönkskotin rokksveit skipuð grunn- skólanemum frá Seltjarnarnesi. Liðsmenn mættu vel æfðir, hressir og nokkuð öruggir á fyrsta undan- úrslitakvöldið þar sem þeir unnu salinn á sitt band og komust áfram á honum. Þéttari metalsveit en Brothers Majere er erfitt að finna sunnan Kolbeinseyjar. Sveitin leikur gamal- dags melódískan metal af einstakri innlifun og sparar ekki klisjurnar þegar kemur að gítarfrösum. Driver Dave spilar gáfumanna- metal í ætt við Tool og System of a Down og var val dómnefndar á síð- asta undanúrslitakvöldinu á mið- vikudagskvöldið. Form áttanna komst áfram á salnum á miðvikudag en Hafnfirð- ingarnir leika poppað tilfinninga- þrungið rokk. Stórir menn með stórt hjarta. Mammút er eina sveitin í Mús- íktilraunum í ár þar sem stelpurnar hafa yfirhöndina. Sveitin leikur list- rænt indie-skotið rokk og oft eru miklar gíraskiptingar á milli kafla. Manía vann nokkuð örugglega á sal á fjórða undanúrslitakvöldinu en sveitin leikur rokk undir áhrifum frá Muse og öðru svipuðu tilfinn- ingarokki. Kingstone er eina tríóið í úrslitum, og leikur ruslaralegt rokk að hætti Kings of Leon eða Jet. Lada Sport er þétt indie-rokk- sveit í anda Slint og Úlpu með lög full af snjöllum gítarpælingum. Liðsmenn eiga það til að mæta upp á svið klæddir úlpum og lopahúfum. Öllu léttara er yfir The Royal Fanclub sem leikur skemmtilega blöndu Gomez og Jagúar. Tony the Pony kemur frá Húsa- vík með vel útsett lög og dínamíkina á hreinu. Emo-rokksveitin Zither náði salnum á öðru undanúrslita- kvöldinu enda mikið um rokktakta á sviðinu. Úrslitakvöldið fer fram í Austur- bæ og hefjast tilraunirnar stundvís- lega klukkan 19. biggi@frettabladid.is Pondus eftir Frode Øverli Músíktil- raunir 2004 Úrslitakvöld Bertel Brothers Majere Driver Dave Form áttanna Mammút Manía Kingstone Lada Sport The Royal Fanclub Tony the Pony Zither Ég er auðvitað áhangandi Norwich þangað til ég dey, en samt... RYAN GIGGS! Já, hann er auðvit- að einn al- besti kantmaður í heimi! Hann hefur tækni, hraða og yfirsýn, og fyrirgjafirnar hans... Karl! ...og þá sagði Árdís að Sigrún hefði keypt ALVEG eins kjól! Það er bara svo týpískt fyrir Sigrúnu... Hvar vorum við? Ryan Giggs! Hann er líka mjög góður að hjálpa bakverðinum, en Steve Toothless hjá Burnley er samt betri! ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. George Tenet. Ölgerðina Egil Skallagrímsson. Frökkum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.