Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 23
26. mars 2004 FÖSTUDAGURfermingar F í t o n F I 0 0 9 0 4 3 • hæstu vextir bankareikninga • bundinn til 18 ára • verðtryggður • fyrir 15 ára og yngri • engin þjónustugjöld eða þóknun markmið mitt er að verða forseti Inneign á Framtíðarreikningi Íslandsbanka er fermingargjöf sem vex og gerir krökkum dagsins í dag unnt að hrinda markmiðum og draumum framtíðarinnar í framkvæmd. Peningagjöf inn á Framtíðarreikning er frábær gjöf frá ömmum, öfum, frænkum, frændum, systkinum og vinum. 14 PENNASETT AF LAMY GERÐ Fæst í Pennanum og kostar 3.495 kr. PLASTKOLLAR Fást í rauðu, hvítu og svörtu og kosta 1.400 kr. í Habitat. HJARTA MEÐ SEMALÍUSTEINUM Fæst í Tékkkristal og kostar 3.900 kr. KERAMIK KERTASTJAKI Fæst í Tékkkristal og kostar 3.750 kr. HANDKLÆÐI Mynstraða er 70x140 cm og kostar 1.900 kr. Einlita er 100x180 og kostar 2.900 kr. í Habitat. VEKJARAKLUKKA Er á 3.900 kr. í Habitat. SJÓNAUKASETT Kíkir (8x21), taska og vasaljós. Fæst hjá Hans Petersen og kostar 4.900 kr. Fermingar-gjafir Ég upplifði ferminguna semákveðið þrep í átt að þroska,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona um ferminguna sína. „Þetta var merkilegur atburður í fjölskyldunni og allur undirbúning- ur mjög skemmtilegur. Ég var alin upp við trúna og mér þótti sjálfsagt að fermast. Ég man samt eftir því að hafa velt fermingunni fyrir mér, sérstaklega í ljósi þess að það voru krakkar sem völdu það að fermast ekki,“ heldur Edda áfram. Edda fermdist 1986 þegar skærir litir, axlapúðar og grjót- hart hárgel var í tísku. Óhætt er að segja að þetta ár hafi verið tískuslys aldarinnar. „Við vinkon- urnar vorum allar í grænum og appelsínugulum fötum. Ég litaði meira að segja blúndusokkana mína appelsínugula,“ segir Edda hlæjandi. Hún minnist þess reyndar að hafa langað að vera í galladressi en mömmu hennar þótti það ekki viðeigandi. „Ég ráð- legg stelpum í dag að velja sér fatnað sem er klassískur, en ekki endilega að eltast við nýjustu tískubóluna,“ segir Edda. „Það er hægt að gera margt fallegt fyrir útlitið án þess að eyða of miklu. Það er bara mikilvægt að vera fínn og vera maður sjálfur.“ Edda man eftir því að hafa losnað við spangirnar rétt áður en hún fermdist. Fyrir vikið voru tennurnar hálfhlægilegar og svona eins og þær ætluðu í allar áttir. „Það er gaman að skoða myndirnar í dag og sjá hve hlut- föllin voru í miklu ósamræmi. Maður var svo mikill unglingur,“ segir Edda og brosir. ■ Fermingin mín: Litaði blúndusokkana appelsínugula Á FERMINGARDAGINN Edda losnaði við spangirnar rétt áður en hún fermdist. EDDA BJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR Fermingarstelpur ættu ekki að hlaupa á eftir tískustraumum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.