Fréttablaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 23
Kántríprinsinn BonniePrince Billy, sem hlýtur að
fara að taka við hásætinu eftir
fráhvarf Johnny Cash á síðasta
ári, hefur hingað til gefið út
hverja gullfallegu plötuna á
fætur annarri. Hann er með fal-
legustu karlmannsrödd sem ég
hef heyrt og ég fékk gæsahúð á
dögunum þegar ég frétti af því
að hugsanlega muni hann syng-
ja dúett með Björk á næstu
plötu hennar. Ekki ónýtt það.
Í fyrra gaf hann út meistara-
stykki sitt, Master and Every-
one, og núna er komin ný plata,
þó með eldri lögum kappans,
sem hann endurhljóðritaði öll
sérstaklega fyrir þessa útgáfu.
Áður hafði hann einungis gefið
þau út undir sínu rétta nafni,
Will Oldham, áður en hann tók
upp listamannanafnið Bonnie
Prince Billy. Hann vildi greini-
lega flytja eldri börn undir sama
þak og þau yngri. Nú er sem
sagt öll fjölskyldan sameinuð.
Áður voru lögin að mestu
flutt af honum með kassagítar-
inn en núna hefur hann ráðið til
sín atvinnusveitalubba úr Nas-
hville til þess að sjá um undir-
leikinn. Hljómar stundum of
slípað á köflum fyrir minn
smekk. Líkar betur við Bonnie
nakinn með kassagítarinn. Tak-
ið þessu sem myndlíkingu ef
þið viljið.
Eins og allar aðrar plötur
Bonnie er hún góð. Kannski
ekki eins mögnuð og þau verk
sem Oldham hefur gefið út eft-
ir að hann tók sér upp lista-
mannanafnið en engu að síður
ljúf. Samanburður við síðustu
plötu væri líka ósanngjarn þar
sem þessi lög eru margra ára
gömul.
Birgir Örn Steinarsson
TÓNLIST Todmobile brunar áfram
eins og undrabíllinn Herbie og
nú hefur poppsveitin blásið til
veislu. Í síðustu viku kom út
geisladiskur með upptökum af
tónleikum sveitarinnar og
Sinfóníunnar í Laugardalshöll
14. nóvember. Á næstu dögum
fylgir svo í kjölfarið öllu metn-
aðarfyllri útgáfa. Tvöfaldur
DVD-diskur sem inniheldur tón-
leikana í heild sinni, hljóð-
blandaða í 5.1. fyrir þá sem eiga
heimabíó, og glás af aukaefni.
„Diskurinn byrjar á tón-
leikum árið 1993 í Óperunni
sem voru lokatónleikar
Todmobile,“ segir Þorvaldur
Bjarni Þorvaldsson, gítar-
leikari sveitarinnar. „Það var
mjög gaman að geta tengt þá
tónleika saman með sin-
fóníutónleikunum á móti. Þar
komum við fyrst aftur saman
þrjú eftir áratug. Þannig getur
fólk horft á lokatónleika og svo
aftur upphafstónleika sem voru
tíu árum seinna.“
Einnig eru á disknum öll
myndbönd sveitarinnar, en
nokkur þeirra þóttu afar vel
heppnuð og voru verðlaunuð.
Saga sveitarinnar er svo rakin í
heimildarmynd sem gerð var í
fyrra fyrir útgáfu safnplötu
sveitarinnar sem kom út árið
2002.
Þorvaldur sá um útsetningu á
sinfóníusveitinni ásamt Kjart-
ani Valdemarssyni, píanóleikara
sinfóníunnar.
Þremur árum eftir kveðjutón-
leika Todmobile í Óperunni tók
sveitin upp þráðinn að nýju án
Eyþórs. Þorvaldur vill ekki
skjóta loku fyrir það að sveitin
verði virkjuð aftur í framtíðinni.
„Við höfum lært af reynslunni og
vitum að það á aldrei að segja
aldrei,“ segir Þorvaldur og hlær.
„Við sögðumst aldrei ætla að
spila saman aftur þegar við
fórum í fýlu út í hvort annað
fyrir nokkrum árum. Við segjum
bara ekki aldrei aftur.“
Það er þó orðið ljóst að
Todmobile mun ekki starfa aftur
án þess að þríeykið Andrea
Gylfadóttir, Eyþór Arnalds og
Þorvaldur séu öll með. „Við
fundum það þegar við komum
saman þrjú aftur að þar eru
efnahvörfin sem gera þessa
sveit. Ég held að menn átti sig oft
ekki á því á vissum tíma ævinnar
hvað þeir hafa þegar eitthvað
svona hefur orðið til.“ ■
27. mars 2004 LAUGARDAGUR
Útgáfuveisla hjá Todmobile
Bonnie does
Nashville-40%
Dæmi: Áður Nú
Francesca 3ja sæta sófi áklæði 87.300 52.300
Easy 3+2 sæta sófar áklæði 139.800 83.800
Club hægindastóll, áklæði 93.700 56.200
Pucchini sófasett 3+1+1 leður 298.700 179.200
Partagas sófasett 3+1+1 leður 439.700 263.800
Bora sófasett 3+1+1 áklæði 283.140 169.800
Dubini hægindastóll
m. skammeli leður 158.900 95.300
Pigalle hornskápur m. glerh. mah. 102.500 61.500
Tivoli glerskápur hnota 198.300 118.900
Vivace fataskápur eik 108.810 65.200
Oliver sófasett 3+2+1 leður 391.520 234.900
Mirelle sófasett 3+1+1 áklæði 438.900 263.300
Adriana sófasett
3+1+1 áklæði (Alcantara) 439.800 263.800
Linea skenkur eik 121.500 72.900
Borð og 6 stólar ljós eik 188.680 113.200
Toscana skenkur bæsuð eik 117.450 69.800
Forege kommóða eik 105.000 63.000
Bolero sjónvarpsskápur eik 126.360 75.800
Modenese veggsamstæða hnota 289.800 173.800
Selva skatthol m. yfirskáp hnota 153.500 92.100
Dubini kaffiborð 100 cm hnota 79.800 47.800
Mistral glerskápur hnoturót 339.800 203.800
Wembley sófasett 3+1+1 áklæði 491.800 294.900
Deborah 2ja sæta sófi áklæði 89.400 53.600
Forege skenkur eik 139.000 83.400
Buredos skatthol kirsuberjaviður 102.900 61.700
Hermitage sófasett 3+1+1 leður 434.800 259.900
Adjust sólstóll 34.900 19.900
Bolero buffet bæsuð eik 176.040 99.800
Ármúla 44,
sími 553 2035
Við innréttum
nýja og
glæsilega
verslun
og bjóðum
því valdar vörur
með 40%
afslætti
Raðgreiðslur
í 36 mánuði
Opið
virka daga 9-18,
laugard. 11-16
Umfjölluntónlist
BONNIE PRINCE BILLY:
Greatest Palace Music
TODMOBILE
Þorvaldur Bjarni virðist hafa notið sín vel á tónleikunum með Sinfóníunni í nóvember
síðastliðnum.