Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 1
LÍKFUNDARMÁLIÐ „Ég gerði ógeðs- lega hluti og er reiðubúinn að taka út mína refsingu,“ segir Grétar Sigurðarson, einn þriggja sak- borninganna í líkfundarmálinu, í viðtali í Fréttablaðinu í dag. „Ég braut af mér og það er eitt- hvað sem ég verð að lifa með. Þótt fjölmiðlar séu þegar búnir að refsa mér heilmikið á ég samt skilið að sitja í fangelsi.“ segir hann. Grétar skýrir frá því að stuttu eftir handtöku hafi hann gert það upp við sig að skýra frá sannleik- anum og var hann sá fyrsti sem játaði aðild að málinu. „Ég var búinn að ljúga og koma óheiðarlega fram við mitt fólk. Ég var fastur í stórum lygavef og það var mikill léttir að játa glæpinn fyrir lögreglunni,“ segir hann. Hann segist hafa skýrt frá öllu, einnig því sem hann hefði ef til vill komist upp með að segja ekki frá. „Ég sagði til að mynda sjálfvilj- ugur frá því að það var ég sem stakk á líkið því ég var búinn að ákveða með sjálfum mér að draga ekkert undan. Einnig viðurkenndi ég það að ég hefði vitað af því að Vaidas var með fíkniefni innvortis og að sú hugsun hefði hvarflað að mér að hagnast á því að gerast milligöngumaður um sölu þeirra,“ segir Grétar. Hann segist erfiðan tíma hafa liðið frá því að þeir komu líki Vaidasar Jucevicius fyrir í höfn- inni og þar til hann fannst. „Ég hugsaði stöðugt til fjöl- skyldu Vaidasar,“ segir Grétar. „Mér fannst það hræðileg tilhugs- un að ef til vill kæmist fólkið hans aldrei að því hvað orðið hefði um hann. Ég var því fegnastur þegar líkið fannst og upp komst hver maðurinn var.“ Grétar og hinir sakborningarn- ir tveir, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas, hlúðu að Vaidasi í veikindum hans í þrjá daga áður en hann lést. Aðspurður segir Grétar tvær ástæður fyrir því að hann hafi ekki einfaldlega gengið burt frá málinu. Í fyrsta lagi hafi þeim borist alvarlegar hótanir frá yfir- boðurum Tomasar í Litháen í gegn um Tomas, sem var í stöðugu símasambandi við þá allan tím- ann. Þremenningunum var komið í skilning um ef þeir gerðu ekki það sem þeim væri sagt yrðu þeir næstir í pokann. „Ég var líka dauðhræddur um kærustuna mína því gef- ið var í skyn að þeir myndu ráðast á hana,“ segir hann. Í öðru lagi segist Grétar einfaldlega ekki hafa getað yfirgefið veikan mann. „Það ljótasta í þessu öllu var þegar ég þurfti að stinga á líkið til þess að hleypa út gasi sem hafði myndast í maga. Ég vakna enn um nætur við þessa hræðilegu minningu,“ segir Grétar. sda@frettabladid.is sjá nánar bls. 18-19 GRÉTAR SIGURÐARSON „Ég braut af mér og það er eitthvað sem ég verð að lifa með. Þótt fjölmiðlar séu þegar búnir að refsa mér heilmikið á ég samt skilið að sitja í fangelsi.“ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 54 Tónlist 40 Leikhús 40 Myndlist 40 Íþróttir 52 Sjónvarp 56 LAUGARDAGUR DAGURINN Í DAG 27. mars 2004 – 86. tölublað – 4. árgangur UPPSAGNIR Störf 20 til 30 sjómanna á tveimur skipum Samherja eru í hættu eftir að Sjómannafélag Eyjafjarðar felldi úr gildi undanþágur frá kjarasamningum um að sleppa inniveru. Sjá síðu 2 NAUÐUNGARFLUTNINGAR Fjöldi Kínverja hefur á undanförnum árum verið hrakinn af heimilum sínum svo hægt væri að rífa þau og byggja nýtt og dýrara hús- næði. Fæstir fá bætur. Sjá síðu 4 UNDIR SAMA ÞAKI Björgunar- miðstöðin í Skógarhlíð var vígð í gær. Inn- an veggja miðstöðvarinnar starfa þeir sem gegna lykilhlutverkum í viðbúnaði lands- manna vegna hvers kyns náttúruhamfara og slysa. Sjá síðu 6 VIJA GEIR Í STÓLINN Rúmlega 72% þeirra sem tóku afstöðu í könnun Frétta- blaðsins vilja að Geir Haarde taki við for- mennsku af Davíð Oddssyni í flokknum. Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir varð í öðru sæti og Björn Bjarnason í því þriðja. Sjá síðu 8 Gamall draumur rætist ● kvenfólk er í forystu Háskóli Íslands: ▲ SÍÐA 26 Stelpurnar í stúd- entapólitíkinni ● upp á fjöll um helgar Laugardagskvöld: ▲ SÍÐA 58 Sigvaldi Kaldalóns ● músíktilraunir í 17. sinn Árni Matthíasson: ▲ SÍÐA 16 Vikan sem var Jón Jósep Snæbjörnsson verður fulltrúi Íslands í Júróvisjón- keppninni. Hann segir að gamall draumur sé að rætast. Segist vera stoltur poppari. ▲SÍÐA 20 VEÐRIÐ Í DAG ÚRKOMUSVÆÐI NÁLGAST úr vestri og það fer að rigna í höfuðborginni síðdeg- is eða í kvöld og á það reyndar við allt vest- anvert landið. Annars staðar þykknar upp. Hvessir allra vestast í kvöld. Sjá síðu 6 Jón Jósep Snæbjörnsson: Skoðanakönnun: Hvaða Íslendingur skarar mest fram úr í dag? Samkvæmt nýrri skoðana- könnun Fréttablaðsins eru athafna- og fjármálamenn í mestu uppáhaldi á meðal þjóðarinnar. Björgólfur ber af SÍÐA 30 ▲ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N HRYÐJUVERKARANNSÓKN, AP Þýskir lögreglumenn gerðu húsleit í íbúð í Darmstadt í gær til að rannsaka tengsl hryðjuverkamanna við Þýskaland og tólfti maðurinn var úr- skurðaður í gæsluvarðhald vegna árásanna í Madríd. Um svipað leyti sagði Frakki sem rannsakar árásirn- ar 11. september 2001 að Spánverjar hefðu tjáð honum að Jórdaninn Abu Musab al-Zarqawi, sem talið er að standi að baki árásum í Írak og teng- ist al-Kaída, stæði líklega einnig á bak við árásirnar í Madríd. Yfirvöld í Marokkó tilkynntu að þau hefðu handtekið fólk vegna rannsóknarinnar á árásunum en til- tók ekki hversu margir hefðu verið handteknir. Fjórtán af þeim átján sem Spánverjar hafa handtekið eru frá Marokkó og er talið að þarlend íslömsk samtök hafi annað hvort staðið á bak við árásina eða stutt við bakið á þeim sem gerðu hana. Fimm hafa verið handteknir síðustu þrjá daga. Þýskir rannsóknarlögreglumenn fóru í gær yfir gögn sem þeir fundu í íbúð eins þeirra sem hafa verið handteknir á Spáni en sögðust engar sannanir hafa fyrir því að hryðju- verkin í Madríd hefðu verið skipu- lögð í Þýskalandi. Einn þeirra hand- teknu bjó um skamma hríð í Þýska- landi á síðasta ári og braust lög- reglan inn í íbúð hans í fyrrinótt. ■ Fermingar dagar 25. mars–4. apríl TANNHEILSA Tannlæknafélagið efnir í dag til málþings undir yfirskriftinni „Er tannheilsa íslenskra barna í hættu?“. Fjall- að verður um tannheilsu og lífsstíl ung- linga og leitað svara við þeirri spurningu hvort tannheilsa sé ómerkilegri en önnur heilsa. Málþingið verður á Grand Hótel og hefst klukkan 10. ● þróa og markaðssetja drykkjuspil Lips hf.: ▲ SÍÐA 16 Verslunar- skólanemar Ég var fastur í lygavef Grétar Sigurðarson, einn sakborninganna í líkfundarmálinu, segist skulda þjóðfélaginu það að sitja í fangelsi. Vaknar um nætur við að hann sé að stinga á líkið til að sökkva því. Tólfti maðurinn í gæsluvarðhald vegna árásanna í Madríd: Handtökur og húsleitir í þrem löndum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.