Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 24
26. mars 2004 FÖSTUDAGURfermingar Öll flottustu fermingarúrin ÚR-SKART-GJAFAVARA S. 552-4930 Maður er að opinbera trú sínameð fermingunni,“ segir Hörður Morthens, sem fermist nú á sunnudaginn í Seltjarnarnes- kirkju. „Það fermast langflestir strax á sunnudaginn, meira að segja fyrir hádegi. Ég held að allir hafi hlakkað svo til og ekki nennt að bíða lengur,“ segir Hörður. Hörður er trúaður og lætur ferma sig þess vegna. „Og svo kannski pínulítið út af gjöfunum. Það væri ekki heiðarlegt að við- urkenna það ekki,“ segir hann og kímir aðeins. Hörður lítur á fyrst og fremst á fermingar sem hefð sem ágætt sé að halda í. „Ég held að þetta sé bara eins og jólin. Þetta er siður en skiptir ekki eins miklu máli og í gamla daga þegar fólk var tekið í fullorðinna manna tölu.“ Hörður viðurkennir hins vegar að hann hafi ekki verið nógu dug- legur að fara í messur í vetur. „Sunnudagsmorgnar eru vondur tími. Þá vill maður sofa út.“ Fermingarveislan hans Harðar verður á Hótel Sögu og hann á von á rúmlega 60 manns. „Ég þekki gestina misvel en hef talað við þá flesta,“ segir hann meðan hann lít- ur yfir getalistann. „Mamma er aðallega í undirbúningnum. Ég skrifaði gestalistann og vel kök- una en mamma hefur meira vit á mat en ég. Þetta verður allt voða fínt, tígrisrækjur og svona.“ Hörður er á því að fermingar- dagurinn sé stór dagur. „Þetta gerist bara einu sinni. Þetta er ekki eins og afmæli.“ ■ 16 Almennt helgihald á sunnudög-um leggst af og sunnudaga- skólinn er rekinn upp í rjáfur eða niður í kjallara þær vikur sem fermingar standa yfir. Því tel ég fullkomlega eðlilegt að færa fer- mingar yfir á laugardaga,“ segir sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindasókn í Kópavogi. Hann fermir 77 börn þetta vorið í tveimur athöfnum. Sú fyrri hefur þegar farið fram og sú síðari er á morgun. Engin kirkja er í Linda- hverfi ennþá og því fær sr. Guð- mundur Karl Hjallakirkju lánaða. Þar starfaði hann áður en hann fór til hinnar nýju Lindasóknar árið 2002 og er því hagvanur. En hann kveðst ætla að halda þeim sið að ferma á laugardögum þegar nýja kirkjan rís. „Ég vona að helgihald- ið verði lifandi og blómlegt og vil hafa sunnudagana fyrir hefð- bundnar guðsþjónustur því þó að allir megi koma í fermingarmess- ur mæta yfirleitt fáir ef þeir eru ekki að fylgja einhverju barni,“ segir hann. Sr. Guðmundur Karl er fyrsti presturinn á höfuðborgarsvæðinu til að taka upp laugardagsferm- ingar en hann segir þær hafa ver- ið prófaðar á Akureyri og einnig í Útskálasókn. „Þetta fyrirkomulag hefur verið nokkuð vinsælt enda hefur það marga kosti að dreifa fermingunum á laugardaga og sunnudaga. Til dæmis auðveldar það fólki að fá sali á leigu, en eins og staðan er núna þarf það að tryggja sér þá með árs fyrirvara,“ segir hann. Einnig bendir hann á að aðrar kirkjulegar athafnir fari oft fram á laugardögum, svo sem skírnir og giftingar. Þetta er annað vorið sem sr. Guðmundur Karl undirbýr ferm- ingarbörn í Lindahverfi. Hann hefur lítið safnaðarheimili til af- nota sem staðsett er á lóð fyrir væntanlega kirkju. Það er merkt með stórum stöfum og út við götu er skilti með nafninu Uppsalir. „Sumir halda að þetta sé flugelda- sala og því reynum við að hafa þetta greinilegt,“ segir klerkurinn hlæjandi. ■ Sr. Guðmundur Karl fermir á laugardögum: Vill hafa sunnudagana fyrir hefðbundnar guðsþjónustur SR. GUÐMUNDUR KARL Segir laugardagsfermingar hafa marga kosti. HÖRÐUR MORTHENS Hörður lítur á fyrst og fremst á fermingar sem hefð sem ágætt sé að halda í. Hörður Morthens: Gerist bara einu sinni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.