Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 16
Fermingarblaðið 26. mars 2004Sérblað um fermingar ▲ SÍÐA 4 Breyttist úr barni í konu Brynja Benediktsdóttir: ▲ SÍÐA 10 Tók Flórídaferð fram yfir veislu Jörgen Már: ▲ SÍÐA 16 Fermist bara einu sinni Hörður Morthens: G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D Ég er óskírð og hef ekki veriðalin upp í kristinni trú að öðru leyti en því að ég hef lært um guð í skólanum. Því var það stórt skref hjá mér að ákveða að ferm- ast,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, sem ætlar að ganga upp að altari Hallgrímskirkju þann 18. apríl og játa kristna trú. En þar sem ferm- ing er staðfesting á skírn mun hún byrja á því að láta skíra sig og sú athöfn er fyrirhuguð nú á næstu dögum. Það er því mikið að gerast í lífi Kolfinnu. Því skyldi hún hafa tekið þessa stefnu? „Ég bara ákvað sjálf í haust að verða kristin manneskja og fylgja bekkjarsystkinum mínum til spurninga í vetur,“ svarar hún. Aðspurð segir hún undirbúnings- tímana hafa verið áhugaverða. Mest gaman hafi þó verið í ferða- lagi í Vatnaskóg. Hún segir skírn- ina fara fram annaðhvort heima hjá henni eða að kvöldlagi í kirkju að viðstöddu allra nánasta skyld- fólki en fermingin verði fjöl- mennari. „Við erum mörg sem fermumst saman þann átjánda hjá sr. Jón Dalbú Hróbjartssyni,“ seg- ir hún, og svo snúum við spjallinu að veraldlegri hlutum. Veislan verður haldin heima hjá Kolfinnu. „Við mamma vorum fyrst að hugsa um að leigja sal en hættum við það enda finnst okkur meira kósí að vera heima,“ segir hún. Þetta verður kaffiveisla og Kolfinna veit að föðuramma henn- ar, Ingibjörg í veisluþjónustunni Mensu, mun leggja eitthvað gott á borð. Spurð um fermingar- gjafaóskalista nefnir hún svo ýmsar græjur, eins og DVD og sjónvarp en einnig hárblásara og hálsmen með trú, von og kær- leika. ■ KOLFINNA NIKULÁSDÓTTIR Lætur bæði skíra sig og ferma nú í vor. Í þessu blaði Tíunda hvert barn óskírt í Dómkirkjusókn 2 Tvíburasysturnar Svandís og Guðrún hlakka til að fermast 2 Ný kort í gömlum búningi 2 Fermingarbörn verða æ stærri 4 Ljúffeng rjómaterta 4 Tvíburabæðurnir Andri og Sindri fermast 4.4. 04 6 Fermingin er eitt af sakramentum kaþólsku kirkjunnar 6 Rebekka Hinriksdóttir hefur valið sér fermingarheiti 12 Fermingarbörn kröfuhörð á sængur 12 Sniðugar fermingargjafir 13-19 Edda Björg litaði sokkana sína appelsínugula 14 Séra Guðmundur Karl í Lindasókn vill ferma á laugardögum 16 Græjurnar halda velli í vinsældum 18 Gestabækur á fermingardaginn 19 Kolfinna Nikulásdóttir: Ákvað að verða kristin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.